Landsliðsþjálfari Argentínu ánægður með að Messi var áfram hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 10:01 Lionel Messi reimdi á sig skóna og hélt áfram að spila með Barcelona þrátt fyrir öll leiðindin í haust. Getty/Pedro Salado Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínumanna í knattspyrnu, segir það vera jákvæðar fréttir að Lionel Messi skildi vera áfram hjá Barcelona. Lionel Messi var orðinn mjög pirraður og ósáttur með rekstur Barcelona og vildi fá að fara frá félaginu í haust. Barcelona þvingaði fyrirliða sinn til að vera áfram og klára síðasta tímabilið í samningnum sínum. Barcelona gerði það með því að útiloka annað en að nýja liðið hans myndi þurfa að borga þær 700 milljónir evra sem kostaði að kaupa upp samninginn sem rennur út í júní 2021. „Ég ræddi við Leo þegar allt gengið yfir og ég sá að hann var rólegur,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, fyrir leik á móti Ekvador í undankeppni HM. Scaloni: Es positivo que Messi se haya quedado en el Barcelona https://t.co/eKN19CUvp8— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 8, 2020 „Síðan að Messi kom hingað þá höfum við náð að ræða hlutina. Hann er ánægður með að vera hér og það er allt í góðu núna í félaginu hans. Allt sem við vildum var að sjá málin leyst og að hann gæti farið að spila og komast í sitt besta form,“ sagði Scaloni. „Það var gott fyrir okkur að hann var áfram hjá Barcelona. Hann gat farið strax að spila því hann þekkir félagið. Í sambandi við hans ákvarðanir þá komum við ekki nálægt því. Við erum ekki að skipta okkur af því hjá okkar leikmönnum,“ sagði Scaloni. Argentínska landsliðið er að hefja undankeppnina fyrir HM 2022 sem verður væntanlega síðasta heimsmeistaramót Messi. Hann hefur spilað á fjórum heimsmeistaramótum og verður orðinn 35 ára gamall þegar HM fer fram í Katar 2022. ¿Cómo lo viste a la Pulga, Lionel? En la previa del duelo ante Ecuador, Scaloni habló sobre Messi y dijo esto. ¡Escuchalo acá! pic.twitter.com/erlyxRai2m— SportsCenter (@SC_ESPN) October 7, 2020 „Við viljum komast á HM fyrir okkar þjóð en það líka önnur ástæða. Við viljum tryggja það að Messi fái að spila þar. Við erum samt ekki að tala um það heldur tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Scaloni. Lionel Messi er farinn að spila aðeins aftar á vellinum hjá Barcelona en hann mun líklega spila framar hjá argentínska landsliðinu. „Leo verður alltaf framherji, hvort sem hann spilar í níunni eða í annarri stöðu. Mér finnst staða hans hjá Barcelona ekki hafa breyst mikið. Hann er enn að spila fremst á vellinum,“ sagði Lionel Scaloni. Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira
Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínumanna í knattspyrnu, segir það vera jákvæðar fréttir að Lionel Messi skildi vera áfram hjá Barcelona. Lionel Messi var orðinn mjög pirraður og ósáttur með rekstur Barcelona og vildi fá að fara frá félaginu í haust. Barcelona þvingaði fyrirliða sinn til að vera áfram og klára síðasta tímabilið í samningnum sínum. Barcelona gerði það með því að útiloka annað en að nýja liðið hans myndi þurfa að borga þær 700 milljónir evra sem kostaði að kaupa upp samninginn sem rennur út í júní 2021. „Ég ræddi við Leo þegar allt gengið yfir og ég sá að hann var rólegur,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, fyrir leik á móti Ekvador í undankeppni HM. Scaloni: Es positivo que Messi se haya quedado en el Barcelona https://t.co/eKN19CUvp8— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 8, 2020 „Síðan að Messi kom hingað þá höfum við náð að ræða hlutina. Hann er ánægður með að vera hér og það er allt í góðu núna í félaginu hans. Allt sem við vildum var að sjá málin leyst og að hann gæti farið að spila og komast í sitt besta form,“ sagði Scaloni. „Það var gott fyrir okkur að hann var áfram hjá Barcelona. Hann gat farið strax að spila því hann þekkir félagið. Í sambandi við hans ákvarðanir þá komum við ekki nálægt því. Við erum ekki að skipta okkur af því hjá okkar leikmönnum,“ sagði Scaloni. Argentínska landsliðið er að hefja undankeppnina fyrir HM 2022 sem verður væntanlega síðasta heimsmeistaramót Messi. Hann hefur spilað á fjórum heimsmeistaramótum og verður orðinn 35 ára gamall þegar HM fer fram í Katar 2022. ¿Cómo lo viste a la Pulga, Lionel? En la previa del duelo ante Ecuador, Scaloni habló sobre Messi y dijo esto. ¡Escuchalo acá! pic.twitter.com/erlyxRai2m— SportsCenter (@SC_ESPN) October 7, 2020 „Við viljum komast á HM fyrir okkar þjóð en það líka önnur ástæða. Við viljum tryggja það að Messi fái að spila þar. Við erum samt ekki að tala um það heldur tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Scaloni. Lionel Messi er farinn að spila aðeins aftar á vellinum hjá Barcelona en hann mun líklega spila framar hjá argentínska landsliðinu. „Leo verður alltaf framherji, hvort sem hann spilar í níunni eða í annarri stöðu. Mér finnst staða hans hjá Barcelona ekki hafa breyst mikið. Hann er enn að spila fremst á vellinum,“ sagði Lionel Scaloni.
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira