Graeme Souness á því að Liverpool gæti líka stungið af í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2020 10:01 Sadio Mane í leik með Liverpool á móti Manchester City á síðasta tímabili. Getty/Andrew Powell Hörmungarframmistaða Manchester City í gær fékk sérfræðing Sky Sports til að spá því að Liverpool gæti unnið aftur yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Manchester City steinlá 5-2 á heimavelli á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og það lítur út fyrir það að Pep Guardiola hafi ekki tekist að laga vandræðin í varnarleik liðsins. Eric Garcia, Kyle Walker og Benjamin Mendy gáfu allir klaufalegar vítaspyrnur og Manchester City liðið kolféll á prófinu í fyrsta heimaleiknum á nýju tímabili. Eins og síðustu tvö tímabil búast flestir við því að Manchester City og Liverpool keppi um enska meistaratitilinn í ár. Manchester City var einu stigi á undan Liverpool 2018-19 tímabilið en á síðustu leiktíð vann Liverpool yfirburðasigur. Sérfræðingur Sky Sports er farinn að sjá fyrir sér að Liverpool stingi aftur af eftir að hafa horft upp á hörmungarframmistöðu City liðsins á heimavelli. Graeme Souness backs Jurgen Klopp's men to easily retain the Premier League title after Manchester City's horror show https://t.co/adyCyLz3sG— MailOnline Sport (@MailSport) September 27, 2020 „Liverpool vann deildina með átján stigum á síðasta tímabili og að mínu mati er liðið bara orðið enn sterkara í dag,“ sagði Graeme Souness á Sky Sports. Manchester City er að ganga frá kaupunum á miðverðinum Ruben Dias frá Benfica en þarf meira til samkvæmt áliti Sky Sports sérfræðingsins. „Ég horfi á City liðið núna hvort sem Ruben Dias komi inn í liðið eða ekki. Það þarf meira en Ruben Dias fyrir City að vinna upp átján stiga forskot Liverpool. Liverpool liðið er sterkari í dag en það var fyrir tólf mánuðum,“ sagði Graeme Souness. „Sumir leikmenn þurfa fimm eða sex leiki til að koma sér inn í hlutina. Eins og staðan er núna þá tel ég að Liverpool geti stungið af,“ sagði Graeme Souness. Liverpool spilar sinn leik í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar Arsenal kemur í heimsókn á Anfield. Bæði liðin hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Hörmungarframmistaða Manchester City í gær fékk sérfræðing Sky Sports til að spá því að Liverpool gæti unnið aftur yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Manchester City steinlá 5-2 á heimavelli á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og það lítur út fyrir það að Pep Guardiola hafi ekki tekist að laga vandræðin í varnarleik liðsins. Eric Garcia, Kyle Walker og Benjamin Mendy gáfu allir klaufalegar vítaspyrnur og Manchester City liðið kolféll á prófinu í fyrsta heimaleiknum á nýju tímabili. Eins og síðustu tvö tímabil búast flestir við því að Manchester City og Liverpool keppi um enska meistaratitilinn í ár. Manchester City var einu stigi á undan Liverpool 2018-19 tímabilið en á síðustu leiktíð vann Liverpool yfirburðasigur. Sérfræðingur Sky Sports er farinn að sjá fyrir sér að Liverpool stingi aftur af eftir að hafa horft upp á hörmungarframmistöðu City liðsins á heimavelli. Graeme Souness backs Jurgen Klopp's men to easily retain the Premier League title after Manchester City's horror show https://t.co/adyCyLz3sG— MailOnline Sport (@MailSport) September 27, 2020 „Liverpool vann deildina með átján stigum á síðasta tímabili og að mínu mati er liðið bara orðið enn sterkara í dag,“ sagði Graeme Souness á Sky Sports. Manchester City er að ganga frá kaupunum á miðverðinum Ruben Dias frá Benfica en þarf meira til samkvæmt áliti Sky Sports sérfræðingsins. „Ég horfi á City liðið núna hvort sem Ruben Dias komi inn í liðið eða ekki. Það þarf meira en Ruben Dias fyrir City að vinna upp átján stiga forskot Liverpool. Liverpool liðið er sterkari í dag en það var fyrir tólf mánuðum,“ sagði Graeme Souness. „Sumir leikmenn þurfa fimm eða sex leiki til að koma sér inn í hlutina. Eins og staðan er núna þá tel ég að Liverpool geti stungið af,“ sagði Graeme Souness. Liverpool spilar sinn leik í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar Arsenal kemur í heimsókn á Anfield. Bæði liðin hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira