Bjartsýnir á bata Trump Sylvía Hall skrifar 4. október 2020 22:30 Læknateymi Trump talar við fjölmiðla fyrir framan Walter Reed hersjúkrahúsið. AP/Jacquelyn Martin Ástand Donald Trump Bandaríkjaforseta batnar með degi hverjum að sögn lækna hans. Hann hefur fengið stera í meðferðinni eftir að súrefnismettun í blóði hans lækkaði en vonir eru bundnar við að hann geti útskrifast á morgun. Sean Conley, læknir forsetans, segir forsetann hafa fengið súrefni í að minnsta kosti eitt skipti áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið á föstudag. Þá hafi súrefnismettun mælst 94 prósent að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, en í heilbrigðri manneskju sé hún 95 prósent eða hærri. Veikindi forsetans hafa vakið mikla athygli líkt og gefur að skilja. Vangaveltur hafa verið uppi varðandi tímalínu smitsins, en forsetinn er sagður hafa greinst fyrr en hann tilkynnti. Í millitíðinni hafi hann sótt hina ýmsu viðburði þar sem ekki var notast við andlitsgrímur. Þá gætu veikindin orðið hitamál í kosningabaráttunni, en kosningar fara fram eftir um það bil mánuð. Trump fékk steralyfið dexamethasone sem hefur verið talið öflugt í baráttunni við alvarleg veikindi af völdum kórónuveirunnar. Dexamethasone eru bólgueyðandi sterar en þeir hafa ekki verið taldir hjálpa mikið á fyrstu stigum sýkingarinnar. Miðað við tímalengd sýkingar forsetans segja læknar hans ætla að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að lækna hann. „Miðað við tímalínu sjúkdómsins erum við að hámarka allt sem við getum gert fyrir hann. Við ákváðum að í þessu tilfelli væri ávinningurinn meiri en áhættan,“ sagði Conley. Donald Trump lendir við Walter Reed hersjúkrahúsið.AP/Jacquelyn Martin Conley gekkst við því að hafa gefið heldur jákvæða lýsingu á veikindum forsetans í gær. Læknateymið hafi ekki viljað veita upplýsingar sem gætu „fært þróun sjúkdómsins í ranga átt“ en það hafi komið út eins og þau væru að reyna að fela eitthvað. Brian Garibaldi, annar læknir í læknateyminu, segir forsetann nokkuð brattan. Hann sé á fótum og tilmælin séu að hann eigi að borða og drekka nóg. Enginn hiti hafi mælst frá því á föstudag en Garibaldi vildi þó ekki tjá sig um hvort skemmdir hefðu sést á lungnamyndum forsetans. Trump er þó talinn vera í áhættuhópi vegna aldurs og líkamsþyngdar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59 Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Ástand Donald Trump Bandaríkjaforseta batnar með degi hverjum að sögn lækna hans. Hann hefur fengið stera í meðferðinni eftir að súrefnismettun í blóði hans lækkaði en vonir eru bundnar við að hann geti útskrifast á morgun. Sean Conley, læknir forsetans, segir forsetann hafa fengið súrefni í að minnsta kosti eitt skipti áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið á föstudag. Þá hafi súrefnismettun mælst 94 prósent að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, en í heilbrigðri manneskju sé hún 95 prósent eða hærri. Veikindi forsetans hafa vakið mikla athygli líkt og gefur að skilja. Vangaveltur hafa verið uppi varðandi tímalínu smitsins, en forsetinn er sagður hafa greinst fyrr en hann tilkynnti. Í millitíðinni hafi hann sótt hina ýmsu viðburði þar sem ekki var notast við andlitsgrímur. Þá gætu veikindin orðið hitamál í kosningabaráttunni, en kosningar fara fram eftir um það bil mánuð. Trump fékk steralyfið dexamethasone sem hefur verið talið öflugt í baráttunni við alvarleg veikindi af völdum kórónuveirunnar. Dexamethasone eru bólgueyðandi sterar en þeir hafa ekki verið taldir hjálpa mikið á fyrstu stigum sýkingarinnar. Miðað við tímalengd sýkingar forsetans segja læknar hans ætla að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að lækna hann. „Miðað við tímalínu sjúkdómsins erum við að hámarka allt sem við getum gert fyrir hann. Við ákváðum að í þessu tilfelli væri ávinningurinn meiri en áhættan,“ sagði Conley. Donald Trump lendir við Walter Reed hersjúkrahúsið.AP/Jacquelyn Martin Conley gekkst við því að hafa gefið heldur jákvæða lýsingu á veikindum forsetans í gær. Læknateymið hafi ekki viljað veita upplýsingar sem gætu „fært þróun sjúkdómsins í ranga átt“ en það hafi komið út eins og þau væru að reyna að fela eitthvað. Brian Garibaldi, annar læknir í læknateyminu, segir forsetann nokkuð brattan. Hann sé á fótum og tilmælin séu að hann eigi að borða og drekka nóg. Enginn hiti hafi mælst frá því á föstudag en Garibaldi vildi þó ekki tjá sig um hvort skemmdir hefðu sést á lungnamyndum forsetans. Trump er þó talinn vera í áhættuhópi vegna aldurs og líkamsþyngdar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59 Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59
Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09
Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent