Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2020 15:22 Caroline Seger var tolleruð eftir að Svíþjóð vann England í leiknum um bronsverðlaunin á HM í fyrra. vísir/getty Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli á morgun kl. 18, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Seger viðurkennir að hún sé ekkert yfir sig hrifin af veðrinu á Íslandi, og hefur Glódís sem er liðsfélagi hennar hjá Rosengård í Svíþjóð strítt henni síðustu daga með upplýsingum um rok og rigningu. Spáin fyrir morgundaginn er þó reyndar góð. Veit hvað þær íslensku eru harðar af sér „Hún [Glódís] þekkir mig vel og veit að ég er ekki hrifin af svona veðri. En þetta er eins fyrir alla og við verðum bara að takast á við það. Það verður ekki sól og 40 gráður, svo ég er tilbúin,“ sagði Seger eftir æfingu sænska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Hún er búin undir mikinn slag á morgun: „Það er langt síðan að ég hef mætt Íslandi en ég þekki nokkra leikmenn úr liðinu. Ég veit af fenginni reynslu að þær eru mjög harðar af sér, það eru sterkir karakterar í liðinu og þær eru dugnaðarforkar. Þær skora líka mikið af mörkum, úr föstum leikatriðum, og skyndisóknirnar eru mjög góðar hjá Íslendingunum. Við þurfum að vera mjög vel á varðbergi, enda hjálpar það þeim líka að spila á heimavelli.“ Seger hefur á sínum langa og farsæla ferli meðal annars spilað með Söru Björk Gunnarsdóttur í Malmö um skamman tíma 2011, en frá árinu 2017 hefur hún verið liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur í sama félagi sem nú nefnist reyndar Rosengård. Glódís enn ung en gömul í anda „Sara hefur átt stórkostlegan feril hingað til. Hún hefur spilað með bestu liðunum, Wolfsburg og Lyon, og heldur áfram að þróast sem leikmaður sem spilar teiganna á milli. Glódísi þekki ég mjög vel eftir að hafa spilað með henni í Svíþjóð. Hún er enn ung en samt mjög góð, og gömul í anda. Hún er með mjög góðar, langar sendingar, sterkur varnarmaður sem leggur hart að sér og er mikill liðsmaður. Vonandi stendur hún sig samt ekki vel á morgun,“ sagði Seger hlæjandi. Og hún er viss um að Glódís geti komist að í betri deild en þeirri sænsku, sem þó er nokkuð sterk: „Já, að sjálfsögðu. Ég er viss um að hún á stórkostlega framtíð fyrir sér. Það er mjög gott skref fyrir hana að spila fyrir Rosengård en ég held að við munum sjá Glódísi í betra liði, einu af þeim stærstu í Evrópu, og það verður gaman að fylgjast með ferðalagi hennar,“ sagði Seger. Allir leikmenn sænska hópsins æfðu í dag sem þýðir að framherjinn Stina Blackstenius gæti komið inn í liðið eftir að hafa misst af 8-0 sigrinum gegn Ungverjalandi á fimmtudag vegna meiðsla. „Við áttum mjög góðan leik gegn Ungverjum en ég veit að leikurinn við Ísland verður allt öðruvísi. Þetta verður mikið erfiðari leikur og hann mun reyna mun meira á okkur líkamlega. Við erum tilbúnar og vonandi getum við náð góðum úrslitum.“ Klippa: Caroline Seger fyrir leikinn við Ísland EM 2021 í Englandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Sjá meira
Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli á morgun kl. 18, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Seger viðurkennir að hún sé ekkert yfir sig hrifin af veðrinu á Íslandi, og hefur Glódís sem er liðsfélagi hennar hjá Rosengård í Svíþjóð strítt henni síðustu daga með upplýsingum um rok og rigningu. Spáin fyrir morgundaginn er þó reyndar góð. Veit hvað þær íslensku eru harðar af sér „Hún [Glódís] þekkir mig vel og veit að ég er ekki hrifin af svona veðri. En þetta er eins fyrir alla og við verðum bara að takast á við það. Það verður ekki sól og 40 gráður, svo ég er tilbúin,“ sagði Seger eftir æfingu sænska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Hún er búin undir mikinn slag á morgun: „Það er langt síðan að ég hef mætt Íslandi en ég þekki nokkra leikmenn úr liðinu. Ég veit af fenginni reynslu að þær eru mjög harðar af sér, það eru sterkir karakterar í liðinu og þær eru dugnaðarforkar. Þær skora líka mikið af mörkum, úr föstum leikatriðum, og skyndisóknirnar eru mjög góðar hjá Íslendingunum. Við þurfum að vera mjög vel á varðbergi, enda hjálpar það þeim líka að spila á heimavelli.“ Seger hefur á sínum langa og farsæla ferli meðal annars spilað með Söru Björk Gunnarsdóttur í Malmö um skamman tíma 2011, en frá árinu 2017 hefur hún verið liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur í sama félagi sem nú nefnist reyndar Rosengård. Glódís enn ung en gömul í anda „Sara hefur átt stórkostlegan feril hingað til. Hún hefur spilað með bestu liðunum, Wolfsburg og Lyon, og heldur áfram að þróast sem leikmaður sem spilar teiganna á milli. Glódísi þekki ég mjög vel eftir að hafa spilað með henni í Svíþjóð. Hún er enn ung en samt mjög góð, og gömul í anda. Hún er með mjög góðar, langar sendingar, sterkur varnarmaður sem leggur hart að sér og er mikill liðsmaður. Vonandi stendur hún sig samt ekki vel á morgun,“ sagði Seger hlæjandi. Og hún er viss um að Glódís geti komist að í betri deild en þeirri sænsku, sem þó er nokkuð sterk: „Já, að sjálfsögðu. Ég er viss um að hún á stórkostlega framtíð fyrir sér. Það er mjög gott skref fyrir hana að spila fyrir Rosengård en ég held að við munum sjá Glódísi í betra liði, einu af þeim stærstu í Evrópu, og það verður gaman að fylgjast með ferðalagi hennar,“ sagði Seger. Allir leikmenn sænska hópsins æfðu í dag sem þýðir að framherjinn Stina Blackstenius gæti komið inn í liðið eftir að hafa misst af 8-0 sigrinum gegn Ungverjalandi á fimmtudag vegna meiðsla. „Við áttum mjög góðan leik gegn Ungverjum en ég veit að leikurinn við Ísland verður allt öðruvísi. Þetta verður mikið erfiðari leikur og hann mun reyna mun meira á okkur líkamlega. Við erum tilbúnar og vonandi getum við náð góðum úrslitum.“ Klippa: Caroline Seger fyrir leikinn við Ísland
EM 2021 í Englandi Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Sjá meira