Dusty burstaði Þór Bjarni Bjarnason skrifar 24. september 2020 22:52 Lokaleikurinn í áttundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og Þórs mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Vertigo. Dusty sem var á heimavelli mætti einbeitt til leiks. Þeir byrjuðu í sókn (terrorist) í korti sem hallar á vörnina. Leikmenn Dusty þeir StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) og Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) fóru hamförum í leiknum. En frá fyrstu lotu stráfelldu þeir Þórsarana sem gátu litla björg sér veitt. Fyrri leikhluti var einhliða mulningur að hálfu Dusty en Þór nældi sér einungis í eina lotu. Staðan í hálfleik var Dusty 14 - 1 Þór. Leikmenn Þórs eiga þó lof skilið fyrir viðspyrnu sína í seinni hálfleik. En í sókn náðu þeir að taka 4 lotur af sterku liði Dusty sem leiðir deildina. Dusty sýndu þó fljótt hví þeir eru taldir bera höfuð yfir herðar flestra liða í deildinni og slógu á hendurnar á Þórsurum. Lokastaðan var Dusty 16 - 5 Þór og var critical maður leiksins StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson). Nú er áttundu umferð í Vodafonedeildinni lokið og er staðan svona: Dusty Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Lokaleikurinn í áttundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og Þórs mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Vertigo. Dusty sem var á heimavelli mætti einbeitt til leiks. Þeir byrjuðu í sókn (terrorist) í korti sem hallar á vörnina. Leikmenn Dusty þeir StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) og Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) fóru hamförum í leiknum. En frá fyrstu lotu stráfelldu þeir Þórsarana sem gátu litla björg sér veitt. Fyrri leikhluti var einhliða mulningur að hálfu Dusty en Þór nældi sér einungis í eina lotu. Staðan í hálfleik var Dusty 14 - 1 Þór. Leikmenn Þórs eiga þó lof skilið fyrir viðspyrnu sína í seinni hálfleik. En í sókn náðu þeir að taka 4 lotur af sterku liði Dusty sem leiðir deildina. Dusty sýndu þó fljótt hví þeir eru taldir bera höfuð yfir herðar flestra liða í deildinni og slógu á hendurnar á Þórsurum. Lokastaðan var Dusty 16 - 5 Þór og var critical maður leiksins StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson). Nú er áttundu umferð í Vodafonedeildinni lokið og er staðan svona:
Dusty Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira