Segja próf gefa jákvæða niðurstöðu þó einstaklingur sé ekki smitandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2020 23:31 Prófað fyrir kórónuveirunni í Miami í Bandaríkjunum. Joe Raedle/Getty Heilbrigðissérfræðingar í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum af því að stöðluð kórónuveirupróf séu of næm og sýni þess vegna of oft jákvæða niðurstöðu fyrir veirunni. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. Það kann að orka tvímælis að segja að próf sem ætlað er að skima fyrir mögulega banvænum sjúkdómi sé „of gott.“ Það sem faraldursfræðingar eiga þó við með því er að mögulegt er að prófin veiti jákvæða niðurstöðu úr skimun á fólki sem er með tiltölulega lítið veirumagn. Einstaklingar með lítið magn veirunnar í sér séu ólíklegir til þess að smita aðra, og greining á þeim geti skapað „flöskuháls“ sem tefji fyrir smitrakningu og geri þannig erfiðara að finna smitandi einstaklinga sem eru með meira magn veirunnar í sér. Þetta bendi til þess að þörf sé á hraðvirkari prófum, sem kunni að vera minna næm fyrir litlu magni af veirunni. Magnið mergurinn málsins Prófin sem nú eru notuð í Bandaríkjunum veita einfaldlega upplýsingar um hvort einstaklingur er með veiruna í sér eða ekki, líkt og um nei eða já spurningu sé að ræða. Vísindamenn hafa hins vegar kallað eftir því að tekin verði í notkun próf sem gefi með niðurstöðum grófa mynd af magni veirunnar í hverjum einstaklingi sem skimaður er. Einn þeirra er Dr. Michael Mina, faraldursfræðingur við Harvard T.H School of Public Health í Bandaríkjunum. Hann telur að prófa þurfi sem flesta með slíkum prófum, einnig einkennalaust fólk. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti á fimmtudag að hún hefði fest kaup á 150 milljón slíkum prófum. „Við erum búin að vera að nota eina gerð tölfræði fyrir allt, plús eða mínus. Það er allt og sumt. Við notum það í klínískum greiningum, í umræðu um lýðheilsu og við pólitíska ákvarðanatöku,“ hefur NYT eftir Mina. Hann segir hins vegar að þessi nálgun, já eða nei, sé ekki vænleg til árangurs. Það sé veirumagn sem ætti að hafa eitthvað að segja um hvaða skref verði tekin með Covid-sjúklingum í kjölfar greiningar. „Að mínu viti er afar óábyrgt að hundsa þá staðreynd að þetta snýst um magn.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Heilbrigðissérfræðingar í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum af því að stöðluð kórónuveirupróf séu of næm og sýni þess vegna of oft jákvæða niðurstöðu fyrir veirunni. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. Það kann að orka tvímælis að segja að próf sem ætlað er að skima fyrir mögulega banvænum sjúkdómi sé „of gott.“ Það sem faraldursfræðingar eiga þó við með því er að mögulegt er að prófin veiti jákvæða niðurstöðu úr skimun á fólki sem er með tiltölulega lítið veirumagn. Einstaklingar með lítið magn veirunnar í sér séu ólíklegir til þess að smita aðra, og greining á þeim geti skapað „flöskuháls“ sem tefji fyrir smitrakningu og geri þannig erfiðara að finna smitandi einstaklinga sem eru með meira magn veirunnar í sér. Þetta bendi til þess að þörf sé á hraðvirkari prófum, sem kunni að vera minna næm fyrir litlu magni af veirunni. Magnið mergurinn málsins Prófin sem nú eru notuð í Bandaríkjunum veita einfaldlega upplýsingar um hvort einstaklingur er með veiruna í sér eða ekki, líkt og um nei eða já spurningu sé að ræða. Vísindamenn hafa hins vegar kallað eftir því að tekin verði í notkun próf sem gefi með niðurstöðum grófa mynd af magni veirunnar í hverjum einstaklingi sem skimaður er. Einn þeirra er Dr. Michael Mina, faraldursfræðingur við Harvard T.H School of Public Health í Bandaríkjunum. Hann telur að prófa þurfi sem flesta með slíkum prófum, einnig einkennalaust fólk. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti á fimmtudag að hún hefði fest kaup á 150 milljón slíkum prófum. „Við erum búin að vera að nota eina gerð tölfræði fyrir allt, plús eða mínus. Það er allt og sumt. Við notum það í klínískum greiningum, í umræðu um lýðheilsu og við pólitíska ákvarðanatöku,“ hefur NYT eftir Mina. Hann segir hins vegar að þessi nálgun, já eða nei, sé ekki vænleg til árangurs. Það sé veirumagn sem ætti að hafa eitthvað að segja um hvaða skref verði tekin með Covid-sjúklingum í kjölfar greiningar. „Að mínu viti er afar óábyrgt að hundsa þá staðreynd að þetta snýst um magn.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira