Dusty burstaði Þór Bjarni Bjarnason skrifar 24. september 2020 22:52 Lokaleikurinn í áttundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og Þórs mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Vertigo. Dusty sem var á heimavelli mætti einbeitt til leiks. Þeir byrjuðu í sókn (terrorist) í korti sem hallar á vörnina. Leikmenn Dusty þeir StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) og Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) fóru hamförum í leiknum. En frá fyrstu lotu stráfelldu þeir Þórsarana sem gátu litla björg sér veitt. Fyrri leikhluti var einhliða mulningur að hálfu Dusty en Þór nældi sér einungis í eina lotu. Staðan í hálfleik var Dusty 14 - 1 Þór. Leikmenn Þórs eiga þó lof skilið fyrir viðspyrnu sína í seinni hálfleik. En í sókn náðu þeir að taka 4 lotur af sterku liði Dusty sem leiðir deildina. Dusty sýndu þó fljótt hví þeir eru taldir bera höfuð yfir herðar flestra liða í deildinni og slógu á hendurnar á Þórsurum. Lokastaðan var Dusty 16 - 5 Þór og var critical maður leiksins StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson). Nú er áttundu umferð í Vodafonedeildinni lokið og er staðan svona: Dusty Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn
Lokaleikurinn í áttundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og Þórs mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Vertigo. Dusty sem var á heimavelli mætti einbeitt til leiks. Þeir byrjuðu í sókn (terrorist) í korti sem hallar á vörnina. Leikmenn Dusty þeir StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) og Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) fóru hamförum í leiknum. En frá fyrstu lotu stráfelldu þeir Þórsarana sem gátu litla björg sér veitt. Fyrri leikhluti var einhliða mulningur að hálfu Dusty en Þór nældi sér einungis í eina lotu. Staðan í hálfleik var Dusty 14 - 1 Þór. Leikmenn Þórs eiga þó lof skilið fyrir viðspyrnu sína í seinni hálfleik. En í sókn náðu þeir að taka 4 lotur af sterku liði Dusty sem leiðir deildina. Dusty sýndu þó fljótt hví þeir eru taldir bera höfuð yfir herðar flestra liða í deildinni og slógu á hendurnar á Þórsurum. Lokastaðan var Dusty 16 - 5 Þór og var critical maður leiksins StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson). Nú er áttundu umferð í Vodafonedeildinni lokið og er staðan svona:
Dusty Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn