Fjögurra marka sigur í fyrsta El Clásico kvenna Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2020 15:31 Sænska landsliðskonan Kosovare Asllani, sem var á Íslandi fyrir skömmu, í kröppum dansi gegn Barcelona sem vann Real Madrid 4-0. vísir/getty Barcelona og Real Madrid mættust í fyrsta sinn í knattspyrnu kvenna í gær og fór Barcelona með öruggan sigur af hólmi, 4-0. Sænsku landsliðskonurnar Kosovare Asllani og Sofia Jacobsson, sem mættu Íslandi í síðasta mánuði og mæta Íslandi sjálfsagt aftur í Gautaborg 27. október, léku með Real í gær. Það var hins vegar Barcelona sem hafði yfirburði í leiknum og óð í færum. Patri Guijarro skoraði fyrsta markið á 19. mínútu, næsta mark var klaufalegt sjálfsmark á 55. mínútu, og þær Lieke Martens og Alexia Putellas skoruðu svo tvö mörk til viðbótar. Mörkin má sjá hér að neðan. BON DIA! Revivim el primer #ElClásico @patri8guijarro (18 ) Misa (pp) (55 ) @liekemartens1 (66 ) alexiaps94 (75 ) pic.twitter.com/7NwyYhPbNa— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) October 5, 2020 Barcelona er eitt af stofnliðum spænsku kvennadeildarinnar frá árinu 1988. Þá naut liðið stuðnings FC Barcelona, félagsins sem er með lið í fótbolta, handbolta, körfubolta og fleiri greinum, en hefur frá árinu 2001 verið hluti af félaginu. Real Madrid leikur hins vegar núna í fyrsta sinn í fótbolta kvenna, eftir að hafa tekið yfir félagið Club Deportivo TACÓN. Leikur Real og Barcelona í gær var í fyrstu umferð nýrrar leiktíðar á Spáni. Uppgangur hefur verið í knattspyrnu kvenna á Spáni síðasta áratuginn en spænska landsliðið er í 13. sæti á heimslista FIFA og spænsk lið hafa náð góðum árangri í Meistaradeildinni á allra síðustu árum. Atlético Madrid og Barcelona mættust til að mynda í 8-liða úrslitum keppninnar í ár, og Barcelona féll úr leik í undanúrslitum með 1-0 tapi gegn Wolfsburg. Barcelona komst í úrslitaleikinn í fyrra. Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Barcelona og Real Madrid mættust í fyrsta sinn í knattspyrnu kvenna í gær og fór Barcelona með öruggan sigur af hólmi, 4-0. Sænsku landsliðskonurnar Kosovare Asllani og Sofia Jacobsson, sem mættu Íslandi í síðasta mánuði og mæta Íslandi sjálfsagt aftur í Gautaborg 27. október, léku með Real í gær. Það var hins vegar Barcelona sem hafði yfirburði í leiknum og óð í færum. Patri Guijarro skoraði fyrsta markið á 19. mínútu, næsta mark var klaufalegt sjálfsmark á 55. mínútu, og þær Lieke Martens og Alexia Putellas skoruðu svo tvö mörk til viðbótar. Mörkin má sjá hér að neðan. BON DIA! Revivim el primer #ElClásico @patri8guijarro (18 ) Misa (pp) (55 ) @liekemartens1 (66 ) alexiaps94 (75 ) pic.twitter.com/7NwyYhPbNa— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) October 5, 2020 Barcelona er eitt af stofnliðum spænsku kvennadeildarinnar frá árinu 1988. Þá naut liðið stuðnings FC Barcelona, félagsins sem er með lið í fótbolta, handbolta, körfubolta og fleiri greinum, en hefur frá árinu 2001 verið hluti af félaginu. Real Madrid leikur hins vegar núna í fyrsta sinn í fótbolta kvenna, eftir að hafa tekið yfir félagið Club Deportivo TACÓN. Leikur Real og Barcelona í gær var í fyrstu umferð nýrrar leiktíðar á Spáni. Uppgangur hefur verið í knattspyrnu kvenna á Spáni síðasta áratuginn en spænska landsliðið er í 13. sæti á heimslista FIFA og spænsk lið hafa náð góðum árangri í Meistaradeildinni á allra síðustu árum. Atlético Madrid og Barcelona mættust til að mynda í 8-liða úrslitum keppninnar í ár, og Barcelona féll úr leik í undanúrslitum með 1-0 tapi gegn Wolfsburg. Barcelona komst í úrslitaleikinn í fyrra.
Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira