Liverpool frumsýnir „hápressuskrímslið“ Diogo Jota í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2020 14:30 Diogo Jota var kynntur sem nýr leikmaður Liverpool á Anfield um síðustu helgi. Getty/Andrew Powell Þrír leikir fara fram í 32 liða úrslit enska deildabikarsins í kvöld og verða bæði Manchester City og Liverpool í eldlínunni á móti neðri deildarliðum. City mætir b-deildarliðinu Bournemouth en Liverpool bíður leikur á móti C-deildarliði Lincoln City. Stöð 2 Sport 2 mun sýna leik Lincoln City og Liverpool beint í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.40. Stuðningsmenn Liverpool eru spenntir fyrir leik kvöldsins enda ættu þeir þar að fá að sjá nýju leikmennina sína sýna sig fyrir stjóranum Jürgen Klopp. Liverpool kom mörgum á óvart á dögunum með því að kaupa portúgalska framherjann fyrir 41 milljón punda frá Wolves. Fyrst fréttist af mögulegum kaupum sama dag og Thiago Alcantara var staðfestur og Liverpool var síðan búið að tikynna Jota daginn eftir. Stuðningsmenn Liverpool fengu að sjá Thiago Alcantara í seinni hálfleiknum á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og í kvöld gæti verið komið að frumsýningu á Diogo Jota. Thiago Alcantara þykir jafnframt líklegur til að fá fyrsta byrjunarliðsleikinn í kvöld en gríski bakvörðurinn Kostas Tsimikas gæti líka fengið fyrsta keppnisleik sinn. Það lítur líka allt út fyrir að þeir Sadio Mane, Roberto Firmino og Mohamed Salah fái frí í kvöld. Það ætti því að vera pláss fyrir Diogo Jota í þriggja manna framlínu Liverpool á móti Lincoln City. watch on YouTube Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, gaf ekkert upp um byrjunarliðið á blaðamannafundi fyrir leikinn en talaði mjög vel um Diogo Jota og kallaði hann meðal annars „hápressuskrímsli“ sem er örugglega ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann er nú orðinn leikmaður Liverpool. „Hvað get ég sagt? Hann er tæknilega á sama stað og okkar þrír fremstu menn. Hann á svo mikla framtíð fyrir sér í leiknum og fær gott tækifæri til að sanna sig hjá okkur félagi. Hann er eins og hápressuskrímsli svo hann ætti að passa vel inn í þetta um leið,“ sagði Pep Lijnders um Diogo Jota á blaðamannafundinum. Hlaupageta framherja Liverpool liðsins skiptir miklu máli fyrir leikstíl Liverpool og Diogo Jota er bæði fljótur og áræðinn í pressunni. Ef marka má orð Pep Lijnders þá mun Diogo Jota fá fullt af leikjum með Liverpool á leiktíðinni. Diogo Jota er líka enn bara 23 ára gamall en hann var með 16 mörk í 44 leikjum með Úlfunum í öllum keppnum á síðasta tímabili þar af 9 mörk í 14 leikjjum í Evrópudeilinni og 7 mörk í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það má annars búast við því að Liverpool noti mikið af ungu leikmönnunum sínum í leiknum á móti Lincoln City og því gætu menn eins og Neco Williams, Curtis Jones og Harvey Elliott líka verið í byrjunarliði Jürgen Klopp. watch on YouTube Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira
Þrír leikir fara fram í 32 liða úrslit enska deildabikarsins í kvöld og verða bæði Manchester City og Liverpool í eldlínunni á móti neðri deildarliðum. City mætir b-deildarliðinu Bournemouth en Liverpool bíður leikur á móti C-deildarliði Lincoln City. Stöð 2 Sport 2 mun sýna leik Lincoln City og Liverpool beint í kvöld og hefst útsendingin klukkan 18.40. Stuðningsmenn Liverpool eru spenntir fyrir leik kvöldsins enda ættu þeir þar að fá að sjá nýju leikmennina sína sýna sig fyrir stjóranum Jürgen Klopp. Liverpool kom mörgum á óvart á dögunum með því að kaupa portúgalska framherjann fyrir 41 milljón punda frá Wolves. Fyrst fréttist af mögulegum kaupum sama dag og Thiago Alcantara var staðfestur og Liverpool var síðan búið að tikynna Jota daginn eftir. Stuðningsmenn Liverpool fengu að sjá Thiago Alcantara í seinni hálfleiknum á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og í kvöld gæti verið komið að frumsýningu á Diogo Jota. Thiago Alcantara þykir jafnframt líklegur til að fá fyrsta byrjunarliðsleikinn í kvöld en gríski bakvörðurinn Kostas Tsimikas gæti líka fengið fyrsta keppnisleik sinn. Það lítur líka allt út fyrir að þeir Sadio Mane, Roberto Firmino og Mohamed Salah fái frí í kvöld. Það ætti því að vera pláss fyrir Diogo Jota í þriggja manna framlínu Liverpool á móti Lincoln City. watch on YouTube Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, gaf ekkert upp um byrjunarliðið á blaðamannafundi fyrir leikinn en talaði mjög vel um Diogo Jota og kallaði hann meðal annars „hápressuskrímsli“ sem er örugglega ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann er nú orðinn leikmaður Liverpool. „Hvað get ég sagt? Hann er tæknilega á sama stað og okkar þrír fremstu menn. Hann á svo mikla framtíð fyrir sér í leiknum og fær gott tækifæri til að sanna sig hjá okkur félagi. Hann er eins og hápressuskrímsli svo hann ætti að passa vel inn í þetta um leið,“ sagði Pep Lijnders um Diogo Jota á blaðamannafundinum. Hlaupageta framherja Liverpool liðsins skiptir miklu máli fyrir leikstíl Liverpool og Diogo Jota er bæði fljótur og áræðinn í pressunni. Ef marka má orð Pep Lijnders þá mun Diogo Jota fá fullt af leikjum með Liverpool á leiktíðinni. Diogo Jota er líka enn bara 23 ára gamall en hann var með 16 mörk í 44 leikjum með Úlfunum í öllum keppnum á síðasta tímabili þar af 9 mörk í 14 leikjjum í Evrópudeilinni og 7 mörk í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það má annars búast við því að Liverpool noti mikið af ungu leikmönnunum sínum í leiknum á móti Lincoln City og því gætu menn eins og Neco Williams, Curtis Jones og Harvey Elliott líka verið í byrjunarliði Jürgen Klopp. watch on YouTube
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira