Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2020 10:14 Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dublin þann 9. febrúar í fyrra. Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi (áskriftarvefur). Þar segir að íslenskur maður, sem sé í haldi lögreglunnar hér á landi, hafi veitt lögreglunni þessar upplýsingar. Jón hvarf þann 9. febrúar í fyrra. Síðast sást hann í hverfinu Whitehall í norðurhluta Dublin, á gangi frá hótelinu sem hann og kærasta hans gistu á. Hann var þar til að spila póker og yfirgaf hótelið án vegabréf eða annarra skilríkja. Hann hefur ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Samkvæmt frétt Independent, hefur lögreglunni hér á landi verið tilkynnt að Jón tók þátt í ólöglegum póker kvöldið áður en hann hvarf og á hann að hafa tapað rúmlega fjögur þúsund evrum sem voru í eigu íslensks glæpamanns. Sá er sagður hafa myrt Jón í slysni þegar hann reiddist vegna peninganna. Þessi umræddi glæpamaður, sem sagður er hafa banað Jóni, er sagður búa á Íslandi. Peningana átti að nota til að fjármagna aðra pókerspilara en í frétt írska miðilsins segir að Jón hafi reynt að hætta þegar hann byrjaði að tapa en honum hafi verið meinað það. Aðrir spilarar hafi jafnvel beitt hann ofbeldi. Þar segir enn fremur að morguninn eftir hafi Jón rifist við kærustu sína, áður en hann yfirgaf hótelið. Annar íslenskur maður, sem sagður er sitja í fangelsi fyrir þjófnað, muna hafa sett sig í sambandi við fjölskyldu Jóns og veitt þeim þessar upplýsingar. Þær eru sagðar til rannsóknar hjá lögreglunni á Íslandi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að verið sé að skoða ýmsa þætti og atriði sem tengjast rannsókninni. Þá sé lögreglan í sambandi við Íra sem fara með rannsókn á málinu. Haft var samband við fjölskyldu Jóns og kusu þau að tjá sig ekki. Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Sjá meira
Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi (áskriftarvefur). Þar segir að íslenskur maður, sem sé í haldi lögreglunnar hér á landi, hafi veitt lögreglunni þessar upplýsingar. Jón hvarf þann 9. febrúar í fyrra. Síðast sást hann í hverfinu Whitehall í norðurhluta Dublin, á gangi frá hótelinu sem hann og kærasta hans gistu á. Hann var þar til að spila póker og yfirgaf hótelið án vegabréf eða annarra skilríkja. Hann hefur ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Samkvæmt frétt Independent, hefur lögreglunni hér á landi verið tilkynnt að Jón tók þátt í ólöglegum póker kvöldið áður en hann hvarf og á hann að hafa tapað rúmlega fjögur þúsund evrum sem voru í eigu íslensks glæpamanns. Sá er sagður hafa myrt Jón í slysni þegar hann reiddist vegna peninganna. Þessi umræddi glæpamaður, sem sagður er hafa banað Jóni, er sagður búa á Íslandi. Peningana átti að nota til að fjármagna aðra pókerspilara en í frétt írska miðilsins segir að Jón hafi reynt að hætta þegar hann byrjaði að tapa en honum hafi verið meinað það. Aðrir spilarar hafi jafnvel beitt hann ofbeldi. Þar segir enn fremur að morguninn eftir hafi Jón rifist við kærustu sína, áður en hann yfirgaf hótelið. Annar íslenskur maður, sem sagður er sitja í fangelsi fyrir þjófnað, muna hafa sett sig í sambandi við fjölskyldu Jóns og veitt þeim þessar upplýsingar. Þær eru sagðar til rannsóknar hjá lögreglunni á Íslandi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að verið sé að skoða ýmsa þætti og atriði sem tengjast rannsókninni. Þá sé lögreglan í sambandi við Íra sem fara með rannsókn á málinu. Haft var samband við fjölskyldu Jóns og kusu þau að tjá sig ekki.
Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Sjá meira
Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05