Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2020 07:56 Máni Atlason er framkvæmdastjóri GAMMA. Hann tók við því starfi fyrir ári síðan þegar Valdimar Ármann hætti sem forstjóri félagsins. Vísir/Egill Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. Kaupaukarnir voru samþykktir haustið 2018 og í byrjun árs 2019 en ekki var búið að greiða þá út. Þá hefur stjórn GAMMA krafist þess að Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóri GAMMA, og Ingvi Hrafn Óskarsson, fyrrverandi sjóðstjóri hjá félaginu, endurgreiði GAMMA samtals um tólf milljónir króna vegna kaupauka sem þeir fengu greidda á árunum 2018 og 2019. Frá þessu er greint í Markaðnum í dag og haft eftir heimildum. Í frétt blaðsins kemur fram að fyrrverandi starfsmönnunum hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun í síðustu viku. Kaupaukagreiðslurnar komu til vegna góðrar afkomu GAMMA 2017 og 2018. Í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins var hins vegar greiðslu 40 prósenta kaupaukans frestað um þrjú ár og nam því uppsöfnuð skuldbinding félagsins vegna bónusanna um 33 milljónum króna í árslok 2019. Afkoma GAMMA hefur hins vegar ekki verið góð síðustu misseri; samanlagt tap síðustu átján mánaða nemur 500 milljónum króna. Því var það mat stjórnar, að því er segir í frétt Markaðarins, að ekki væri rétt að standa við greiðslurnar þar sem afkoman hefði reynst lakari en áætlanir þáverandi stjórnenda gerðu ráð fyrir. Á meðal þeirra fyrrverandi starfsmanna sem munu ekki fá bónusana sína greidda að fullu eru Jónmundur Guðmarsson og Agnar Tómas Möller sem í dag starfa hjá Kviku eignastýringu. Ákvörðun stjórnar GAMMA að krefjast síðan endurgreiðslu frá þeim Valdimar og Ingva Hrafni tengist svo slæmri stöðu Novus-sjóðsins. Upplýst var um það fyrir ári síðan að eignir Upphafs, fasteignafélags í eigu Novus, hefðu verið stórlega ofmetnar. Virði félagsins var því úr 5,2 milljörðum króna í 40 milljónir og töpuðu sjóðfélagar því háum fjárhæðum. Ingvi Hrafn var sjóðstjóri Novus en hann hætti eftir að bág fjárhagsstaða sjóðsins kom í ljós. GAMMA Tengdar fréttir Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leiti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. 24. mars 2020 21:50 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. Kaupaukarnir voru samþykktir haustið 2018 og í byrjun árs 2019 en ekki var búið að greiða þá út. Þá hefur stjórn GAMMA krafist þess að Valdimar Ármann, fyrrverandi forstjóri GAMMA, og Ingvi Hrafn Óskarsson, fyrrverandi sjóðstjóri hjá félaginu, endurgreiði GAMMA samtals um tólf milljónir króna vegna kaupauka sem þeir fengu greidda á árunum 2018 og 2019. Frá þessu er greint í Markaðnum í dag og haft eftir heimildum. Í frétt blaðsins kemur fram að fyrrverandi starfsmönnunum hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun í síðustu viku. Kaupaukagreiðslurnar komu til vegna góðrar afkomu GAMMA 2017 og 2018. Í samræmi við reglur Fjármálaeftirlitsins var hins vegar greiðslu 40 prósenta kaupaukans frestað um þrjú ár og nam því uppsöfnuð skuldbinding félagsins vegna bónusanna um 33 milljónum króna í árslok 2019. Afkoma GAMMA hefur hins vegar ekki verið góð síðustu misseri; samanlagt tap síðustu átján mánaða nemur 500 milljónum króna. Því var það mat stjórnar, að því er segir í frétt Markaðarins, að ekki væri rétt að standa við greiðslurnar þar sem afkoman hefði reynst lakari en áætlanir þáverandi stjórnenda gerðu ráð fyrir. Á meðal þeirra fyrrverandi starfsmanna sem munu ekki fá bónusana sína greidda að fullu eru Jónmundur Guðmarsson og Agnar Tómas Möller sem í dag starfa hjá Kviku eignastýringu. Ákvörðun stjórnar GAMMA að krefjast síðan endurgreiðslu frá þeim Valdimar og Ingva Hrafni tengist svo slæmri stöðu Novus-sjóðsins. Upplýst var um það fyrir ári síðan að eignir Upphafs, fasteignafélags í eigu Novus, hefðu verið stórlega ofmetnar. Virði félagsins var því úr 5,2 milljörðum króna í 40 milljónir og töpuðu sjóðfélagar því háum fjárhæðum. Ingvi Hrafn var sjóðstjóri Novus en hann hætti eftir að bág fjárhagsstaða sjóðsins kom í ljós.
GAMMA Tengdar fréttir Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leiti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. 24. mars 2020 21:50 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Greiðslur verktaka til lykilsstarfsmanns GAMMA tilkynntar til lögreglu Verktakafyrirtæki greiddi lykilstarfsmanni GAMMA tugmilljónir króna um svipað leiti og virði fasteignasjóðsins lækkaði verulega. Núverandi eigendur sjóðsins hafa tilkynnt málið til héraðssaksóknara. 24. mars 2020 21:50
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun