Rúmenarnir fengu áheyrn nefndar Evrópuþingsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. september 2020 19:00 Rúmlega þrjátíu Rúmenar sem störfuðu hér á landi fyrir starfsmannaleiguna Menn í Vinnu fengu áheyrn áfrýjunarnefnar Evrópuþingsins á dögunum. Þeir segja réttindi sín hafi ekki verið virt hér á landi og óska eftir aðstoð þingsins. „Gerið allt sem hægt er til að tryggja að réttur okkar sé virtur. Við eigum ekki nægilegt fé. Við eigum erfitt með að leita réttar okkar á Íslandi. Við skiljum ekki tungumálið,“ sagði Valeriu Marius Peptenatu þegar hann lýsti málinu fyrir nefndinni í fjarfundabúnaði í síðustu viku. Eftirlitsstofnanir hér á landi rannsökuðu málið í fyrra en grunur var um að mennirnir hefðu verið í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og að þeir hafi búið þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði sem þeir borguðu hátt leiguverð fyrir. Mennirnir fengu aðstoð frá ríkinu við að komast aftur til síns heima en þeir telja að eigandi starfsmannaleigunnar hafi ekki verið látinn sæta ábyrgðar í málinu. Þeir sendu inn kvörtun til áfrýjunarnefndar Evrópuþingsins í upphafi árs. Nefndin er ein af fastanefndum Evrópuþingsins. Hún er ekki dómstóll heldur tekur umkvartanir einstaklinga, rannsakar málið og gefur út álit eftir atvikum. Málið var tekið fyrir á þriðjudag í síðustu viku. „Málið er tekið fyrir í sal. Alls ekkert öll mál eru tekin fyrir með þeim hætti þannig að það hlýtur að vera túlkað sem einhvers konar viðurkenning á almennu mikilvægi málsins og að það hafi mikla þýðingu fyrir þingið,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ. Starfsmannaleigan var tekin til gjaldþrotaskipta í fyrra en skiptum úr þrotabúinu er nú lokið og fundust engar eignir í búinu. Mennirnir fá launakröfur sínar greiddar úr ábyrgðasjóði launa en segjast ekki haft færi á að leita réttar síns að öðru leyti. „Það er þessi svona almenna mismunun og slæmur aðbúnaður sem er erfitt að eiga við og við höfum auðvitað kallað eftir hugarfarsbreytingu hjá atvinnurekendum sem sumir telja að þeir geti farið ansi fjálslega með þetta,“ segir Halldór. Á fundi nefndarinnar sögðu þingmenn að þeir vilji að Evrópuþingið óski eftir skýringum frá yfirvöldum hér á landi. „Óskað er eftir milliliðalausum skýringum frá Íslenskum stjórnvöldum á því hverst vegna þau hafa ekki rannsakað málavexti nógu vel og hvers vegna þau hafi ekki veitt aðgang að lagalegum úrræðum í því skyni að vernda grundvallarréttindi,“ sagði Alexander Aguis Saliba, þingmaður á Evrópuþinginu, þegar málið var tekið fyrir á þriðjudag. „Mér finnst þetta bera vott um hugrekki og festu mannanna og við erum ennþá þeim innan handa og til aðstoðar eftir því sem við best getum,“ segir Halldór og bætir við að niðurstaða nefndarinnar liggi ekki enn fyrir. „En ef niðurstaða nefndarinnar er að þarna hafi eitthvað misfarist og Ísland ekki uppfyllt sínar skyldur, þá hefur slíkt álitshnekki í för með sér,“ segir Halldór. Rúmenía Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Rúmlega þrjátíu Rúmenar sem störfuðu hér á landi fyrir starfsmannaleiguna Menn í Vinnu fengu áheyrn áfrýjunarnefnar Evrópuþingsins á dögunum. Þeir segja réttindi sín hafi ekki verið virt hér á landi og óska eftir aðstoð þingsins. „Gerið allt sem hægt er til að tryggja að réttur okkar sé virtur. Við eigum ekki nægilegt fé. Við eigum erfitt með að leita réttar okkar á Íslandi. Við skiljum ekki tungumálið,“ sagði Valeriu Marius Peptenatu þegar hann lýsti málinu fyrir nefndinni í fjarfundabúnaði í síðustu viku. Eftirlitsstofnanir hér á landi rannsökuðu málið í fyrra en grunur var um að mennirnir hefðu verið í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og að þeir hafi búið þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði sem þeir borguðu hátt leiguverð fyrir. Mennirnir fengu aðstoð frá ríkinu við að komast aftur til síns heima en þeir telja að eigandi starfsmannaleigunnar hafi ekki verið látinn sæta ábyrgðar í málinu. Þeir sendu inn kvörtun til áfrýjunarnefndar Evrópuþingsins í upphafi árs. Nefndin er ein af fastanefndum Evrópuþingsins. Hún er ekki dómstóll heldur tekur umkvartanir einstaklinga, rannsakar málið og gefur út álit eftir atvikum. Málið var tekið fyrir á þriðjudag í síðustu viku. „Málið er tekið fyrir í sal. Alls ekkert öll mál eru tekin fyrir með þeim hætti þannig að það hlýtur að vera túlkað sem einhvers konar viðurkenning á almennu mikilvægi málsins og að það hafi mikla þýðingu fyrir þingið,“ segir Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ. Starfsmannaleigan var tekin til gjaldþrotaskipta í fyrra en skiptum úr þrotabúinu er nú lokið og fundust engar eignir í búinu. Mennirnir fá launakröfur sínar greiddar úr ábyrgðasjóði launa en segjast ekki haft færi á að leita réttar síns að öðru leyti. „Það er þessi svona almenna mismunun og slæmur aðbúnaður sem er erfitt að eiga við og við höfum auðvitað kallað eftir hugarfarsbreytingu hjá atvinnurekendum sem sumir telja að þeir geti farið ansi fjálslega með þetta,“ segir Halldór. Á fundi nefndarinnar sögðu þingmenn að þeir vilji að Evrópuþingið óski eftir skýringum frá yfirvöldum hér á landi. „Óskað er eftir milliliðalausum skýringum frá Íslenskum stjórnvöldum á því hverst vegna þau hafa ekki rannsakað málavexti nógu vel og hvers vegna þau hafi ekki veitt aðgang að lagalegum úrræðum í því skyni að vernda grundvallarréttindi,“ sagði Alexander Aguis Saliba, þingmaður á Evrópuþinginu, þegar málið var tekið fyrir á þriðjudag. „Mér finnst þetta bera vott um hugrekki og festu mannanna og við erum ennþá þeim innan handa og til aðstoðar eftir því sem við best getum,“ segir Halldór og bætir við að niðurstaða nefndarinnar liggi ekki enn fyrir. „En ef niðurstaða nefndarinnar er að þarna hafi eitthvað misfarist og Ísland ekki uppfyllt sínar skyldur, þá hefur slíkt álitshnekki í för með sér,“ segir Halldór.
Rúmenía Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira