Tuttugu manna samkomubann hefur tekið gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2020 06:16 Myndin er tekin á föstudagskvöldi í miðbæ Reykjavíkur í apríl, síðast þegar tuttugu manna samkomubann var í gildi. Vísir/Vilhelm Á miðnætti tóku gildi verulega hertar samkomutakmarkanir frá því sem verið hefur undanfarið. Á sama tíma tók gildi neyðarstig almannavarna. Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman og líkamsræktarstöðvum, krám, skemmti- og spilastöðum verður lokað. Gestir á sundstöðum mega að hámarki vera 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. Eins metra nándarreglan helst óbreytt en þar sem ekki er hægt að tryggja einn metra á milli fólks er skylda að nota andlitsgrímur. Til dæmis hefur Strætó sett þá skyldu að allir farþegar skuli nota andlitsgrímu frá og með deginum í dag. Tuttugu manna samkomubann var fyrst sett á vegna kórónuveirufaraldursins þann 24. mars og gilti í sex vikur eða til 4. maí. Þá voru fáar undanþágur frá tuttugu manna hámarkinu mjög fáar en nú er ýmis starfsemi undaþegin. Þar sem annars staðar gildir þó að ef ekki er hægt að halda eins metra fjarlægð er skylt að nota grímu. Undantekningar frá tuttugu manna hámarki eru eftirfarandi: Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum Dómstólar þegar þeir fara með dómsvald sitt. Viðbragðsaðilar, s.s. lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín. Fjöldatakmörk við útfarir verða 50 manns. Verslunum undir 1.000 m2 að stærð verður heimilt að hleypa 100 einstaklingum inn í sama rými á hverjum tíma og einum viðskiptavini til viðbótar fyrir hverja 10 m2 umfram 1.000 m2 en þó aldrei fleiri en 200 viðskiptavinum í allt. Sviðslistir: Heimilt verður að halda viðburði þar sem 100 manns koma saman í afmörkuðu hólfi. Sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum áhorfendum ber að nota andlitsgrímu. Í framhalds- og háskólum verður miðað við 30 manns. Keppnisíþróttir með snertingu verða leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Áhorfendur á íþróttaleikjum: Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Leik- og grunnskólar: Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar en hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, 1 metra fjarlægðarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða fjarlægðarmörk. Hér má lesa reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og hér má nálgast reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Á miðnætti tóku gildi verulega hertar samkomutakmarkanir frá því sem verið hefur undanfarið. Á sama tíma tók gildi neyðarstig almannavarna. Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman og líkamsræktarstöðvum, krám, skemmti- og spilastöðum verður lokað. Gestir á sundstöðum mega að hámarki vera 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. Eins metra nándarreglan helst óbreytt en þar sem ekki er hægt að tryggja einn metra á milli fólks er skylda að nota andlitsgrímur. Til dæmis hefur Strætó sett þá skyldu að allir farþegar skuli nota andlitsgrímu frá og með deginum í dag. Tuttugu manna samkomubann var fyrst sett á vegna kórónuveirufaraldursins þann 24. mars og gilti í sex vikur eða til 4. maí. Þá voru fáar undanþágur frá tuttugu manna hámarkinu mjög fáar en nú er ýmis starfsemi undaþegin. Þar sem annars staðar gildir þó að ef ekki er hægt að halda eins metra fjarlægð er skylt að nota grímu. Undantekningar frá tuttugu manna hámarki eru eftirfarandi: Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum Dómstólar þegar þeir fara með dómsvald sitt. Viðbragðsaðilar, s.s. lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín. Fjöldatakmörk við útfarir verða 50 manns. Verslunum undir 1.000 m2 að stærð verður heimilt að hleypa 100 einstaklingum inn í sama rými á hverjum tíma og einum viðskiptavini til viðbótar fyrir hverja 10 m2 umfram 1.000 m2 en þó aldrei fleiri en 200 viðskiptavinum í allt. Sviðslistir: Heimilt verður að halda viðburði þar sem 100 manns koma saman í afmörkuðu hólfi. Sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum áhorfendum ber að nota andlitsgrímu. Í framhalds- og háskólum verður miðað við 30 manns. Keppnisíþróttir með snertingu verða leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Áhorfendur á íþróttaleikjum: Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Leik- og grunnskólar: Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar en hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, 1 metra fjarlægðarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða fjarlægðarmörk. Hér má lesa reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og hér má nálgast reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira