Evrópuþingið greiðir atkvæði um metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 11:18 Salur Evrópuþingsins í Brussel. Vísir/EPA Óljóst er um afdrif frumvarps um að gera loftslagsmarkmið Evrópusambandsins lagalega bindandi í atkvæðagreiðslu sem verður haldin í Evrópuþinginu í kvöld. Helst er deilt um nýtt og metnaðarfyllra markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda næsta áratuginn. Tillaga framkvæmdastjórnar ESB er að draga úr losun aðildarríkjanna um að minnsta kosti 55% fyrir árið 2030. Núverandi markmið er 40% samdráttur miðað við losun árið 1990 en hertra aðgerða er þörf ef sambandið ætlar sér að ná markmiði um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Til að auka samdráttinn í losun þarf að setja harðari reglur um útblástur bifreiða og leggja hærra kolefnisgjald á iðnað og flugfélög. Ísland tekur þátt í sameiginlegu viðskiptakerfi sambandsins um losunarheimildir í iðnaði. Umhverfisnefnd Evrópuþingsins samþykkti enn metnaðarfyllri samdrátt upp á 60% í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan segir að rétt tæplega helmingur þingheims hafi heitið því að styðja frumvarp um það í dag. „Ég held að við höfum sögulegt tækifæri til þess að færa loftslagsstefnuna upp á hærra stig,“ segir Jytte Guteland, Evrópuþingmaður frá Svíþjóð sem er í forsvari fyrir metnaðarfyllri tillöguna. Íhaldsmenn á Evrópuþinginu ætla sér þó að styðja frumvarp um 55% samdrátt. Þeir telja of djarft að stefna að 60% samdrætti næsta áratuginn. Peter Liese, þýskur Evrópuþingmaður frá Evrópska þjóðarflokknum (EPP), segist bjartsýnn á að frumvarp hans flokks nái fram að ganga. Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Óljóst er um afdrif frumvarps um að gera loftslagsmarkmið Evrópusambandsins lagalega bindandi í atkvæðagreiðslu sem verður haldin í Evrópuþinginu í kvöld. Helst er deilt um nýtt og metnaðarfyllra markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda næsta áratuginn. Tillaga framkvæmdastjórnar ESB er að draga úr losun aðildarríkjanna um að minnsta kosti 55% fyrir árið 2030. Núverandi markmið er 40% samdráttur miðað við losun árið 1990 en hertra aðgerða er þörf ef sambandið ætlar sér að ná markmiði um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Til að auka samdráttinn í losun þarf að setja harðari reglur um útblástur bifreiða og leggja hærra kolefnisgjald á iðnað og flugfélög. Ísland tekur þátt í sameiginlegu viðskiptakerfi sambandsins um losunarheimildir í iðnaði. Umhverfisnefnd Evrópuþingsins samþykkti enn metnaðarfyllri samdrátt upp á 60% í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan segir að rétt tæplega helmingur þingheims hafi heitið því að styðja frumvarp um það í dag. „Ég held að við höfum sögulegt tækifæri til þess að færa loftslagsstefnuna upp á hærra stig,“ segir Jytte Guteland, Evrópuþingmaður frá Svíþjóð sem er í forsvari fyrir metnaðarfyllri tillöguna. Íhaldsmenn á Evrópuþinginu ætla sér þó að styðja frumvarp um 55% samdrátt. Þeir telja of djarft að stefna að 60% samdrætti næsta áratuginn. Peter Liese, þýskur Evrópuþingmaður frá Evrópska þjóðarflokknum (EPP), segist bjartsýnn á að frumvarp hans flokks nái fram að ganga.
Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23