Of ungur til að vera kosinn maður leiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2020 14:31 Anssumane Fati fagnar öðru marka sinna fyrir Barcelona í gær. Getty/ Pedro Salado Gengið var framhjá hinum sautján ára gamla Ansu Fati þegar var valinn maður leiksins í fyrsta deildarleik Barcelona undir stjórn Ronald Koeman en það var ekki fótboltaástæður sem voru að baki þeirri ákvörðun. Ansu Fati átti stórleik með Barcelona í gær þegar liðið lék sinn fyrsta keppnisleik undir stjórn Hollendingsins Ronald Koeman. Það var búið að ganga mikið á hjá Barcelona eftir að Ronald Koeman tók við og hann hefur hreinsað til af hörku. Barcelona tókst hins vegar að þvinga Lionel Messi til að spila lokatímabilið á samningi sínum. Lionel Messi var í framlínu Barcelona í gær við hlið Ansu Fati og fyrir aftan þá voru síðan þeir Philippe Coutinho og Antoine Griezmann. Það var hins vegar hinn sautján ára gamli Ansu Fati sem stal sviðsljósinu af hinum stórstjörnum liðsins. Ansu Fati skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og fiskaði síðan vítaspyrnu sem Lionel Messi skoraði úr. Allt gerði strákurinn þetta á fyrstu 35 mínútum leiksins og það voru fáir í vafa um að hann væri maður leiksins. Svo fór þó ekki. Fati deserved the award after his stunning 2-goal display, but he was the only player who actually couldn't win it. Instead, Jordi Alba was handed the award. https://t.co/S103bZTgxs— SPORTbible (@sportbible) September 28, 2020 Ansu Fati hefur verið duglegur að slá alls konar aldursmet á síðustu mánuðum og þar á meðal hjá spænska landsliðinu. Hann hefur allt til þess að bera til að verða stórstjarna en hann bara ekki ennþá nógu gamall til að fá verðlaun sem maður leiksins hjá Börsungum. Verðlaunin fyrir mann leiksins í gær fóru til bakvarðarins Jordi Alba en ekki til Ansu Fati. Twitter síðan Spanish Football News segir ástæðuna hafa verið aldur leikmannsins. Ansu verður ekki átján ára fyrr en í lok október og er ekki nógu gamall til að drekka áfengi. Styrktaraðili verðlaunanna er nefnilega bjórframleiðandinn Budweiser og þar er krafa um að maður leiksins geti haldið upp á verðlaunin með því að fá sér sopa. Miðað við byrjunina á tímabilinu þá fær Ansu Fati örugglega fleiri tækifæri til að vinna þessi verðlaun þegar hann er búinn að halda upp á átján ára afmælið. Liðsfélagar hans hjá Barcelona vilja líka passa upp á strákinn. Sergio Busquets talaði um það eftir leik að blaðamenn og aðrir yrðu að passa sig að láta ekki of mikið með hann en um leið viðurkenndi Busquets að þarna sé mikið hæfileikabúnt á ferðinni. Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Gengið var framhjá hinum sautján ára gamla Ansu Fati þegar var valinn maður leiksins í fyrsta deildarleik Barcelona undir stjórn Ronald Koeman en það var ekki fótboltaástæður sem voru að baki þeirri ákvörðun. Ansu Fati átti stórleik með Barcelona í gær þegar liðið lék sinn fyrsta keppnisleik undir stjórn Hollendingsins Ronald Koeman. Það var búið að ganga mikið á hjá Barcelona eftir að Ronald Koeman tók við og hann hefur hreinsað til af hörku. Barcelona tókst hins vegar að þvinga Lionel Messi til að spila lokatímabilið á samningi sínum. Lionel Messi var í framlínu Barcelona í gær við hlið Ansu Fati og fyrir aftan þá voru síðan þeir Philippe Coutinho og Antoine Griezmann. Það var hins vegar hinn sautján ára gamli Ansu Fati sem stal sviðsljósinu af hinum stórstjörnum liðsins. Ansu Fati skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og fiskaði síðan vítaspyrnu sem Lionel Messi skoraði úr. Allt gerði strákurinn þetta á fyrstu 35 mínútum leiksins og það voru fáir í vafa um að hann væri maður leiksins. Svo fór þó ekki. Fati deserved the award after his stunning 2-goal display, but he was the only player who actually couldn't win it. Instead, Jordi Alba was handed the award. https://t.co/S103bZTgxs— SPORTbible (@sportbible) September 28, 2020 Ansu Fati hefur verið duglegur að slá alls konar aldursmet á síðustu mánuðum og þar á meðal hjá spænska landsliðinu. Hann hefur allt til þess að bera til að verða stórstjarna en hann bara ekki ennþá nógu gamall til að fá verðlaun sem maður leiksins hjá Börsungum. Verðlaunin fyrir mann leiksins í gær fóru til bakvarðarins Jordi Alba en ekki til Ansu Fati. Twitter síðan Spanish Football News segir ástæðuna hafa verið aldur leikmannsins. Ansu verður ekki átján ára fyrr en í lok október og er ekki nógu gamall til að drekka áfengi. Styrktaraðili verðlaunanna er nefnilega bjórframleiðandinn Budweiser og þar er krafa um að maður leiksins geti haldið upp á verðlaunin með því að fá sér sopa. Miðað við byrjunina á tímabilinu þá fær Ansu Fati örugglega fleiri tækifæri til að vinna þessi verðlaun þegar hann er búinn að halda upp á átján ára afmælið. Liðsfélagar hans hjá Barcelona vilja líka passa upp á strákinn. Sergio Busquets talaði um það eftir leik að blaðamenn og aðrir yrðu að passa sig að láta ekki of mikið með hann en um leið viðurkenndi Busquets að þarna sé mikið hæfileikabúnt á ferðinni.
Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira