Öldungurinn segir þetta bara sýnishorn af réttum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2020 21:29 Rekið í almenninginn í Landréttum í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Gangnamenn héldu á Landmannaafrétt á föstudag og smöluðu þaðan fjögur þúsund fjár, sem komið var með að réttum Land- og Holtamanna í Áfangagili í gærkvöldi. Þær eru einu hálendisréttir Íslands en frá þeim blasir Sultartangavirkjun við. Horft yfir Landréttir í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Óvenju fáir fullorðnir fengu að mæta að þessu sinni. Fjallkóngurinn og réttarstjórinn Kristinn Guðnason segist vera orðinn svo leiður á covid að hann nenni varla að tala um það. „Ég var nú að fara í hliðverðina núna. Það eru komnir 146 fullorðnir. Svo við erum vel innan marka 200 manna reglunnar,“ segir Kristinn. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Stöð 2/Einar Árnason. Ekki vantaði þó börnin en þau eru ekki talin með. „Þetta eru miklar barnaréttir, eins og þú sérð. Það er mikið af ungu fólki, krökkum og fjölskyldufólki sem kemur hingað,“ segir fjallkóngurinn. Fjöldi ungra bænda er kannski merki um þróttmikla sauðfjárrækt í sveitinni. „Hún stendur ágætlega, já,“ segir Jóhanna Hlöðversdóttir, bóndi á Hellum. Jóhanna Hlöðversdóttir, Hellum, og Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga.Stöð 2/Einar Árnason. „Þið sjáið það bara núna. Það er fullt af fólki hérna,“ segir Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga. „Það er fullt af fólki á öllum aldri og fjöldi fjár,“ segir Jóhanna. Erlendur Ingvarsson í Skarði er fjármesti bóndinn, á um þúsund fjár, eða fjórðu hverja kind í réttunum. Hvernig sýnist honum féð koma af fjalli? „Bara nokkuð þokkalega. Kannski heldur lakara, eins og ég sé féð hérna hjá mér, miðað við í fyrra. En það var líka mjög gott ár í fyrra. Vont að marka féð. Það er svolítið þvælt eftir þessa tíð sem var á fjalli.“ Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði.Stöð 2/Einar Árnason. -Þetta voru dálítið erfiðar leitir? „Já, þetta var svolítið þungt,“ svarar Erlendur í Skarði. Aldursforsetinn Sverrir í Selsundi ætlaði ekki að missa af réttunum. Hann er orðinn 93 ára gamall og fór fyrst í leitir 13 ára gamall fyrir 80 árum. Sverrir Haraldsson í Selsundi fór fyrst í fjárleitir 13 ára gamall fyrir 80 árum.Stöð 2/Einar Árnason. „Alltaf hefur verið jafngaman að vera til.“ -Og gaman að fara í réttirnar? „Ég tala nú ekki um það. Þó þetta sé ekki nema sýnishorn af réttum,“ segir Sverrir en hans fé fór í Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Rangárþing ytra Réttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30 Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Gangnamenn héldu á Landmannaafrétt á föstudag og smöluðu þaðan fjögur þúsund fjár, sem komið var með að réttum Land- og Holtamanna í Áfangagili í gærkvöldi. Þær eru einu hálendisréttir Íslands en frá þeim blasir Sultartangavirkjun við. Horft yfir Landréttir í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Óvenju fáir fullorðnir fengu að mæta að þessu sinni. Fjallkóngurinn og réttarstjórinn Kristinn Guðnason segist vera orðinn svo leiður á covid að hann nenni varla að tala um það. „Ég var nú að fara í hliðverðina núna. Það eru komnir 146 fullorðnir. Svo við erum vel innan marka 200 manna reglunnar,“ segir Kristinn. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Stöð 2/Einar Árnason. Ekki vantaði þó börnin en þau eru ekki talin með. „Þetta eru miklar barnaréttir, eins og þú sérð. Það er mikið af ungu fólki, krökkum og fjölskyldufólki sem kemur hingað,“ segir fjallkóngurinn. Fjöldi ungra bænda er kannski merki um þróttmikla sauðfjárrækt í sveitinni. „Hún stendur ágætlega, já,“ segir Jóhanna Hlöðversdóttir, bóndi á Hellum. Jóhanna Hlöðversdóttir, Hellum, og Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga.Stöð 2/Einar Árnason. „Þið sjáið það bara núna. Það er fullt af fólki hérna,“ segir Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga. „Það er fullt af fólki á öllum aldri og fjöldi fjár,“ segir Jóhanna. Erlendur Ingvarsson í Skarði er fjármesti bóndinn, á um þúsund fjár, eða fjórðu hverja kind í réttunum. Hvernig sýnist honum féð koma af fjalli? „Bara nokkuð þokkalega. Kannski heldur lakara, eins og ég sé féð hérna hjá mér, miðað við í fyrra. En það var líka mjög gott ár í fyrra. Vont að marka féð. Það er svolítið þvælt eftir þessa tíð sem var á fjalli.“ Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði.Stöð 2/Einar Árnason. -Þetta voru dálítið erfiðar leitir? „Já, þetta var svolítið þungt,“ svarar Erlendur í Skarði. Aldursforsetinn Sverrir í Selsundi ætlaði ekki að missa af réttunum. Hann er orðinn 93 ára gamall og fór fyrst í leitir 13 ára gamall fyrir 80 árum. Sverrir Haraldsson í Selsundi fór fyrst í fjárleitir 13 ára gamall fyrir 80 árum.Stöð 2/Einar Árnason. „Alltaf hefur verið jafngaman að vera til.“ -Og gaman að fara í réttirnar? „Ég tala nú ekki um það. Þó þetta sé ekki nema sýnishorn af réttum,“ segir Sverrir en hans fé fór í Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Rangárþing ytra Réttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30 Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30
Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56