Afi greiðir móður afabarns bætur vegna ummæla á Facebook Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 22:55 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á dögunum karlmann til að greiða móður barnabarns síns 250 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem hann lét um hana falla á Facebook. Vísir/Stefán Afi var á dögunum dæmdur til að greiða móður barnabarns síns 250 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa birt um hana ærumeiðandi ummæli á Facebook. Hann skrifaði meðal annars um hana að hún ætti við geðræn vandamál að stríða, væri hættuleg börnum sínum og að hún væri ofbeldismanneskja. Ágreiningur hafði risið milli foreldra barnsins um umgengi barnsins og föður þess eftir að þau slitu samvistum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að átök hafi orðið í samskiptum afans og fjölskyldu móðurinnar og hafði atvikið komið til kasta lögreglu. Þá hafi atvik í aðdraganda ummælanna sem afinn skrifaði átt sér stað þar sem faðir barnsins hugðist fara með það í frí til útlanda ásamt afanum og fleirum úr fjölskyldu sinni. Daginn fyrir brottför hafi konan upplýst föður barnsins að hún heimilaði honum ekki að fara með barnið úr landi. Fjölskyldan fór í fríið án barnsins og segir afinn að móðirin hafi ítrekað komið í veg fyrir eða torveldað að barnið kæmist í frí erlendis með föðurfjölskyldu sinni. „Ég verð frá og með þessum degi svarinn óvinur þinn“ Þegar afinn frétti af því að móðirin hyggðist ekki leyfa barninu að fara í fríið með föður sínum og fjölskyldu hans sendi afinn móðurinni einkaskilaboð á Facebook þar sem hann sagði meðal annars að hún væri fyrirlitlegasta manneskja sem hann hefði kynnst og að hún ætti við geðræn vandamál að stríða. Þá sendi hann: „ég verð frá og með þessum degi svarinn óvinur þinn og mun gera þér allt til bölvunar sem hugsast getur.“ Innan við klukkustund síðar birti afinn færslu á Facebook þar sem hann sagði að alvarlegt mál hefði komið upp innan fjölskyldunnar. Ellefu ára barnabarn hans, sem búið hefði verið að skipuleggja ferð fyrir með fjölskyldu sinni, hefði verið kyrrsettur af móður sinni á grundvelli órökstuddra ásakana. „Móðirin á við geðræn vandamál að stríða og hefur í votta viðurvist fengið ofsa-reiðisköst sem gætu verið öðrum hættuleg, sérstaklega börnum. Þetta er sorglegt, en ég mun reyna að nýta þann tíma sem við getum haft til að létta þessum yndislega dreng lífið. Bölvun sé móðurinni sem lætur það bitna á syninum, þá að hún geti ekki staðið í lappirnar.“ Þá skrifaði hann einnig að hann óttaðist að „þessi brenglaða kona“ myndi valda syni sínum skaða, annað hvort með líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Hún væri hættuleg börnum sínum og að „heiftin er slík að saklaust barn getur ekki varist.“ Facebook-síða afans telst sem opinber vettvangur Vegna þess að birting ummæla mannsins voru á Facebook, sem telst opinber vettvangur að því er segir í dómnum, er ekki talið skipta máli hvort ummælin voru sett fram sem stöðufærsla eða í athugasemdum á umræðuþræði tengdum slíkri færslu. Þá hafði móðirin greint frá því fyrir dómi að afinn eigi minnst 1000 vini á Facebook sem hafi getað séð ummælin. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að ummælin sem hafi verið látin falla hafi verið um deilu foreldranna um forræði barnsins en ekki um þjóðfélagslegt málefni. Slík málefni eigi ekkert erindi í opinbera umræðu enda hafi hvorki móðirin né nokkur annar vakið máls á deilunum opinberlega eða um þær verið fjallað á annan hátt á opinberum vettvangi. Móðirin hafði krafist að afanum yrði gert að greiða henni 1,5 milljón í miskabætur og hafði hún einnig gert þá kröfu að afanum yrði gert að birta niðurstöður dómsins á Facebook síðu sinni. Þeirri kröfu var hafnað af Héraðsdómi og dæmdi hann svo að hluti ummælanna yrðu ómerkt og að afanum bæri að greiða móðurinni 250 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Afi var á dögunum dæmdur til að greiða móður barnabarns síns 250 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa birt um hana ærumeiðandi ummæli á Facebook. Hann skrifaði meðal annars um hana að hún ætti við geðræn vandamál að stríða, væri hættuleg börnum sínum og að hún væri ofbeldismanneskja. Ágreiningur hafði risið milli foreldra barnsins um umgengi barnsins og föður þess eftir að þau slitu samvistum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að átök hafi orðið í samskiptum afans og fjölskyldu móðurinnar og hafði atvikið komið til kasta lögreglu. Þá hafi atvik í aðdraganda ummælanna sem afinn skrifaði átt sér stað þar sem faðir barnsins hugðist fara með það í frí til útlanda ásamt afanum og fleirum úr fjölskyldu sinni. Daginn fyrir brottför hafi konan upplýst föður barnsins að hún heimilaði honum ekki að fara með barnið úr landi. Fjölskyldan fór í fríið án barnsins og segir afinn að móðirin hafi ítrekað komið í veg fyrir eða torveldað að barnið kæmist í frí erlendis með föðurfjölskyldu sinni. „Ég verð frá og með þessum degi svarinn óvinur þinn“ Þegar afinn frétti af því að móðirin hyggðist ekki leyfa barninu að fara í fríið með föður sínum og fjölskyldu hans sendi afinn móðurinni einkaskilaboð á Facebook þar sem hann sagði meðal annars að hún væri fyrirlitlegasta manneskja sem hann hefði kynnst og að hún ætti við geðræn vandamál að stríða. Þá sendi hann: „ég verð frá og með þessum degi svarinn óvinur þinn og mun gera þér allt til bölvunar sem hugsast getur.“ Innan við klukkustund síðar birti afinn færslu á Facebook þar sem hann sagði að alvarlegt mál hefði komið upp innan fjölskyldunnar. Ellefu ára barnabarn hans, sem búið hefði verið að skipuleggja ferð fyrir með fjölskyldu sinni, hefði verið kyrrsettur af móður sinni á grundvelli órökstuddra ásakana. „Móðirin á við geðræn vandamál að stríða og hefur í votta viðurvist fengið ofsa-reiðisköst sem gætu verið öðrum hættuleg, sérstaklega börnum. Þetta er sorglegt, en ég mun reyna að nýta þann tíma sem við getum haft til að létta þessum yndislega dreng lífið. Bölvun sé móðurinni sem lætur það bitna á syninum, þá að hún geti ekki staðið í lappirnar.“ Þá skrifaði hann einnig að hann óttaðist að „þessi brenglaða kona“ myndi valda syni sínum skaða, annað hvort með líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Hún væri hættuleg börnum sínum og að „heiftin er slík að saklaust barn getur ekki varist.“ Facebook-síða afans telst sem opinber vettvangur Vegna þess að birting ummæla mannsins voru á Facebook, sem telst opinber vettvangur að því er segir í dómnum, er ekki talið skipta máli hvort ummælin voru sett fram sem stöðufærsla eða í athugasemdum á umræðuþræði tengdum slíkri færslu. Þá hafði móðirin greint frá því fyrir dómi að afinn eigi minnst 1000 vini á Facebook sem hafi getað séð ummælin. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að ummælin sem hafi verið látin falla hafi verið um deilu foreldranna um forræði barnsins en ekki um þjóðfélagslegt málefni. Slík málefni eigi ekkert erindi í opinbera umræðu enda hafi hvorki móðirin né nokkur annar vakið máls á deilunum opinberlega eða um þær verið fjallað á annan hátt á opinberum vettvangi. Móðirin hafði krafist að afanum yrði gert að greiða henni 1,5 milljón í miskabætur og hafði hún einnig gert þá kröfu að afanum yrði gert að birta niðurstöður dómsins á Facebook síðu sinni. Þeirri kröfu var hafnað af Héraðsdómi og dæmdi hann svo að hluti ummælanna yrðu ómerkt og að afanum bæri að greiða móðurinni 250 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira