Elsti Íslendingurinn safnaði birkifræjum og fékk sér ís Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. október 2020 22:01 Dóra og Andrea Lind, ásamt Kristni H. Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs og afi Andreu og Áskell Þórisson, sonur Dóru. Vísir/Magnús Hlynur Það er fátt eða ekkert sem stoppar elsta Íslendinginn, hina 108 ára gömlu Dóru Ólafsdóttur, til að ganga til verka. Dóra skellti sér í gær af hjúkrunarheimilinu sínu í Reykjavík í ísbíltúr með syni sínum í Hveragerði. Þar notaði hún tækifærið til að safna birkifræjum. Dóra sem er fædd 6. júlí 1912 fékk son sinn til að fara með sig í Hveragerði í gær. Efst á óskalistanum var ís og að safna birkifræjum við lystigarðinn. Dóra er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd í Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi. Andrea Lind Ívarsdóttir, átta ára nemandi í Ísaksskóla, mætti með Dóru í Hveragerði til að tína birkifræið. Heild öld skilur þær að í aldri. „Mér finnst að ungir og gamlir eigi að vera í því að safna birkifræi og lífga upp á landið. Ég stend í fæturna með fólkinu sem er að tína. Þetta er það sem ég hef áhuga á, til að bjarga landi og þjóð,“ segir Dóra. Hún bætir við að hún þurfi ekki að kvarta verandi 108 ára því hún hafi það mjög gott. „Ég þekki ekki það að verða að gefast upp við eitthvað. Maður verður að standa sig vel. Ég þakka háum aldri að hafa lifað heilbrigðu lífi með góðu fólki,“ segir Dóra. Dóra kom við hjá Kjörís í Hveragerði þar sem Valdimar Hafsteinsson, forstjóri fyrirtækisins bauð henni upp á ís en henni hefur alltaf þótt ís mjög góður.Vísir/Magnús Hlynur Andreu Lind fannst mikill heiður að fá að tína birkifræ með elsta Íslendingnum. En hvað á svo að gera við fræin? „Sá þeim og rækta þau, þá verða til falleg tré,“ segir Andrea Lind. Dóra hafði þetta að segja að lokum. „Enn og aftur segi ég takk fyrir mig og bið alla að fara nú út og tína fræ og dreifa þessu vel svo að landið náið sér.“ Hveragerði Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Grýtubakkahreppur Langlífi Tengdar fréttir Allir geta aðstoðað við að breiða út birkiskógana á ný Landsátak í söfnun og dreifingu birkifræs er formlega hafið. Markmiðið er meðal annars að binda jarðveg á rýru landi, og stöðva kolefnislosun. 20. september 2020 10:46 Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega Erla Björg Arnardóttir, sem er með fyrirtækið Grænna land á Flúðum gefur Landgræðslunni á hverju ári mikið magn af birkifræjum. 10. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Það er fátt eða ekkert sem stoppar elsta Íslendinginn, hina 108 ára gömlu Dóru Ólafsdóttur, til að ganga til verka. Dóra skellti sér í gær af hjúkrunarheimilinu sínu í Reykjavík í ísbíltúr með syni sínum í Hveragerði. Þar notaði hún tækifærið til að safna birkifræjum. Dóra sem er fædd 6. júlí 1912 fékk son sinn til að fara með sig í Hveragerði í gær. Efst á óskalistanum var ís og að safna birkifræjum við lystigarðinn. Dóra er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd í Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi. Andrea Lind Ívarsdóttir, átta ára nemandi í Ísaksskóla, mætti með Dóru í Hveragerði til að tína birkifræið. Heild öld skilur þær að í aldri. „Mér finnst að ungir og gamlir eigi að vera í því að safna birkifræi og lífga upp á landið. Ég stend í fæturna með fólkinu sem er að tína. Þetta er það sem ég hef áhuga á, til að bjarga landi og þjóð,“ segir Dóra. Hún bætir við að hún þurfi ekki að kvarta verandi 108 ára því hún hafi það mjög gott. „Ég þekki ekki það að verða að gefast upp við eitthvað. Maður verður að standa sig vel. Ég þakka háum aldri að hafa lifað heilbrigðu lífi með góðu fólki,“ segir Dóra. Dóra kom við hjá Kjörís í Hveragerði þar sem Valdimar Hafsteinsson, forstjóri fyrirtækisins bauð henni upp á ís en henni hefur alltaf þótt ís mjög góður.Vísir/Magnús Hlynur Andreu Lind fannst mikill heiður að fá að tína birkifræ með elsta Íslendingnum. En hvað á svo að gera við fræin? „Sá þeim og rækta þau, þá verða til falleg tré,“ segir Andrea Lind. Dóra hafði þetta að segja að lokum. „Enn og aftur segi ég takk fyrir mig og bið alla að fara nú út og tína fræ og dreifa þessu vel svo að landið náið sér.“
Hveragerði Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Grýtubakkahreppur Langlífi Tengdar fréttir Allir geta aðstoðað við að breiða út birkiskógana á ný Landsátak í söfnun og dreifingu birkifræs er formlega hafið. Markmiðið er meðal annars að binda jarðveg á rýru landi, og stöðva kolefnislosun. 20. september 2020 10:46 Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega Erla Björg Arnardóttir, sem er með fyrirtækið Grænna land á Flúðum gefur Landgræðslunni á hverju ári mikið magn af birkifræjum. 10. nóvember 2019 19:15 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Allir geta aðstoðað við að breiða út birkiskógana á ný Landsátak í söfnun og dreifingu birkifræs er formlega hafið. Markmiðið er meðal annars að binda jarðveg á rýru landi, og stöðva kolefnislosun. 20. september 2020 10:46
Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega Erla Björg Arnardóttir, sem er með fyrirtækið Grænna land á Flúðum gefur Landgræðslunni á hverju ári mikið magn af birkifræjum. 10. nóvember 2019 19:15