Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2020 12:36 Kylfingar á höfuðborgarsvæðinu þurfa að bíða með að spila fram til 19. október hið minnsta. vísir/vilhelm Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, staðfesti þetta við Vísi í dag. Hann segir að þrátt fyrir að tekist hafi að spila golf í allt sumar, með sérstökum Covid-reglum á völlunum til að lágmarka smithættu, sé staðan þannig á höfuðborgarsvæðinu að skella þurfi í lás: „Við erum að eiga við miklu alvarlegri hlut en það hvort að fólk geti spilað golf eða ekki. Í grunninn held ég að flestir hafi skilning á því,“ segir Brynjar. Brynjar ítrekar einnig skýr tilmæli sóttvarnalæknis þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. Kylfingar í Reykjavík og nágrenni eigi ekki að svala golfþorstanum með því að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið: „Eftir að fólk áttaði sig á því að vellirnir væru að loka hér á höfuðborgarsvæðinu þá fór það að horfa út fyrir höfuðborgarsvæðið, og leit þannig framhjá tilmælum sóttvarnalæknis. Klúbbarnir urðu varir við þetta, en þeir klúbbar sem ég hef talað við á Suðurnesjum, Suðurlandi og Akranesi eru að vinna að því að meina gestum af höfuðborgarsvæðinu að koma á vellina,“ segir Brynjar. Uppfært: Rakel Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Leynis á Akranesi, hafði samband við Vísi og vildi koma því á framfæri að engin ákvörðun hefði verið tekin um að loka velli klúbbsins fyrir höfuðborgarbúum. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, staðfesti þetta við Vísi í dag. Hann segir að þrátt fyrir að tekist hafi að spila golf í allt sumar, með sérstökum Covid-reglum á völlunum til að lágmarka smithættu, sé staðan þannig á höfuðborgarsvæðinu að skella þurfi í lás: „Við erum að eiga við miklu alvarlegri hlut en það hvort að fólk geti spilað golf eða ekki. Í grunninn held ég að flestir hafi skilning á því,“ segir Brynjar. Brynjar ítrekar einnig skýr tilmæli sóttvarnalæknis þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. Kylfingar í Reykjavík og nágrenni eigi ekki að svala golfþorstanum með því að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið: „Eftir að fólk áttaði sig á því að vellirnir væru að loka hér á höfuðborgarsvæðinu þá fór það að horfa út fyrir höfuðborgarsvæðið, og leit þannig framhjá tilmælum sóttvarnalæknis. Klúbbarnir urðu varir við þetta, en þeir klúbbar sem ég hef talað við á Suðurnesjum, Suðurlandi og Akranesi eru að vinna að því að meina gestum af höfuðborgarsvæðinu að koma á vellina,“ segir Brynjar. Uppfært: Rakel Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Leynis á Akranesi, hafði samband við Vísi og vildi koma því á framfæri að engin ákvörðun hefði verið tekin um að loka velli klúbbsins fyrir höfuðborgarbúum.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira