Diego Costa: Annar okkar bítur og hinn sparkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2020 10:30 Luis Suarez kemur inn á fyrir Diego Costa í leiknum á Wanda Metropolitano leikvanginum í gær. Atletico Madrid vann 6-1 sigur á Granada og voru þeir báðir á skotskónum. EPA-EFE/RODRIGO JIMENEZ Diego Costa grínaðist með samstarf sitt og nýja liðsfélagans Luis Suarez en það er óhætt að segja að sá síðarnefndi hafi byrjað vel með Atletico Madrid um helgina. Costa er ánægður með nýja samherjann sinn og það er erfitt að vera annað eftir að Suarez skoraði tvö og lagði upp eitt í sínum fyrsta leik með Atletico Madrid.Þþað án þess að vera í byrjunarliðinu. Costa og Suarez spiluðu reyndar ekki hlið við hlið í leiknum því Suarez kom inn á fyrir Costa á 71. mínútu. Costa hafði skorað fyrsta mark Atletico Madrid og staðan var 3-0 þegar Úrúgvæmaðurinn kom inn í leikinn. Suarez var búinn að leggja upp mark fyrir Marcos Llorente eftir aðeins eina mínútu og skoraði síðan tvö síðustu mörk Atletico Madrid í leiknum. 'It's really good, one of us bites and the other kicks' Atletico Madrid are going to be so much fun this season Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 28. september 2020 Diego Costa og Luis Suarez hafa oft verið í hlutverki slæmu strákanna í gegnum tíðina enda hefur skapið oft komið þeim í vandræði. Það efast enginn um hæfileikana en keppnisskapið hefur oft fengið þá til að ganga alltof langt. Costa grínaðist aðeins með þá staðreynd þegar hann var spurður út í nýja samstarfið með Suarez. Svarið hefði komið mikið á óvart ef að það hefði komið frá einhverjum öðrum. „Samstarfið gengur mjög vel. Annar okkar bítur og hinn sparkar,“ svaraði Costa í léttum tón. Þessi húmor hans féll vel í kramið hjá netverjum og líklegast rétta leið til að létta á umræðunni um vandræðalegustu atvikin á ferli þeirra beggja. Þeir fengu ekki að spila hlið við hlið í fyrsta leik en sóknarlína Atletico Madrid verður mjög athyglisverð spili þeir saman inn á vellinum. Diego Costa on playing with Luis Suarez pic.twitter.com/gEfS3SrjNH— Goal (@goal) September 27, 2020 Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Diego Costa grínaðist með samstarf sitt og nýja liðsfélagans Luis Suarez en það er óhætt að segja að sá síðarnefndi hafi byrjað vel með Atletico Madrid um helgina. Costa er ánægður með nýja samherjann sinn og það er erfitt að vera annað eftir að Suarez skoraði tvö og lagði upp eitt í sínum fyrsta leik með Atletico Madrid.Þþað án þess að vera í byrjunarliðinu. Costa og Suarez spiluðu reyndar ekki hlið við hlið í leiknum því Suarez kom inn á fyrir Costa á 71. mínútu. Costa hafði skorað fyrsta mark Atletico Madrid og staðan var 3-0 þegar Úrúgvæmaðurinn kom inn í leikinn. Suarez var búinn að leggja upp mark fyrir Marcos Llorente eftir aðeins eina mínútu og skoraði síðan tvö síðustu mörk Atletico Madrid í leiknum. 'It's really good, one of us bites and the other kicks' Atletico Madrid are going to be so much fun this season Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 28. september 2020 Diego Costa og Luis Suarez hafa oft verið í hlutverki slæmu strákanna í gegnum tíðina enda hefur skapið oft komið þeim í vandræði. Það efast enginn um hæfileikana en keppnisskapið hefur oft fengið þá til að ganga alltof langt. Costa grínaðist aðeins með þá staðreynd þegar hann var spurður út í nýja samstarfið með Suarez. Svarið hefði komið mikið á óvart ef að það hefði komið frá einhverjum öðrum. „Samstarfið gengur mjög vel. Annar okkar bítur og hinn sparkar,“ svaraði Costa í léttum tón. Þessi húmor hans féll vel í kramið hjá netverjum og líklegast rétta leið til að létta á umræðunni um vandræðalegustu atvikin á ferli þeirra beggja. Þeir fengu ekki að spila hlið við hlið í fyrsta leik en sóknarlína Atletico Madrid verður mjög athyglisverð spili þeir saman inn á vellinum. Diego Costa on playing with Luis Suarez pic.twitter.com/gEfS3SrjNH— Goal (@goal) September 27, 2020
Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira