Heldur því fram að hann hafi í raun verið stjóri Liverpool en ekki Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 10:00 Jürgen Klopp við hlið Zeljko Buvac þegar allt lék í lyndi. EPA/ANDY RAIN Viðtal við fyrrum aðstoðarmann Jürgen Klopp komst í fréttirnar eftir skellinn hjá lærisveinum Klopp í Liverpool um helgina en þar eignar hann sér heiðurinn að velgengi Klopp. Zeljko Buvac, fyrrum aðstoðarmaður Jürgen Klopp, bauð upp á sérstakar yfirlýsingar í athyglisverðu viðtali þar sem hann gerði upp tímann sinn hjá Liverpool. Zeljko Buvac hætti óvænt hjá Liverpool í apríl 2018 eftir að það slettist upp á vinskap hans og Jürgen Klopp. Þeir voru þá búnir að vinna saman í sautján ár. Former Liverpool assistant Zeljko Buvac has insisted he is the man behind Jurgen Klopp's success in a remarkable interview.https://t.co/xlaxspGKYg pic.twitter.com/iCrnYb68bF— SPORTbible (@sportbible) October 6, 2020 Buvac hafði fengið viðurnefnið „heilinn“ á tíma sínum með Klopp og sumir voru að velta því fyrir sér hvernig Liverpool liðinu myndi ganga án hans. Eftir að Zeljko Buvac hætti þá hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og enska meistaratitilinn. Daily Mail sagði frá viðtali rússneska blaðamannsins Nobel Arustamyan við Zeljko Buvac. Myndbandið var birt á YouTube en því hefur nú verið eytt án skýringa. „Ég óskaði félaginu ekki til hamingju með titlana. Ég var samt ánægður fyrir hönd Liverpool, fyrir hönd stuðningsmannanna og fyrir hönd leikmannanna,“ sagði Zeljko Buvac í viðtalinu. „Mér leið eins og ég væri stjórinn hjá liði Klopp í öll þessi sautján ár fyrir utan það að tala opinberlega og fara í viðtöl. Ég þurfti ekki á athyglinni að halda heldur var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Buvac. Hann er þó ekki tilbúinn að sanna sig annars staðar. I did the job of the manager at Liverpool, not Klopp!" #LFChttps://t.co/OdPCTPY1Y2— talkSPORT (@talkSPORT) October 5, 2020 „Ég vil ekki verða stjóri núna. Ég myndi hugsa mig um ef Barcelona myndi hringja en annars kæmi það ekki til greina,“ sagði Zeljko Buvac. Buvac er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá Dynamo Moskvu í Rússlandi. „Þú segir að ég sé bara hér til að hafa eitthvað að gera þar til að ég fær betra tilboð. Ef þú vissir bara hvernig tilboðum ég hef hafnað síðan ég hætti hjá Liverpool þá myndir þú ekki segja það. Ég ætla ekki samt að segja hvaða félög höfðu samband,“ sagði Zeljko Buvac. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Viðtal við fyrrum aðstoðarmann Jürgen Klopp komst í fréttirnar eftir skellinn hjá lærisveinum Klopp í Liverpool um helgina en þar eignar hann sér heiðurinn að velgengi Klopp. Zeljko Buvac, fyrrum aðstoðarmaður Jürgen Klopp, bauð upp á sérstakar yfirlýsingar í athyglisverðu viðtali þar sem hann gerði upp tímann sinn hjá Liverpool. Zeljko Buvac hætti óvænt hjá Liverpool í apríl 2018 eftir að það slettist upp á vinskap hans og Jürgen Klopp. Þeir voru þá búnir að vinna saman í sautján ár. Former Liverpool assistant Zeljko Buvac has insisted he is the man behind Jurgen Klopp's success in a remarkable interview.https://t.co/xlaxspGKYg pic.twitter.com/iCrnYb68bF— SPORTbible (@sportbible) October 6, 2020 Buvac hafði fengið viðurnefnið „heilinn“ á tíma sínum með Klopp og sumir voru að velta því fyrir sér hvernig Liverpool liðinu myndi ganga án hans. Eftir að Zeljko Buvac hætti þá hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og enska meistaratitilinn. Daily Mail sagði frá viðtali rússneska blaðamannsins Nobel Arustamyan við Zeljko Buvac. Myndbandið var birt á YouTube en því hefur nú verið eytt án skýringa. „Ég óskaði félaginu ekki til hamingju með titlana. Ég var samt ánægður fyrir hönd Liverpool, fyrir hönd stuðningsmannanna og fyrir hönd leikmannanna,“ sagði Zeljko Buvac í viðtalinu. „Mér leið eins og ég væri stjórinn hjá liði Klopp í öll þessi sautján ár fyrir utan það að tala opinberlega og fara í viðtöl. Ég þurfti ekki á athyglinni að halda heldur var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Buvac. Hann er þó ekki tilbúinn að sanna sig annars staðar. I did the job of the manager at Liverpool, not Klopp!" #LFChttps://t.co/OdPCTPY1Y2— talkSPORT (@talkSPORT) October 5, 2020 „Ég vil ekki verða stjóri núna. Ég myndi hugsa mig um ef Barcelona myndi hringja en annars kæmi það ekki til greina,“ sagði Zeljko Buvac. Buvac er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá Dynamo Moskvu í Rússlandi. „Þú segir að ég sé bara hér til að hafa eitthvað að gera þar til að ég fær betra tilboð. Ef þú vissir bara hvernig tilboðum ég hef hafnað síðan ég hætti hjá Liverpool þá myndir þú ekki segja það. Ég ætla ekki samt að segja hvaða félög höfðu samband,“ sagði Zeljko Buvac.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira