Segir Gunnar Jóhann hafa verið með mikið magn áfengis og fíkniefna í blóði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2020 16:00 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. Réttarhöld yfir Gunnari Jóhanni hófust á mánudag en þeim hefur verið frestað í tvígang. TV2/CHRISTOFFER ROBIN JENSEN Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. Þetta hefur staðarmiðillinn iFinnmark eftir lyfja- og eiturefnafræðingnum Jørg Mørland. Mørland var skipaður af Héraðsdómi Austur-Finnmerkur til þess að leggja mat á umfang áfengis- og fíkniefnaneyslu Gunnars umrætt kvöld. Komst hann að þeirri niðurstöðu að áfengismagn í blóði Gunnars hafi verið 3-4 prómill. Niðurstöðuna byggði hann á blóðsýni sem tekið var úr Gunnari daginn eftir að hann varð Gísla að bana, sem og upplýsingum um áfengisneyslu hans daginn áður og sama dag. Gunnar hefur gengist við því að hafa orðið Gísla að bana, en segir að skot hafi hlaupið úr byssu hans í átökum bræðranna. Hann er ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði en aðalmeðferð í máli hans stendur yfir þessa dagana. „Það er ákveðin óvissa í tengslum við útreikninga sem þessa, en styrkur áfengis í blóði hans var líklega í kring um tvö, jafnvel rúmlega tvö, prómill þegar atvikið átti sér stað,“ hefur iFinnmark eftir Mørland. Hann bætir við að önnur efni sem Gunnar hafi innbyrt, kókaín, amfetamín og virka efnið í valíumi, hafi valdið því að magn áfengis og fíkniefna í blóði hans hafi verið á bilinu þrjú til fjögur prómill. Mørland segir að magn líkt og þetta geti reynst mörgum lífshættulegt. Mørland segir því ljóst að Gunnar Jóhann hafi verið undir miklum áhrifum þegar hann varð hálfbróður sínum að bana. Magn líkt því sem hafi verið í blóði hans geti valdið því að neytandinn glati sjálfsstjórn, verði hvatvísari og áhættusæknari. Eins sagði Mørland að gera mætti ráð fyrir því að áhrifunum fylgdi minnistap. Hann bætti þó við að við aðstæður sem þessar geti áhrif áfengis og vímuefna á fólk verið afar mismunandi eftir einstaklingum. Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson var með mikið magn fíkniefna og áfengis í blóði sínu kvöldið sem hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana þann þann 27. apríl 2019 í Mehamn í Noregi. Þetta hefur staðarmiðillinn iFinnmark eftir lyfja- og eiturefnafræðingnum Jørg Mørland. Mørland var skipaður af Héraðsdómi Austur-Finnmerkur til þess að leggja mat á umfang áfengis- og fíkniefnaneyslu Gunnars umrætt kvöld. Komst hann að þeirri niðurstöðu að áfengismagn í blóði Gunnars hafi verið 3-4 prómill. Niðurstöðuna byggði hann á blóðsýni sem tekið var úr Gunnari daginn eftir að hann varð Gísla að bana, sem og upplýsingum um áfengisneyslu hans daginn áður og sama dag. Gunnar hefur gengist við því að hafa orðið Gísla að bana, en segir að skot hafi hlaupið úr byssu hans í átökum bræðranna. Hann er ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði en aðalmeðferð í máli hans stendur yfir þessa dagana. „Það er ákveðin óvissa í tengslum við útreikninga sem þessa, en styrkur áfengis í blóði hans var líklega í kring um tvö, jafnvel rúmlega tvö, prómill þegar atvikið átti sér stað,“ hefur iFinnmark eftir Mørland. Hann bætir við að önnur efni sem Gunnar hafi innbyrt, kókaín, amfetamín og virka efnið í valíumi, hafi valdið því að magn áfengis og fíkniefna í blóði hans hafi verið á bilinu þrjú til fjögur prómill. Mørland segir að magn líkt og þetta geti reynst mörgum lífshættulegt. Mørland segir því ljóst að Gunnar Jóhann hafi verið undir miklum áhrifum þegar hann varð hálfbróður sínum að bana. Magn líkt því sem hafi verið í blóði hans geti valdið því að neytandinn glati sjálfsstjórn, verði hvatvísari og áhættusæknari. Eins sagði Mørland að gera mætti ráð fyrir því að áhrifunum fylgdi minnistap. Hann bætti þó við að við aðstæður sem þessar geti áhrif áfengis og vímuefna á fólk verið afar mismunandi eftir einstaklingum.
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00 Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01 Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27 Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Vitni full eftirsjár vegna atburðarins í Mehamn Fjöldi fólks sem var í partýi með Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sama kvöld og hann varð Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, að bana hefur stigið fram og lýst eftirsjá vegna atburðanna. 24. september 2020 21:00
Nýja parið „rottur“ sem myndu „uppskera eins og þær sáðu“ Kærasta Gísla Þórs Þórarinssonar heitins segist endurtekið hafa fengið hótanir frá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, barnsföður sínum og hálfbróður Gísla, fyrir nóttina afdrifaríku í Mehamn í apríl í fyrra. 24. september 2020 08:01
Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá rannsóknarlögreglunni í dómsal í dag. 23. september 2020 18:27
Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07