Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 23:31 Bóluefnið sem Johnson & Johnson er með í þróun er aðeins gefið í einum skammti. AP/Cheryl Gerber/Johnson & Johnson Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Þetta segja vísindamenn sem unnið hafa að einu slíku bóluefni. Um 200 bóluefni gegn veirunni eru nú í þróun og átta þeirra á lokastigi prófana og er jafnan talað um bóluefni sem lausn allra vandamála sem faraldrinum hafa fylgt. Í skýrslu, sem fjöldi vísindamanna á vegum Royal Society vann, segir að horfa þurfi á áhrif bóluefnis og hvenær þau komi fram á raunsæjan hátt. Aflétta þurfi takmörkunum hægt og rólega, þar sem það gæti tekið allt að ár að dreifa bóluefninu til allra hópa samfélagsins. Fiona Culley, læknir við bresku hjarta- og lungnastofnunina við Imperial háskólann í Lundúnum segir að þó að vonir séu um að bóluefni muni vinna bug á faraldrinum sé þróun slíks efnis hverful og margar hindranir geti verið framundan. Fram kemur í skýrslu Royal Society að þó svo að bóluefni sem virkaði kæmi á markað á þessu ári tæki það marga mánuði að bólusetja alla hópa samfélagsins. „Við erum að taka um sex mánuði, níu mánuði… ár,“ sagði Nilay Shah, prófessor við efnaverkfræðideild Imperial háskólans í Lundúnum. Þá séu sum bóluefnin sem eru í þróun af gerð RNA bóluefna og hafa slík bóluefni aldrei verið fjöldaframleidd áður. Þá hafa spurningar vaknað um hráefni bæði bóluefnisins sjálfs og hvernig eigi að geyma það, hvernig geymslupláss fyrir bóluefni ríki eru búin, þar sem geyma þarf bóluefni við áttatíu gráðu frost. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Kína segist hafa fengið grænt ljós fyrir bóluefni í sumar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. 25. september 2020 10:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Þetta segja vísindamenn sem unnið hafa að einu slíku bóluefni. Um 200 bóluefni gegn veirunni eru nú í þróun og átta þeirra á lokastigi prófana og er jafnan talað um bóluefni sem lausn allra vandamála sem faraldrinum hafa fylgt. Í skýrslu, sem fjöldi vísindamanna á vegum Royal Society vann, segir að horfa þurfi á áhrif bóluefnis og hvenær þau komi fram á raunsæjan hátt. Aflétta þurfi takmörkunum hægt og rólega, þar sem það gæti tekið allt að ár að dreifa bóluefninu til allra hópa samfélagsins. Fiona Culley, læknir við bresku hjarta- og lungnastofnunina við Imperial háskólann í Lundúnum segir að þó að vonir séu um að bóluefni muni vinna bug á faraldrinum sé þróun slíks efnis hverful og margar hindranir geti verið framundan. Fram kemur í skýrslu Royal Society að þó svo að bóluefni sem virkaði kæmi á markað á þessu ári tæki það marga mánuði að bólusetja alla hópa samfélagsins. „Við erum að taka um sex mánuði, níu mánuði… ár,“ sagði Nilay Shah, prófessor við efnaverkfræðideild Imperial háskólans í Lundúnum. Þá séu sum bóluefnin sem eru í þróun af gerð RNA bóluefna og hafa slík bóluefni aldrei verið fjöldaframleidd áður. Þá hafa spurningar vaknað um hráefni bæði bóluefnisins sjálfs og hvernig eigi að geyma það, hvernig geymslupláss fyrir bóluefni ríki eru búin, þar sem geyma þarf bóluefni við áttatíu gráðu frost.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35 Kína segist hafa fengið grænt ljós fyrir bóluefni í sumar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. 25. september 2020 10:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52
Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. 25. september 2020 22:35
Kína segist hafa fengið grænt ljós fyrir bóluefni í sumar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. 25. september 2020 10:30