Fyrirliði Svía um innköst Sveindísar: „Ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann“ Smári Jökull Jónsson skrifar 22. september 2020 20:44 Fyrirliðinn og Sveindís í baráttunni í kvöld. vísir/vilhelm Caroline Seger, fyrirliði Svía, sagði á blaðamannafundi eftir jafnteflið gegn Íslandi að liðið hefði ekki vitað mikið um Sveindísi Jane Jónsdóttur fyrir leikinn gegn Íslendingunum í kvöld. Hún sagði þó að löngu innköst liðsins hefðu ekki komið sænska liðinu sérstaklega á óvart. „Íslenska liðið hefur verið með Sif Atladóttur í þessu hlutverki. Við vorum ekki alveg með á hreinu að þessi gæti kastað svona langt. Við vorum svolítið óheppnar, við lásum boltann vitlaust og síðan skoppaði hann skringilega. Leiðinlegt að þetta hafi endað með marki auðvitað,” sagði Seger um jöfnunarmark Íslendinga. Sveindís vakti augljóslega athygli sænsku blaðamannanna því þeir spurðu Seger enn frekar út í leikmanninn unga sem var aðeins að leika sinn annan landsleik í kvöld. „Við vissum ekki svo mikið um hana fyrir leikinn, hún hefur ekki spilað mikið þannig að við höfðum ekki mikla möguleika á því að að skoða hennar leik. Á köflum fannst mér við láta hana líta vel út, hún er sterk með boltann og er síðan með þetta vopn í innköstunum.” „Það fór oft ansi langur tími í innköstin, mikið af dauðum tíma og það fara margar leikmínútur í þessi föstu leikatriði. Það er ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann.” Eftir jafnteflið eru liðin enn jöfn á toppi riðilsins en þau mætast í Gautaborg í október. „Við eigum leikinn eftir á heimavelli. Við hefðum viljað hafa yfirhöndina fyrir þann leik en það er eins og það er. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir næstu leiki og mæta klárar til leiks þá.” EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30 Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Caroline Seger, fyrirliði Svía, sagði á blaðamannafundi eftir jafnteflið gegn Íslandi að liðið hefði ekki vitað mikið um Sveindísi Jane Jónsdóttur fyrir leikinn gegn Íslendingunum í kvöld. Hún sagði þó að löngu innköst liðsins hefðu ekki komið sænska liðinu sérstaklega á óvart. „Íslenska liðið hefur verið með Sif Atladóttur í þessu hlutverki. Við vorum ekki alveg með á hreinu að þessi gæti kastað svona langt. Við vorum svolítið óheppnar, við lásum boltann vitlaust og síðan skoppaði hann skringilega. Leiðinlegt að þetta hafi endað með marki auðvitað,” sagði Seger um jöfnunarmark Íslendinga. Sveindís vakti augljóslega athygli sænsku blaðamannanna því þeir spurðu Seger enn frekar út í leikmanninn unga sem var aðeins að leika sinn annan landsleik í kvöld. „Við vissum ekki svo mikið um hana fyrir leikinn, hún hefur ekki spilað mikið þannig að við höfðum ekki mikla möguleika á því að að skoða hennar leik. Á köflum fannst mér við láta hana líta vel út, hún er sterk með boltann og er síðan með þetta vopn í innköstunum.” „Það fór oft ansi langur tími í innköstin, mikið af dauðum tíma og það fara margar leikmínútur í þessi föstu leikatriði. Það er ekki fótbolti eins og ég vil hafa hann.” Eftir jafnteflið eru liðin enn jöfn á toppi riðilsins en þau mætast í Gautaborg í október. „Við eigum leikinn eftir á heimavelli. Við hefðum viljað hafa yfirhöndina fyrir þann leik en það er eins og það er. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir næstu leiki og mæta klárar til leiks þá.”
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30 Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Skil ekki hvað hún er að dæma á Glódís Perla Viggósdóttir var ekki par sátt með markið sem var dæmt af Íslandi í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld. Þá var hún svekkt með að íslenska liðið hafi ekki náð í þrjú stig gegn ógnarsterku liði Svía. 22. september 2020 20:30
Sveindís: Besta lið sem ég hef spilað á móti „Eftir hvernig leikurinn spilaðist þá erum við svekktar að hafa náð bara einu stigi,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í kvöld. 22. september 2020 20:25
Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47