Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. október 2020 10:00 Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar. Vísir/Vilhelm Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar byrjar daginn á samningaviðræðum við yngstu dóttur sína um fataval dagsins. Verandi þriggja dætra faðir er hann þó ýmsu vanur. Í skipulagi leggur hann áherslu á að hver og einn starfsmaður upplifi sig sem hluta af liðsheildinni þar sem bæði traust og líðan fólks skiptir máli. Flestar helgar dvelur fjölskyldan á Sólheimum. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er morgunmaður vakna alla jafna fyrir klukkan sjö á morgnanna hvort heldur sem er á virkum dögum eða um helgar, læðist þá gjarnan fram ásamt skugganum mína, hundinum Bósa, til að leyfa frúnni að sofa örlítið lengur.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgunverkin á virkum dögum eru nokkuð stöðluð. Bósi er viðraður með stuttum göngutúr og í kjölfarið er yngsta dóttirin ræst með tilheyrandi samningaviðræðum um hverju skal klæðast þann daginn. Verandi faðir þriggja stúlkna á aldrinum tíu til tuttugu og þriggja ára leikur taglið og fléttan í höndum stelpupabbans sem gjarnan er það síðasta sem flokkast undir morgunverk mín og eiginkonan tekur við stjórninni. Helgarnar eru einnig nokkuð staðlaðar. Sem stjórnarformaður Sólheima frá árinu 2017, hef ég mikinn metnað fyrir starfseminni þar, þróun og uppbyggingu. Við fjölskyldan dveljum þar flestar helgar og leggjum okkar af mörkum til þess samfélags.“ Í Kringlunni er í ýmsu að snúast í kjölfar Covid en um helgar dvelur fjölskyldan oftast á Sólheimum segir Sigurjón Örn.Vísir/Vilhelm Telur þú að verslun muni breytast mikið í kjölfar Covid? „Áhrif Covid á íslenska verslun hefur leitt til þess að Íslendingar versla meira heima af augljósum ástæðum. Kannanir okkar sýna mikinn samdrátt í verslun erlendis og sú verslun er ekki að færast yfir á netið nema í mjög takmörkuðu mæli. Upplifun landans hefur án efa leitt mörgum það fyrir sjónir að íslensk verslun er mjög vel samkeppnishæf við verslun í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það mun án efa leiða til þess að fólk mun í aukni mæli halda áfram þeim upptekna hætti. Stafræn vöruleit Kringlunnar á netinu sem gangsett var fyrir rúmu ári, sýndi það svo um munaði að hún vann mjög með verslunum Kringlunnar þegar lokanir af völdum Covid voru hvað verstar í vor. Heimsóknir á Kringlan.is jukust um hundruði prósenta og fjöldi starfsmanna Kringlunnar sinntu heimkeyrslu á vörum verslana í húsinu.Það hefur svo leitt til þess að verslanir hafa margar hverjar haldið áfram að bjóða upp á þann kost að senda vörur heims til viðskiptavina sem verslaðar eru í gegnum vöruleit Kringlunnar.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Auk þeirra verkefna sem Covid færir manni þessa dagana eru við hjá Kringlunni á fullu við að undirbúa, útfæra og framkvæma lengri opnun veitingastaða á matartorgi Kringlunnar. Frá og með 1. október verða veitingarstaðir opnir til klukkan 20 á kvöldin þó svo að húsið loki almennt klukkan 18:30. Skipulögð dagskrá verður á torginu á milli klukkan 18 og 20 og sem dæmi um skemmtilegheit á torginu verður í kvöld og annað kvöld boðið upp á bingó, lukkuhjól og fleira skemmtilegt fyrir matargesti.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Starfsfólk og líðan þess skiptir mig miklu máli.Því legg ég upp úr að starfsmannahópurinn sameinist um markmið félagsins og að mannauður sé virkjaður á þann hátt að allir upplifi að kraftar þess og hæfileikar fái notið sín og því treyst fyrir verkefnum sínum. Skipulag mitt í vinnu lítur að því að búa til þessa umgjörð svo hægt sé að ná fram skilgreindum markmiðum. Í ár var Kringlan fyrirtæki ársins í könnun VR sem við erum mjög stolt af.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það heyrir til undantekningar að ég sé ekki kominn inn í draumaheiminn klukkan ellefu.“ Kaffispjallið Verslun Stjórnun Viðtal Kringlan Tengdar fréttir 120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00 Rómarveldi til forna og samningaviðræður við eiginkonuna um ketti Gestur kaffispjallsins þessa helgina er alltaf á hlaupum og mikill kattakarl: Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo. 19. september 2020 10:00 Heimabökuð pizza húsbóndans vinsæl og fjármögnun fyrirtækisins framundan Gestur kaffispjallsins þessa helgina er Kolbrún Hrafnkelsdóttir stofnandi Florealis. 12. september 2020 10:00 Frúin færir honum kaffi í rúmið, fangelsisflótti og fornmunir í pýramídum Ólafur Þór Jóelsson framkvæmdastjóri Skemmtisvæðis Smárabíós er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. september 2020 10:00 „Að miðaldra yfir okkur“ í golfi og eiginmaðurinn færir frúnni kaffi í rúmið Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 29. ágúst 2020 10:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar byrjar daginn á samningaviðræðum við yngstu dóttur sína um fataval dagsins. Verandi þriggja dætra faðir er hann þó ýmsu vanur. Í skipulagi leggur hann áherslu á að hver og einn starfsmaður upplifi sig sem hluta af liðsheildinni þar sem bæði traust og líðan fólks skiptir máli. Flestar helgar dvelur fjölskyldan á Sólheimum. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er morgunmaður vakna alla jafna fyrir klukkan sjö á morgnanna hvort heldur sem er á virkum dögum eða um helgar, læðist þá gjarnan fram ásamt skugganum mína, hundinum Bósa, til að leyfa frúnni að sofa örlítið lengur.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgunverkin á virkum dögum eru nokkuð stöðluð. Bósi er viðraður með stuttum göngutúr og í kjölfarið er yngsta dóttirin ræst með tilheyrandi samningaviðræðum um hverju skal klæðast þann daginn. Verandi faðir þriggja stúlkna á aldrinum tíu til tuttugu og þriggja ára leikur taglið og fléttan í höndum stelpupabbans sem gjarnan er það síðasta sem flokkast undir morgunverk mín og eiginkonan tekur við stjórninni. Helgarnar eru einnig nokkuð staðlaðar. Sem stjórnarformaður Sólheima frá árinu 2017, hef ég mikinn metnað fyrir starfseminni þar, þróun og uppbyggingu. Við fjölskyldan dveljum þar flestar helgar og leggjum okkar af mörkum til þess samfélags.“ Í Kringlunni er í ýmsu að snúast í kjölfar Covid en um helgar dvelur fjölskyldan oftast á Sólheimum segir Sigurjón Örn.Vísir/Vilhelm Telur þú að verslun muni breytast mikið í kjölfar Covid? „Áhrif Covid á íslenska verslun hefur leitt til þess að Íslendingar versla meira heima af augljósum ástæðum. Kannanir okkar sýna mikinn samdrátt í verslun erlendis og sú verslun er ekki að færast yfir á netið nema í mjög takmörkuðu mæli. Upplifun landans hefur án efa leitt mörgum það fyrir sjónir að íslensk verslun er mjög vel samkeppnishæf við verslun í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Það mun án efa leiða til þess að fólk mun í aukni mæli halda áfram þeim upptekna hætti. Stafræn vöruleit Kringlunnar á netinu sem gangsett var fyrir rúmu ári, sýndi það svo um munaði að hún vann mjög með verslunum Kringlunnar þegar lokanir af völdum Covid voru hvað verstar í vor. Heimsóknir á Kringlan.is jukust um hundruði prósenta og fjöldi starfsmanna Kringlunnar sinntu heimkeyrslu á vörum verslana í húsinu.Það hefur svo leitt til þess að verslanir hafa margar hverjar haldið áfram að bjóða upp á þann kost að senda vörur heims til viðskiptavina sem verslaðar eru í gegnum vöruleit Kringlunnar.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Auk þeirra verkefna sem Covid færir manni þessa dagana eru við hjá Kringlunni á fullu við að undirbúa, útfæra og framkvæma lengri opnun veitingastaða á matartorgi Kringlunnar. Frá og með 1. október verða veitingarstaðir opnir til klukkan 20 á kvöldin þó svo að húsið loki almennt klukkan 18:30. Skipulögð dagskrá verður á torginu á milli klukkan 18 og 20 og sem dæmi um skemmtilegheit á torginu verður í kvöld og annað kvöld boðið upp á bingó, lukkuhjól og fleira skemmtilegt fyrir matargesti.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Starfsfólk og líðan þess skiptir mig miklu máli.Því legg ég upp úr að starfsmannahópurinn sameinist um markmið félagsins og að mannauður sé virkjaður á þann hátt að allir upplifi að kraftar þess og hæfileikar fái notið sín og því treyst fyrir verkefnum sínum. Skipulag mitt í vinnu lítur að því að búa til þessa umgjörð svo hægt sé að ná fram skilgreindum markmiðum. Í ár var Kringlan fyrirtæki ársins í könnun VR sem við erum mjög stolt af.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það heyrir til undantekningar að ég sé ekki kominn inn í draumaheiminn klukkan ellefu.“
Kaffispjallið Verslun Stjórnun Viðtal Kringlan Tengdar fréttir 120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00 Rómarveldi til forna og samningaviðræður við eiginkonuna um ketti Gestur kaffispjallsins þessa helgina er alltaf á hlaupum og mikill kattakarl: Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo. 19. september 2020 10:00 Heimabökuð pizza húsbóndans vinsæl og fjármögnun fyrirtækisins framundan Gestur kaffispjallsins þessa helgina er Kolbrún Hrafnkelsdóttir stofnandi Florealis. 12. september 2020 10:00 Frúin færir honum kaffi í rúmið, fangelsisflótti og fornmunir í pýramídum Ólafur Þór Jóelsson framkvæmdastjóri Skemmtisvæðis Smárabíós er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. september 2020 10:00 „Að miðaldra yfir okkur“ í golfi og eiginmaðurinn færir frúnni kaffi í rúmið Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 29. ágúst 2020 10:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
120 fjallstoppar, Landvættir og fjögur börn á sjö árum Lífið er í Outlook segir viðmælandi kaffispjallsins þessa helgina, Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri Distica. 26. september 2020 10:00
Rómarveldi til forna og samningaviðræður við eiginkonuna um ketti Gestur kaffispjallsins þessa helgina er alltaf á hlaupum og mikill kattakarl: Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Origo. 19. september 2020 10:00
Heimabökuð pizza húsbóndans vinsæl og fjármögnun fyrirtækisins framundan Gestur kaffispjallsins þessa helgina er Kolbrún Hrafnkelsdóttir stofnandi Florealis. 12. september 2020 10:00
Frúin færir honum kaffi í rúmið, fangelsisflótti og fornmunir í pýramídum Ólafur Þór Jóelsson framkvæmdastjóri Skemmtisvæðis Smárabíós er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 5. september 2020 10:00
„Að miðaldra yfir okkur“ í golfi og eiginmaðurinn færir frúnni kaffi í rúmið Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Lyfju er gestur kaffispjallsins þessa helgina. 29. ágúst 2020 10:00