Everton ætlar að láta til sín taka á síðustu klukkutímum félagsskiptagluggans en hann lokar í kvöld.
Everton hefur keypt leikmann frá Norwich og lánað annan til Paris Saint Germain.
Everton staðfesti í morgun kaupin á enska varnarmanninum Ben Godfrey frá Norwich. Everton er sagt borga 25 milljónir punda fyrir leikmanninn en sú upphæð gæti hækkað upp í 30 milljónir.
| It s good news for the Blues #WelcomeGodfrey pic.twitter.com/ZhcGTRyMXk
— Everton (@Everton) October 5, 2020
Ben Godfrey er 22 ára gamall og fyrrum fyrirliði enska 21 árs landsliðsins. Hann skrifaði undir fimm ára samning við Everton.
„Markmiðið mitt hjá Everton er að vinna titla og að vinna leiki. Ég vil vinna. Þetta skiptir mig miklu máli og ég er ástríðufullur piltur,“ sagði Ben Godfrey eins og sjá má hér fyrir neðan.
| Here to win. Here to succeed.#WelcomeGodfrey
— Everton (@Everton) October 5, 2020
Áður hafði Everton lánað ítalska framherjann Moise Kean til franska liðsins Paris Saint Germain út þetta tímabil.
Everton fékk hinn tuttugu ára gamla Moise Kean frá Juventus í ágúst 2019 en hann hefur bara skorað 4 mörk í 37 leikjum fyrir félagið. Moise Kean hefur enn fremur aðeins byrjað níu leiki í öllum keppnum.
Moise Kean skoraði fyrir Everton í sigurleikjunum á Salford City og Fleetwood Town í enska deildabikarnum á þessu tímabili.
| Moise Kean will spend the remainder of 2020/21 on loan at @PSG_inside.
— Everton (@Everton) October 4, 2020
Best of luck for the season, Moise!