Cesc Fabregas segir að Sadio Mané sé sá besti í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2020 10:30 Sadio Mané fagnar öðru marka sinna fyrir Liverpool á móti Chelsea á Stamford Bridge um helgina. EPA-EFE/Matt Dunha Mohamed Salah var hetja Liverpool í fyrstu umferðinni þegar hann skoraði þrennu í dramatískum 4-3 sigri á Leeds. Um helgina var komið að Sadio Mané að eigna sér sviðsljósið. Sadio Mané skoraði bæði mörk Liverpool liðsins í 2-0 sigri á Chelsea og fékk mikið hrós frá Spánverjanum Cesc Fabregas. Áður en Sadio Mané skoraði mörkin sín þá hafði hann fiskað danska miðvörðinn Andreas Christensen af velli. Andreas Christensen þurfti hreinlega að beita rúgby tæklingu til að stoppa Sadio Mané. Atvikið með Christensen varð á lokamínútu fyrri hálfleik. Það tók Sadio Mané síðan bara tíu mínútur af seinni hálfleik að leggja gruninn að sigri Liverpool með tveimur mörkum. If Mane isn't the best in the Premier League, then who is? #LFC https://t.co/2l8hECEfh9— GiveMeSport Football (@GMS__Football) September 20, 2020 Cesc Fabregas kveikti heldur betur í netheimum með því að setja inn stóra yfirlýsingu á Twitter-reikninginn sinn. Cesc Fabregas skrifaði: „Ég segi það aftur. Mané er besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.“ Kevin de Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá má ekki gleyma liðsfélögunum Salah og Virgil van Dijk hjá Liverpool. Það er vissulega nóg af frábærum leikmönnum í deildinni og þeim er bara að fjölga eftir að enska úrvalsdeildin er að fá heimsklassa leikmenn frá bæði Þýskalandi og Spáni. I ll say it again. Mané best player in the League.— Cesc Fàbregas Soler (@cesc4official) September 20, 2020 Cesc Fabregas fékk mikil viðbrögð við tísti sínu. Yfir 2500 manns tjáðu sig um það og því var endurtíst yfir 22 þúsundum sinnum. Jamie Carragher tók undir orð Fabregas á Sky Sports og hrósaði Mané mikið en það er þó ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það. „Ég tel að Mané sé einn af bestu leikmönnum heims sem spila vinstra megin. Ég elska hann,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Hann er fyrstu stóru kaup Jürgen Klopp og hann hjálpaði Liverpool að komast í Meistaradeildina á fyrsta tímabilinu. Hann er mjög stöðugur og er algjör ofurstjarna,“ sagði Carragher. „Við elskuðum John Barnes og hann hefur alltaf verið í úrvalsliði Liverpool frá upphafi. Ég held að þegar Mané hættir þá verður hann kominn langt með það að ýta Barnes út úr því liði,“ sagði Carragher. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira
Mohamed Salah var hetja Liverpool í fyrstu umferðinni þegar hann skoraði þrennu í dramatískum 4-3 sigri á Leeds. Um helgina var komið að Sadio Mané að eigna sér sviðsljósið. Sadio Mané skoraði bæði mörk Liverpool liðsins í 2-0 sigri á Chelsea og fékk mikið hrós frá Spánverjanum Cesc Fabregas. Áður en Sadio Mané skoraði mörkin sín þá hafði hann fiskað danska miðvörðinn Andreas Christensen af velli. Andreas Christensen þurfti hreinlega að beita rúgby tæklingu til að stoppa Sadio Mané. Atvikið með Christensen varð á lokamínútu fyrri hálfleik. Það tók Sadio Mané síðan bara tíu mínútur af seinni hálfleik að leggja gruninn að sigri Liverpool með tveimur mörkum. If Mane isn't the best in the Premier League, then who is? #LFC https://t.co/2l8hECEfh9— GiveMeSport Football (@GMS__Football) September 20, 2020 Cesc Fabregas kveikti heldur betur í netheimum með því að setja inn stóra yfirlýsingu á Twitter-reikninginn sinn. Cesc Fabregas skrifaði: „Ég segi það aftur. Mané er besti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.“ Kevin de Bruyne var kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá má ekki gleyma liðsfélögunum Salah og Virgil van Dijk hjá Liverpool. Það er vissulega nóg af frábærum leikmönnum í deildinni og þeim er bara að fjölga eftir að enska úrvalsdeildin er að fá heimsklassa leikmenn frá bæði Þýskalandi og Spáni. I ll say it again. Mané best player in the League.— Cesc Fàbregas Soler (@cesc4official) September 20, 2020 Cesc Fabregas fékk mikil viðbrögð við tísti sínu. Yfir 2500 manns tjáðu sig um það og því var endurtíst yfir 22 þúsundum sinnum. Jamie Carragher tók undir orð Fabregas á Sky Sports og hrósaði Mané mikið en það er þó ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það. „Ég tel að Mané sé einn af bestu leikmönnum heims sem spila vinstra megin. Ég elska hann,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Hann er fyrstu stóru kaup Jürgen Klopp og hann hjálpaði Liverpool að komast í Meistaradeildina á fyrsta tímabilinu. Hann er mjög stöðugur og er algjör ofurstjarna,“ sagði Carragher. „Við elskuðum John Barnes og hann hefur alltaf verið í úrvalsliði Liverpool frá upphafi. Ég held að þegar Mané hættir þá verður hann kominn langt með það að ýta Barnes út úr því liði,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira