Argentínsk goðsögn líkir nýja Man. Utd stráknum við „óþekktarorm“ inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 11:01 Facundo Pellistri er góður með boltann og vill taka menn á. Hér er hann í leik með Penarol liðnu. Getty/Sandro Pereyra Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United veðjaði í gær á átján ára leikmann frá Úrúgvæ þegar félagið keypti Facundo Pellistri frá Penarol. Það þekkja ekki margir Facundo Pellistri í Evrópu en þessu ungi strákur hefur vakið talsverða athygli í heimalandi sínu. Manchester United var tilbúið að borga níu milljónir punda fyrir hann eða meira en sextán hundruð milljónir íslenskra króna. Manchester United ákvað að klára kaupin strax en vitað var af áhuga félaga eins og Real Madrid, Juventus og Atletico Madrid. Fyrst fréttist af honum árið 2017 og félög í Evrópu hafa fylgst með honum síðan þar á meðal í leikjum í Copa Libertadores keppninni. United completed the signing of 18-year-old Facundo Pellistri late last night, just 30 mins before the deadline closed. He will go straight into the first team upon his arrival. Footage of what he can do is now doing the rounds on social media... https://t.co/32DSyUBVkr— SPORTbible (@sportbible) October 6, 2020 United er á því að þarna sé félagið búið að finna stjörnu framtíðarinnar og það er ljóst að hann hefur aldurinn með sér enda fæddur í desember 2001. Argentínska goðsögnin Juan Roman Riquelme var spurður út í leikmanninn en Juan Roman Riquelme sjálfur sagði það einu sinni að mesta eftirsjáin á hans ferli hafi verið að fara ekki til Manchester United þegar Sir Alex Ferguson vildi fá hann árið 2006. Riquelme segir að strákurinn sé góður í fótbolta. „Hann er ungur og hæfileikaríkur,“ sagði Juan Roman Riquelme sem er að vinna fyrir Boca Juniors þessa dagana. „Hann hefur ekki spilað það mikið en þú sérð að hann er sannur óþekktarormur þegar hann er með boltann við fætur sér. Það er mikilvægt, sagði Riquelme. #Boca La joya que quería Riquelme, a un paso de EuropaFacundo Pellistri, el juvenil de 18 años de Peñarol, era pretendido por el vicepresidente xeneize pero estaría muy cerca de concretar su llegada a Olympique de Lyon.https://t.co/LOo7FO39zV— TyC Sports (@TyCSports) September 29, 2020 „Það eru ekki til margir leikmenn eins og hann, það er leikmenn sem hafa hugrekkið að vera svona ósvífnir inn á vellinum. Það eru verðmæti í því, sagði Riquelme. Það leynir sér ekki að Facundo Pellistri er flinkur með boltann og hann reynir mikið að taka menn á sem tekst oft hjá honum. Það var fyrrum leikmaður Manchester United, Diego Forlan, sem gaf stráknum tækifærið hjá aðlliði Penarol. Forlan hefur síðan hætt hjá félaginu. Orð Riquelme og tölfræðin frá Úrúgvæ segja okkur líka að Facundo Pellistri vill gera hlutina svolítið upp á eigin spýtur og á kannski eftir að læra það að vinna betur innan liðsins. Það verður hann að gera ef hann ætlar að fá að spila hjá Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United veðjaði í gær á átján ára leikmann frá Úrúgvæ þegar félagið keypti Facundo Pellistri frá Penarol. Það þekkja ekki margir Facundo Pellistri í Evrópu en þessu ungi strákur hefur vakið talsverða athygli í heimalandi sínu. Manchester United var tilbúið að borga níu milljónir punda fyrir hann eða meira en sextán hundruð milljónir íslenskra króna. Manchester United ákvað að klára kaupin strax en vitað var af áhuga félaga eins og Real Madrid, Juventus og Atletico Madrid. Fyrst fréttist af honum árið 2017 og félög í Evrópu hafa fylgst með honum síðan þar á meðal í leikjum í Copa Libertadores keppninni. United completed the signing of 18-year-old Facundo Pellistri late last night, just 30 mins before the deadline closed. He will go straight into the first team upon his arrival. Footage of what he can do is now doing the rounds on social media... https://t.co/32DSyUBVkr— SPORTbible (@sportbible) October 6, 2020 United er á því að þarna sé félagið búið að finna stjörnu framtíðarinnar og það er ljóst að hann hefur aldurinn með sér enda fæddur í desember 2001. Argentínska goðsögnin Juan Roman Riquelme var spurður út í leikmanninn en Juan Roman Riquelme sjálfur sagði það einu sinni að mesta eftirsjáin á hans ferli hafi verið að fara ekki til Manchester United þegar Sir Alex Ferguson vildi fá hann árið 2006. Riquelme segir að strákurinn sé góður í fótbolta. „Hann er ungur og hæfileikaríkur,“ sagði Juan Roman Riquelme sem er að vinna fyrir Boca Juniors þessa dagana. „Hann hefur ekki spilað það mikið en þú sérð að hann er sannur óþekktarormur þegar hann er með boltann við fætur sér. Það er mikilvægt, sagði Riquelme. #Boca La joya que quería Riquelme, a un paso de EuropaFacundo Pellistri, el juvenil de 18 años de Peñarol, era pretendido por el vicepresidente xeneize pero estaría muy cerca de concretar su llegada a Olympique de Lyon.https://t.co/LOo7FO39zV— TyC Sports (@TyCSports) September 29, 2020 „Það eru ekki til margir leikmenn eins og hann, það er leikmenn sem hafa hugrekkið að vera svona ósvífnir inn á vellinum. Það eru verðmæti í því, sagði Riquelme. Það leynir sér ekki að Facundo Pellistri er flinkur með boltann og hann reynir mikið að taka menn á sem tekst oft hjá honum. Það var fyrrum leikmaður Manchester United, Diego Forlan, sem gaf stráknum tækifærið hjá aðlliði Penarol. Forlan hefur síðan hætt hjá félaginu. Orð Riquelme og tölfræðin frá Úrúgvæ segja okkur líka að Facundo Pellistri vill gera hlutina svolítið upp á eigin spýtur og á kannski eftir að læra það að vinna betur innan liðsins. Það verður hann að gera ef hann ætlar að fá að spila hjá Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Sjá meira