Fyrirliði Svía um innköst Sveindísar: „Ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann“ Smári Jökull Jónsson skrifar 22. september 2020 20:44 Fyrirliðinn og Sveindís í baráttunni í kvöld. vísir/vilhelm Caroline Seger, fyrirliði Svía, sagði á blaðamannafundi eftir jafnteflið gegn Íslandi að liðið hefði ekki vitað mikið um Sveindísi Jane Jónsdóttur fyrir leikinn gegn Íslendingunum í kvöld. Hún sagði þó að löngu innköst liðsins hefðu ekki komið sænska liðinu sérstaklega á óvart. „Íslenska liðið hefur verið með Sif Atladóttur í þessu hlutverki. Við vorum ekki alveg með á hreinu að þessi gæti kastað svona langt. Við vorum svolítið óheppnar, við lásum boltann vitlaust og síðan skoppaði hann skringilega. Leiðinlegt að þetta hafi endað með marki auðvitað,” sagði Seger um jöfnunarmark Íslendinga. Sveindís vakti augljóslega athygli sænsku blaðamannanna því þeir spurðu Seger enn frekar út í leikmanninn unga sem var aðeins að leika sinn annan landsleik í kvöld. „Við vissum ekki svo mikið um hana fyrir leikinn, hún hefur ekki spilað mikið þannig að við höfðum ekki mikla möguleika á því að að skoða hennar leik. Á köflum fannst mér við láta hana líta vel út, hún er sterk með boltann og er síðan með þetta vopn í innköstunum.” „Það fór oft ansi langur tími í innköstin, mikið af dauðum tíma og það fara margar leikmínútur í þessi föstu leikatriði. Það er ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann.” Eftir jafnteflið eru liðin enn jöfn á toppi riðilsins en þau mætast í Gautaborg í október. „Við eigum leikinn eftir á heimavelli. Við hefðum viljað hafa yfirhöndina fyrir þann leik en það er eins og það er. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir næstu leiki og mæta klárar til leiks þá.” EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30 Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Sjá meira
Caroline Seger, fyrirliði Svía, sagði á blaðamannafundi eftir jafnteflið gegn Íslandi að liðið hefði ekki vitað mikið um Sveindísi Jane Jónsdóttur fyrir leikinn gegn Íslendingunum í kvöld. Hún sagði þó að löngu innköst liðsins hefðu ekki komið sænska liðinu sérstaklega á óvart. „Íslenska liðið hefur verið með Sif Atladóttur í þessu hlutverki. Við vorum ekki alveg með á hreinu að þessi gæti kastað svona langt. Við vorum svolítið óheppnar, við lásum boltann vitlaust og síðan skoppaði hann skringilega. Leiðinlegt að þetta hafi endað með marki auðvitað,” sagði Seger um jöfnunarmark Íslendinga. Sveindís vakti augljóslega athygli sænsku blaðamannanna því þeir spurðu Seger enn frekar út í leikmanninn unga sem var aðeins að leika sinn annan landsleik í kvöld. „Við vissum ekki svo mikið um hana fyrir leikinn, hún hefur ekki spilað mikið þannig að við höfðum ekki mikla möguleika á því að að skoða hennar leik. Á köflum fannst mér við láta hana líta vel út, hún er sterk með boltann og er síðan með þetta vopn í innköstunum.” „Það fór oft ansi langur tími í innköstin, mikið af dauðum tíma og það fara margar leikmínútur í þessi föstu leikatriði. Það er ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann.” Eftir jafnteflið eru liðin enn jöfn á toppi riðilsins en þau mætast í Gautaborg í október. „Við eigum leikinn eftir á heimavelli. Við hefðum viljað hafa yfirhöndina fyrir þann leik en það er eins og það er. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir næstu leiki og mæta klárar til leiks þá.”
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30 Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Sjá meira
Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30
Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25
Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47