Segir Englendingum að gyrða sig í brók Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2020 22:25 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Jessica Taylor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að Englendingar taki sig á, sýni aga og fylgi nýjum sóttvarnarreglum. Í sjónvarpsávarpi í kvöld sagði forsætisráðherrann að of margir brytu gegn sóttvarnarreglum, þó flestir fylgi þeim, og haldi það áfram verði gripið til umfangsmikilla ferða- og samkomutakmarkana. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi undanfarna daga og jafnvel vikur í Bretlandi. Í gær var viðbúnaðarstig á Bretlandseyjum hækkað og í dag voru hertar reglur opinberaðar í Englandi. Ríkisstjórn Johnson setur ekki sóttvarnarreglur fyrir aðra hluta Bretlands. Meðal þess sem nýju reglurnar fela í sér er að börum og veitingahúsum verður lokað fyrr, fólki er gert að vinna heima ef það hefur töku á. Allir verða að vera með andlitsgrímur í leigubílum og starfsmenn verslana þurfa að bera grímur. Þar að auki verður hætt við að hleypa áhorfendum á stóra íþróttaviðburði og ráðstefnu í næsta mánuði, eins og til stóð. In his address to the nation, Prime Minister Boris Johnson said the country "will get through this winter together", adding that he has "no doubt there are great days ahead".Get more on PM's address to the nation: https://t.co/iFW6JfZ3C0 pic.twitter.com/mmcukOvVvu— SkyNews (@SkyNews) September 22, 2020 Í ávarpi sínu lýsti Johnson heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, sem stærstu krísu heimsins á ævi hans og sagðist sannfærður um að enska þjóðin gæti snúið bökum saman og sigrast á faraldrinum. Varaði hann við mörgum dauðsföllum ef það yrði ekki gert. Johnson sagði að fólk gæti ekki komist upp með að taka eigin áhættu með veiruna. „Hinn sorglegi raunveruleiki þess að vera smitaður af Covid er að vægur hósti eins getur orðið dauði annars.“ Sömuleiðis væri ekki hægt að einangra eldri borgara og láta veiruna smita aðra sem eru í minni hættu, eins og lagt hafi verið til. Hún myndi án efa ná einnig til eldri borgara og valda þeim miklum skaða. Johnson sagðist einnig persónulega mótfallinn takmörkunum eins og þeim sem hann hefur sett á. Því fyrr sem hægt væri að fella þær úr gildi, því betra. Því þær ógni ekki bara störfum og afkomu fólks heldur einnig þeirri nánd sem maðurinn reiði sig á. Hann sagði alla Englendinga þurfa að snúa bökum saman og ef það gengi ekki eftir gæti hann gengið lengra og sett á frekari takmarkanir. Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35 Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16 Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Hátt í tveggja milljóna sekt fyrir ítrekuð brot Íbúar í Bretlandi sem ítrekað hlíta ekki sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við smitaðan einstakling geta átt von á sektum sem nema allt að tíu þúsund pundum 19. september 2020 22:57 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að Englendingar taki sig á, sýni aga og fylgi nýjum sóttvarnarreglum. Í sjónvarpsávarpi í kvöld sagði forsætisráðherrann að of margir brytu gegn sóttvarnarreglum, þó flestir fylgi þeim, og haldi það áfram verði gripið til umfangsmikilla ferða- og samkomutakmarkana. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi undanfarna daga og jafnvel vikur í Bretlandi. Í gær var viðbúnaðarstig á Bretlandseyjum hækkað og í dag voru hertar reglur opinberaðar í Englandi. Ríkisstjórn Johnson setur ekki sóttvarnarreglur fyrir aðra hluta Bretlands. Meðal þess sem nýju reglurnar fela í sér er að börum og veitingahúsum verður lokað fyrr, fólki er gert að vinna heima ef það hefur töku á. Allir verða að vera með andlitsgrímur í leigubílum og starfsmenn verslana þurfa að bera grímur. Þar að auki verður hætt við að hleypa áhorfendum á stóra íþróttaviðburði og ráðstefnu í næsta mánuði, eins og til stóð. In his address to the nation, Prime Minister Boris Johnson said the country "will get through this winter together", adding that he has "no doubt there are great days ahead".Get more on PM's address to the nation: https://t.co/iFW6JfZ3C0 pic.twitter.com/mmcukOvVvu— SkyNews (@SkyNews) September 22, 2020 Í ávarpi sínu lýsti Johnson heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, sem stærstu krísu heimsins á ævi hans og sagðist sannfærður um að enska þjóðin gæti snúið bökum saman og sigrast á faraldrinum. Varaði hann við mörgum dauðsföllum ef það yrði ekki gert. Johnson sagði að fólk gæti ekki komist upp með að taka eigin áhættu með veiruna. „Hinn sorglegi raunveruleiki þess að vera smitaður af Covid er að vægur hósti eins getur orðið dauði annars.“ Sömuleiðis væri ekki hægt að einangra eldri borgara og láta veiruna smita aðra sem eru í minni hættu, eins og lagt hafi verið til. Hún myndi án efa ná einnig til eldri borgara og valda þeim miklum skaða. Johnson sagðist einnig persónulega mótfallinn takmörkunum eins og þeim sem hann hefur sett á. Því fyrr sem hægt væri að fella þær úr gildi, því betra. Því þær ógni ekki bara störfum og afkomu fólks heldur einnig þeirri nánd sem maðurinn reiði sig á. Hann sagði alla Englendinga þurfa að snúa bökum saman og ef það gengi ekki eftir gæti hann gengið lengra og sett á frekari takmarkanir.
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35 Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16 Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Hátt í tveggja milljóna sekt fyrir ítrekuð brot Íbúar í Bretlandi sem ítrekað hlíta ekki sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við smitaðan einstakling geta átt von á sektum sem nema allt að tíu þúsund pundum 19. september 2020 22:57 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. 21. september 2020 22:35
Vara við veldisvexti í fjölda smitaðra í Bretlandi Lýðheilsusérfræðingar bresku ríkisstjórnarinnar vöruðu við því að vatnaskil hafi orðið í kórónuveirufaraldurinn á neikvæðan hátt í dag. 21. september 2020 12:16
Hátt í tveggja milljóna sekt fyrir ítrekuð brot Íbúar í Bretlandi sem ítrekað hlíta ekki sóttkví eftir að hafa verið í samskiptum við smitaðan einstakling geta átt von á sektum sem nema allt að tíu þúsund pundum 19. september 2020 22:57