Erik Hamren hefur birt byrjunarlið íslenska landsliðsins sem mætir því danska í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld.
Tvær breytingar eru á liðinu frá því á fimmtudag þegar Ísland vann 2-1 sigur á Rúmeníu.
Kári Árnason er meiddur og tekur Sverrir Ingi Ingason stöðu hans í hjarta varnarinnar við hlið Ragnars Sigurðssonar.
Þá kemur Skagfirðingurinn Rúnar Már Sigurjónsson inn í liðið fyrir Jóhann Berg Guðmundsson. Uppstillinguna má sjá hér að neðan.
Byrjunarlið dagsins!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 11, 2020
This is how we start our game against Denmark in the UEFA Nations League!#fyririsland pic.twitter.com/EkQZc0hlwv