Saga Sif hefur slegið í gegn með slitið krossband Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2020 13:00 Saga Sif Gísladóttir kom til Vals frá Haukum í sumar. Eins og sjá má á myndinni hefur hún þurft að hugsa vel um hnéð. VÍSIR/VILHELM Saga Sif Gísladóttir, sem byrjað hefur tímabilið best allra markmanna í Olís-deildinni í handbolta, spilar með slitið krossband í hné. Saga Sif hefur varið 40,8% skota sem hún hefur fengið á sig með Val. Hún kom á Hlíðarenda frá Haukum til að leysa af hólmi Írisi Björk Sverrisdóttur, og hefur með frammistöðu sinni stimplað sig inn í nýjasta landsliðshópinn. Hún átti ríkan þátt í sigri Vals í toppslagnum við Fram á föstudagskvöld. Saga Sif greinir frá meiðslum sínum í viðtali við Ívar Benediktsson á handbolti.is. Hún hefur þrisvar slitið krossband í hné en við þriðju slit ákvað þessi 25 ára markmaður að sleppa því að fara í aðgerð og styrkja frekar hnéð, til að mynda með Crossfit-æfingum. „Ég fór ekki í aðgerð við þriðja slit því svo stutt var frá síðustu aðgerð. Ég hætti í handbolta og byrjaði í crossfit og af einhverjum ástæðum fann ég ekki fyrir hnénu,“ sagði Saga Sif á handbolti.is. „Nokkrum mánuðum seinna höfðu Haukar samband við mig og ég ákvað að prófa æfingu og gekk það vonum framar og gengið hefur vel síðan. Ég myndi aldrei mæla með að fólk færi ekki í aðgerð þar sem ég er markmaður og er ekki í mikilum contact á æfingum og svo eru meiðslin öll mismunandi. Ég legg mikið á mig aukalega svo að ég geti spilað og æft þessa íþrótt sem ég elska og vonandi get ég gert það lengi,“ sagði Saga Sif, sem er uppalin hjá FH en hefur einnig leikið með Fjölni, Haukum og nú Val. Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42 Saga Sif: Ég ver ekki mikið með enga vörn Saga Sif Gísladóttir lék virkilega vel í marki Vals er liðið lagði erkifjendur sína í Fram en var mjög hógvær eftir leikinn. 18. september 2020 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 28-24 | Valur lagði Fram í fyrsta stórleik tímabilsins Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára áttust við í Origo-höllinni að Hlíðarenda í fyrsta stórleik tímabilsins. Valur vann leikinn á endanum með fimm marka mun, lokatölur 28-24. 18. september 2020 22:45 Flestar úr Fram í landsliðshópnum Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið 19 leikmenn til æfinga í lok mánaðarins. Leikmennirnir spila allir hérlendis. 16. september 2020 16:55 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Saga Sif Gísladóttir, sem byrjað hefur tímabilið best allra markmanna í Olís-deildinni í handbolta, spilar með slitið krossband í hné. Saga Sif hefur varið 40,8% skota sem hún hefur fengið á sig með Val. Hún kom á Hlíðarenda frá Haukum til að leysa af hólmi Írisi Björk Sverrisdóttur, og hefur með frammistöðu sinni stimplað sig inn í nýjasta landsliðshópinn. Hún átti ríkan þátt í sigri Vals í toppslagnum við Fram á föstudagskvöld. Saga Sif greinir frá meiðslum sínum í viðtali við Ívar Benediktsson á handbolti.is. Hún hefur þrisvar slitið krossband í hné en við þriðju slit ákvað þessi 25 ára markmaður að sleppa því að fara í aðgerð og styrkja frekar hnéð, til að mynda með Crossfit-æfingum. „Ég fór ekki í aðgerð við þriðja slit því svo stutt var frá síðustu aðgerð. Ég hætti í handbolta og byrjaði í crossfit og af einhverjum ástæðum fann ég ekki fyrir hnénu,“ sagði Saga Sif á handbolti.is. „Nokkrum mánuðum seinna höfðu Haukar samband við mig og ég ákvað að prófa æfingu og gekk það vonum framar og gengið hefur vel síðan. Ég myndi aldrei mæla með að fólk færi ekki í aðgerð þar sem ég er markmaður og er ekki í mikilum contact á æfingum og svo eru meiðslin öll mismunandi. Ég legg mikið á mig aukalega svo að ég geti spilað og æft þessa íþrótt sem ég elska og vonandi get ég gert það lengi,“ sagði Saga Sif, sem er uppalin hjá FH en hefur einnig leikið með Fjölni, Haukum og nú Val.
Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42 Saga Sif: Ég ver ekki mikið með enga vörn Saga Sif Gísladóttir lék virkilega vel í marki Vals er liðið lagði erkifjendur sína í Fram en var mjög hógvær eftir leikinn. 18. september 2020 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 28-24 | Valur lagði Fram í fyrsta stórleik tímabilsins Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára áttust við í Origo-höllinni að Hlíðarenda í fyrsta stórleik tímabilsins. Valur vann leikinn á endanum með fimm marka mun, lokatölur 28-24. 18. september 2020 22:45 Flestar úr Fram í landsliðshópnum Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið 19 leikmenn til æfinga í lok mánaðarins. Leikmennirnir spila allir hérlendis. 16. september 2020 16:55 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum. 17. apríl 2020 12:42
Saga Sif: Ég ver ekki mikið með enga vörn Saga Sif Gísladóttir lék virkilega vel í marki Vals er liðið lagði erkifjendur sína í Fram en var mjög hógvær eftir leikinn. 18. september 2020 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 28-24 | Valur lagði Fram í fyrsta stórleik tímabilsins Íslandsmeistarar síðustu fjögurra ára áttust við í Origo-höllinni að Hlíðarenda í fyrsta stórleik tímabilsins. Valur vann leikinn á endanum með fimm marka mun, lokatölur 28-24. 18. september 2020 22:45
Flestar úr Fram í landsliðshópnum Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið 19 leikmenn til æfinga í lok mánaðarins. Leikmennirnir spila allir hérlendis. 16. september 2020 16:55
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða