Ekki útilokað að jarðskjálftar eigi sinn þátt í aurskriðunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. október 2020 21:00 Annar angi skriðunnar teygði sig á milli Gilsár I og Gilsár II. Vísir/Tryggvi Ekki er hægt að útiloka að jarðskjálftahrinan undan Norðausturlandi eigi einhvern þátt í aurskriðunni sem féll ofan við Gilsá í Eyjafjarðarsveit í dag. Skriðan er talin hafa verið um 200 metra breið, en hún féll úr um 700 metra hæð. Hún er þó ekki talin vísbending um aukna skriðuhættu á svæðinu. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan þaut gríðarlegt magn af efni niður fjallshlíðina fyrir ofan Gilsá laust fyrir klukkan ellefu í morgun. „Svo var manni lítið upp í hlíðina fyrir ofan okkur og þá var þetta að koma á fleygiferð, svakalegar miklar drunur og mikið magn af aur sem kom í þessu,“ segir Birgir H. Arason, bóndi á Gullbrekku, næsta bæ við Gilsá. Hann náði myndbandi af skriðunni er hann var við vinnu í morgun. Ekki talið óhætt að fara inn að skriðunni Sérsveitarmenn frá Akureyri voru fljótir að mæta á svæðið til að tryggja vettvang en ekki var talið óhætt að fara alveg inn að skriðunni eða í skriðutunguna í dag. Miklar drunur bárust úr fjallinu er fréttamaður var á vettvangi, enda grjót og drulla á fleygiferð úr skriðusárinu. Skriðan féll á jarðirnar Gilsá eitt og tvö en öll hús voru mannlaus er skriðan féll. Bæjarhóll kom í veg fyrir að skriðan félli á húsið við Gilsá tvö, staðnæmdist hún um hundrað metrum frá húsinu. Eigendur Gilsár I voru fljótir á vettvang til að skoða aðstæður. „Manni finnst þetta svolítið leiðinlegt að sjá þetta, hvernig þetta hefur farið,“ segir Jóhann Gíslason, eigandi Gilsár eitt. „Það gæti verið að vatnsbólið okkar sé ónýtt, það kemur í ljós seinna.“ Frá vettvangi í dag.Vísir/Tryggvi Sérfræðingur á vegum Veðurstofunnar var einnig á vettvangi til að taka út skriðuna, þó úr öruggri fjarlægð. Hann segir ekki ljóst hvað nákvæmlega hafi orsakað skriðuna. Ekki talin vísbending um aukna skriðuhættu „Maður er vanur því að það sé mikill vatnagangur, annað hvort stórrigningar að hausti eða mikil snjóbráð að vori með hlýju veðri og rigningu en núna eru ekki alveg þannig aðstæður. Það hefur ekki verið mikil vætutíð hér, þá veltir því maður fyrir sér hvað eiginlega orsakar,“ segir Sveinn Brynjólfsson hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar. Í umfjöllun um aurskriðuna á vef Veðurstofunnar segir að úrkomumælingar á næsta bæ sýni að úrkoma hafi ekki verið mikil síðustu daga, því sé hún ekki ein og sér örsök skriðufallsins. „Á loftmyndum sjást vísbendingar um að óstöðugleiki hafi verið þar sem skriðan átti upptök sín og þessi úrkoma gæti hafa verið nóg til þess að koma lausu efni af stað. Skriðan er því ekki talin vísbending um aukna skriðuhættu á svæðinu en skriður geta fallið í og við skriðusárið næstu klukkutíma og jafnvel daga,“ segir á vef Veðurstofunnar. Sveinn Brynjólfsson frá Veðurstofunni skoðaði aðstæður í dag.Vísir/Tryggvi Páll Nokkrir jarðskjálfar mældust við Gjögurtá við mynni Eyjafjarðar í dag, þar af einn um fjórir að stærð. Þá hefur mikil jarðskjálftahrina verið í gangi á því svæði frá því í sumar. Segir Sveinn að ekki sé hægt að útiloka að skjálftarnir hafi átt sinn þátt í skriðufallinu. „Það er mögulegt og ekki hægt að útiloka það. Hann fannst nú ekki það greinilega hérna inn frá þó menn hafi fundið hann mjög greinilega út með firði, segir Sveinn aðspurður um hvort skjálfarnir í morgun hafi haft einhver áhrif. „En skjálftarnir í sumar gæti hafa losað um þetta, þeir voru auðvitað stærri.“ Eyjafjarðarsveit Eldgos og jarðhræringar Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Skriður geta fallið í og við skriðusárið næstu klukkutímana Stærðarinnar aurskriða sem féll rétt fyrir klukkan 11 í morgun ofan við Gilsá í Eyjafirði er talin vera um 200 m breið. Úthlaupslengdin talin tæpir 1700 m og fallhæðin um 700 m. 6. október 2020 17:29 „Svakalegar drunur“ Stærðarinnar aurskriða féll í Eyjafirði á ellefta tímanum í morgun. Skriðan féll sitt hvoru megin við bæinn Gilsá 2 en þar býr þó enginn. Bóndinn á næsta bæ lýsir gífurlegum drunum og hávaða. Veðurstofa Íslands er að senda fólk á svæðið til að meta umfangið. 6. október 2020 12:20 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Ekki er hægt að útiloka að jarðskjálftahrinan undan Norðausturlandi eigi einhvern þátt í aurskriðunni sem féll ofan við Gilsá í Eyjafjarðarsveit í dag. Skriðan er talin hafa verið um 200 metra breið, en hún féll úr um 700 metra hæð. Hún er þó ekki talin vísbending um aukna skriðuhættu á svæðinu. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan þaut gríðarlegt magn af efni niður fjallshlíðina fyrir ofan Gilsá laust fyrir klukkan ellefu í morgun. „Svo var manni lítið upp í hlíðina fyrir ofan okkur og þá var þetta að koma á fleygiferð, svakalegar miklar drunur og mikið magn af aur sem kom í þessu,“ segir Birgir H. Arason, bóndi á Gullbrekku, næsta bæ við Gilsá. Hann náði myndbandi af skriðunni er hann var við vinnu í morgun. Ekki talið óhætt að fara inn að skriðunni Sérsveitarmenn frá Akureyri voru fljótir að mæta á svæðið til að tryggja vettvang en ekki var talið óhætt að fara alveg inn að skriðunni eða í skriðutunguna í dag. Miklar drunur bárust úr fjallinu er fréttamaður var á vettvangi, enda grjót og drulla á fleygiferð úr skriðusárinu. Skriðan féll á jarðirnar Gilsá eitt og tvö en öll hús voru mannlaus er skriðan féll. Bæjarhóll kom í veg fyrir að skriðan félli á húsið við Gilsá tvö, staðnæmdist hún um hundrað metrum frá húsinu. Eigendur Gilsár I voru fljótir á vettvang til að skoða aðstæður. „Manni finnst þetta svolítið leiðinlegt að sjá þetta, hvernig þetta hefur farið,“ segir Jóhann Gíslason, eigandi Gilsár eitt. „Það gæti verið að vatnsbólið okkar sé ónýtt, það kemur í ljós seinna.“ Frá vettvangi í dag.Vísir/Tryggvi Sérfræðingur á vegum Veðurstofunnar var einnig á vettvangi til að taka út skriðuna, þó úr öruggri fjarlægð. Hann segir ekki ljóst hvað nákvæmlega hafi orsakað skriðuna. Ekki talin vísbending um aukna skriðuhættu „Maður er vanur því að það sé mikill vatnagangur, annað hvort stórrigningar að hausti eða mikil snjóbráð að vori með hlýju veðri og rigningu en núna eru ekki alveg þannig aðstæður. Það hefur ekki verið mikil vætutíð hér, þá veltir því maður fyrir sér hvað eiginlega orsakar,“ segir Sveinn Brynjólfsson hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar. Í umfjöllun um aurskriðuna á vef Veðurstofunnar segir að úrkomumælingar á næsta bæ sýni að úrkoma hafi ekki verið mikil síðustu daga, því sé hún ekki ein og sér örsök skriðufallsins. „Á loftmyndum sjást vísbendingar um að óstöðugleiki hafi verið þar sem skriðan átti upptök sín og þessi úrkoma gæti hafa verið nóg til þess að koma lausu efni af stað. Skriðan er því ekki talin vísbending um aukna skriðuhættu á svæðinu en skriður geta fallið í og við skriðusárið næstu klukkutíma og jafnvel daga,“ segir á vef Veðurstofunnar. Sveinn Brynjólfsson frá Veðurstofunni skoðaði aðstæður í dag.Vísir/Tryggvi Páll Nokkrir jarðskjálfar mældust við Gjögurtá við mynni Eyjafjarðar í dag, þar af einn um fjórir að stærð. Þá hefur mikil jarðskjálftahrina verið í gangi á því svæði frá því í sumar. Segir Sveinn að ekki sé hægt að útiloka að skjálftarnir hafi átt sinn þátt í skriðufallinu. „Það er mögulegt og ekki hægt að útiloka það. Hann fannst nú ekki það greinilega hérna inn frá þó menn hafi fundið hann mjög greinilega út með firði, segir Sveinn aðspurður um hvort skjálfarnir í morgun hafi haft einhver áhrif. „En skjálftarnir í sumar gæti hafa losað um þetta, þeir voru auðvitað stærri.“
Eyjafjarðarsveit Eldgos og jarðhræringar Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Skriður geta fallið í og við skriðusárið næstu klukkutímana Stærðarinnar aurskriða sem féll rétt fyrir klukkan 11 í morgun ofan við Gilsá í Eyjafirði er talin vera um 200 m breið. Úthlaupslengdin talin tæpir 1700 m og fallhæðin um 700 m. 6. október 2020 17:29 „Svakalegar drunur“ Stærðarinnar aurskriða féll í Eyjafirði á ellefta tímanum í morgun. Skriðan féll sitt hvoru megin við bæinn Gilsá 2 en þar býr þó enginn. Bóndinn á næsta bæ lýsir gífurlegum drunum og hávaða. Veðurstofa Íslands er að senda fólk á svæðið til að meta umfangið. 6. október 2020 12:20 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Skriður geta fallið í og við skriðusárið næstu klukkutímana Stærðarinnar aurskriða sem féll rétt fyrir klukkan 11 í morgun ofan við Gilsá í Eyjafirði er talin vera um 200 m breið. Úthlaupslengdin talin tæpir 1700 m og fallhæðin um 700 m. 6. október 2020 17:29
„Svakalegar drunur“ Stærðarinnar aurskriða féll í Eyjafirði á ellefta tímanum í morgun. Skriðan féll sitt hvoru megin við bæinn Gilsá 2 en þar býr þó enginn. Bóndinn á næsta bæ lýsir gífurlegum drunum og hávaða. Veðurstofa Íslands er að senda fólk á svæðið til að meta umfangið. 6. október 2020 12:20