Stressuð og áhyggjufull af því hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 13:00 Hafdís Renötudóttir í viðtalinu við Henry Birgi Gunnarsson í Seinni bylgjunni. Skjámynd/S2 Sport Landsliðsmarkvörðurinn Hafdís Renötudóttir skipti óvænt úr Fram til sænska félagsins Lugi HF á dögunum og Seinni bylgjan ræddi við Hadísi um þessi sérstöku félagsskipti í þætti sínum í gær. „Það setur stórt strik í reikninginn hjá Fran að markvörðurinn þeirra, Hafdís Renötudóttur landsliðsmarkvörður, er á förum frá liðinu til Svíþjóðar þó svo að hún sé meidd. Ég kíkti aðeins á Hafdísi í dag,“ kynnti Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, innslagið um Hafdísi. Hafdís Renötudóttir er frábær markvörður sem hún sýndi og sannaði á síðustu leiktíð þar sem Fram varð bæði deildarmeistari og bikarmeistari en missti síðan af Íslandsmeistaratitlinum vegna kórónuveirunnar. Hafdís var hins vegar ekki byrjuð að spila með á þessu tímabili eftir að hafa fengið skot í höfuðið. Hafdís Renötudóttir til Lugi HF Handknattleiksdeild Fram hefur samþykkt félagaskipti landsliðskonunnar Hafdísar...Posted by Fram Handbolti on Miðvikudagur, 7. október 2020 „Aðdragandinn var ekki mjög langur og þetta gerðist mjög hratt. Ég ætlaði fyrst ekki að fara af því að ég er með heilahristing en þetta var gott tækifæri og ég ákvað því að kýla á þetta. Ég er þakklát fyrir það að Fram leyfði mér að gera það,“ sagði Hafdís Renötudóttir. Hafdís Renötudóttir hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli en var hún hissa að sænska liðið hafði samband við hana? Skildi ekki af hverju þeir vildu fá meiddan leikmann út „Ég var mjög hissa og skildi ekki af hverju þeir vildu fá meiddan leikmann út en þeir tala um framtíðarsýnina hjá þessu liði. Ég spurði hvort ég gæti komið út eftir áramót en þeir vildu fá mig strax út. Ég verð því í endurhæfingu þarna úti. Ég hlakka til að fara út og vona bara að ég nái mér sem fyrst,“ sagði Hafdís en hvernig hefur gengið að glíma við höfuðmeiðslin. „Það hefur gengið upp og niður ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fékk bakslag en eins og staðan er núna þá gengur mjög vel. Ég fær að hlaupa og ég fæ engin eftirköst. Ég fór í sjúkraþjálfun í morgun og ég má núna byrja eins og ég vil. Ég geri bara eins og ég get,“ sagði Hafdís. „Fyrst og fremst þá er þetta bara mjög stressandi og ég er mjög áhyggjufull alla daga um þetta. Persónulega þá var ég með mjög mikið ljósnæmi, hljóðnæmi og fékk hausverk við álag. Aðallega fyrir mig þá var þetta áhyggjuefni að geta ekki fengið að spila handbolta á ný af því að við höfum heyrt svo margar hryllingssögur,“ sagði Hafdís en margar handboltakonur hafa þurft að hætta að spila vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er ekkert grín og ég tek þessu mjög alvarlega. Ég er þakklát fyrir það að geta hlaupið og hoppað. Oft fylgja svona hálsvandamál með þannig að ég er á réttri leið,“ sagði Hafdís. Hún yfirgefur Framliðið á miðju tímabili og skilur eftir stórt skarð. Svekkjandi að missa af þessu „Ég ætlaði fyrst ekki út enda er ég að snúa öllu á hvolf hérna. Ég hugsaði með mér; þetta er frábært tækifæri og ég verð að fylgja því sem ég vil gera. Ég held að ég sé að gera það rétta í þessu öllu saman,“ sagði Hafdís. Olís deild kvenna í ár er eins sú allra sterkasta frá upphafi og Hafdís missir af því. „Ég er mjög svekkt að missa af þessu tímabili af því að það eru frábærir leikmenn í deildinni í ár og hún verður sterk. Það er staðreynd og eins og við sjáum núna þá erum við ekki búnar að vinna alla leikina eins og við vonuðumst til og ætluðum okkur að gera. Það er svekkjandi að missa af þessu,“ sagði Hafdís en það má heyra allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Hafdísi Renötudóttur um höfðuðmeiðslin og Lugi Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Hafdís Renötudóttir skipti óvænt úr Fram til sænska félagsins Lugi HF á dögunum og Seinni bylgjan ræddi við Hadísi um þessi sérstöku félagsskipti í þætti sínum í gær. „Það setur stórt strik í reikninginn hjá Fran að markvörðurinn þeirra, Hafdís Renötudóttur landsliðsmarkvörður, er á förum frá liðinu til Svíþjóðar þó svo að hún sé meidd. Ég kíkti aðeins á Hafdísi í dag,“ kynnti Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, innslagið um Hafdísi. Hafdís Renötudóttir er frábær markvörður sem hún sýndi og sannaði á síðustu leiktíð þar sem Fram varð bæði deildarmeistari og bikarmeistari en missti síðan af Íslandsmeistaratitlinum vegna kórónuveirunnar. Hafdís var hins vegar ekki byrjuð að spila með á þessu tímabili eftir að hafa fengið skot í höfuðið. Hafdís Renötudóttir til Lugi HF Handknattleiksdeild Fram hefur samþykkt félagaskipti landsliðskonunnar Hafdísar...Posted by Fram Handbolti on Miðvikudagur, 7. október 2020 „Aðdragandinn var ekki mjög langur og þetta gerðist mjög hratt. Ég ætlaði fyrst ekki að fara af því að ég er með heilahristing en þetta var gott tækifæri og ég ákvað því að kýla á þetta. Ég er þakklát fyrir það að Fram leyfði mér að gera það,“ sagði Hafdís Renötudóttir. Hafdís Renötudóttir hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli en var hún hissa að sænska liðið hafði samband við hana? Skildi ekki af hverju þeir vildu fá meiddan leikmann út „Ég var mjög hissa og skildi ekki af hverju þeir vildu fá meiddan leikmann út en þeir tala um framtíðarsýnina hjá þessu liði. Ég spurði hvort ég gæti komið út eftir áramót en þeir vildu fá mig strax út. Ég verð því í endurhæfingu þarna úti. Ég hlakka til að fara út og vona bara að ég nái mér sem fyrst,“ sagði Hafdís en hvernig hefur gengið að glíma við höfuðmeiðslin. „Það hefur gengið upp og niður ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fékk bakslag en eins og staðan er núna þá gengur mjög vel. Ég fær að hlaupa og ég fæ engin eftirköst. Ég fór í sjúkraþjálfun í morgun og ég má núna byrja eins og ég vil. Ég geri bara eins og ég get,“ sagði Hafdís. „Fyrst og fremst þá er þetta bara mjög stressandi og ég er mjög áhyggjufull alla daga um þetta. Persónulega þá var ég með mjög mikið ljósnæmi, hljóðnæmi og fékk hausverk við álag. Aðallega fyrir mig þá var þetta áhyggjuefni að geta ekki fengið að spila handbolta á ný af því að við höfum heyrt svo margar hryllingssögur,“ sagði Hafdís en margar handboltakonur hafa þurft að hætta að spila vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er ekkert grín og ég tek þessu mjög alvarlega. Ég er þakklát fyrir það að geta hlaupið og hoppað. Oft fylgja svona hálsvandamál með þannig að ég er á réttri leið,“ sagði Hafdís. Hún yfirgefur Framliðið á miðju tímabili og skilur eftir stórt skarð. Svekkjandi að missa af þessu „Ég ætlaði fyrst ekki út enda er ég að snúa öllu á hvolf hérna. Ég hugsaði með mér; þetta er frábært tækifæri og ég verð að fylgja því sem ég vil gera. Ég held að ég sé að gera það rétta í þessu öllu saman,“ sagði Hafdís. Olís deild kvenna í ár er eins sú allra sterkasta frá upphafi og Hafdís missir af því. „Ég er mjög svekkt að missa af þessu tímabili af því að það eru frábærir leikmenn í deildinni í ár og hún verður sterk. Það er staðreynd og eins og við sjáum núna þá erum við ekki búnar að vinna alla leikina eins og við vonuðumst til og ætluðum okkur að gera. Það er svekkjandi að missa af þessu,“ sagði Hafdís en það má heyra allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Hafdísi Renötudóttur um höfðuðmeiðslin og Lugi
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira