Setur spurningarmerki við hvort VG sé stjórntækur flokkur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 13:00 Sigríður Á. Andersen setur spurningarmerki við það hvort VG sé stjórntækur flokkur. Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist setja spurningarmerki við það hvort Vinstrihreyfingin – grænt framboð sé stjórntækur flokkur. Það hafi verið mikið „rúmrusk“ þegar tveir þingmenn VG hafi lýst því yfir að styðja ekki ríkisstjórnina. „Það voru fimm þingmenn VG sem gengu úr skaftinu í síðustu ríkisstjórn VG sem var þá til vinstri, sem var samstarf með Samfylkingunni. Í tveimur ríkisstjórnum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur gerst í bæði skiptin að þingmenn segja sig úr flokknum eða þingflokknum. Fimm í vinstri stjórninni og tveir núna,“ sagði Sigríður í Silfrinu á RÚV í morgun. Hún segir þetta að sjálfsögðu erfitt fyrir ríkisstjórnarflokkana alla og hafi Sjálfstæðisflokkurinn horft á það í forundran þegar tveir þingmenn samstarfsflokks í ríkisstjórn hafi ekki séð sér fært að styðja ríkisstjórnina. Rósa Björk sagði sig úr VG vegna máls egypsku fjölskyldunnar fyrir helgi. Vísir/Vilhelm „Þetta hlýtur að vera til framtíðar, myndi maður segja ef maður væri stjórnmálaskýrandi eða álitsgjafi, til umhugsunar hvort slík hreyfing sé stjórntæk yfir höfuð í ríkisstjórnarsamstarfi þegar reynslan er þessi,“ sagði hún. „Fimm þingmenn í vinstri ríkisstjórn, tveir þingmenn í hægri-mið ríkisstjórn geti ekki tekið þátt í ríkisstjórnarsamstarfi.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka sem sagði sig úr VG fyrir helgi, segir að mál egypsku fjölskyldunnar hafi reynst hreyfingunni erfið. Eins og áður hefur komið fram sagði hún sig úr flokknum vegna „harðlínustefnu“ ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda. Hún hafi ekki getað setið lengur undir því. „Ég myndi segja að þetta mál, og þessi mál sem hafa komið í fjölmiðla, hafi reynst hreyfingunni erfið, félögum í VG erfið og kjósendum líka erfið,“ sagði hún í Silfrinu. „Þessi ásýnd VG á þinginu núna ætti að vera áhyggjuefni fyrir hreyfinguna,“ sagði Sigríður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54 Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42 „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist setja spurningarmerki við það hvort Vinstrihreyfingin – grænt framboð sé stjórntækur flokkur. Það hafi verið mikið „rúmrusk“ þegar tveir þingmenn VG hafi lýst því yfir að styðja ekki ríkisstjórnina. „Það voru fimm þingmenn VG sem gengu úr skaftinu í síðustu ríkisstjórn VG sem var þá til vinstri, sem var samstarf með Samfylkingunni. Í tveimur ríkisstjórnum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur gerst í bæði skiptin að þingmenn segja sig úr flokknum eða þingflokknum. Fimm í vinstri stjórninni og tveir núna,“ sagði Sigríður í Silfrinu á RÚV í morgun. Hún segir þetta að sjálfsögðu erfitt fyrir ríkisstjórnarflokkana alla og hafi Sjálfstæðisflokkurinn horft á það í forundran þegar tveir þingmenn samstarfsflokks í ríkisstjórn hafi ekki séð sér fært að styðja ríkisstjórnina. Rósa Björk sagði sig úr VG vegna máls egypsku fjölskyldunnar fyrir helgi. Vísir/Vilhelm „Þetta hlýtur að vera til framtíðar, myndi maður segja ef maður væri stjórnmálaskýrandi eða álitsgjafi, til umhugsunar hvort slík hreyfing sé stjórntæk yfir höfuð í ríkisstjórnarsamstarfi þegar reynslan er þessi,“ sagði hún. „Fimm þingmenn í vinstri ríkisstjórn, tveir þingmenn í hægri-mið ríkisstjórn geti ekki tekið þátt í ríkisstjórnarsamstarfi.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka sem sagði sig úr VG fyrir helgi, segir að mál egypsku fjölskyldunnar hafi reynst hreyfingunni erfið. Eins og áður hefur komið fram sagði hún sig úr flokknum vegna „harðlínustefnu“ ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda. Hún hafi ekki getað setið lengur undir því. „Ég myndi segja að þetta mál, og þessi mál sem hafa komið í fjölmiðla, hafi reynst hreyfingunni erfið, félögum í VG erfið og kjósendum líka erfið,“ sagði hún í Silfrinu. „Þessi ásýnd VG á þinginu núna ætti að vera áhyggjuefni fyrir hreyfinguna,“ sagði Sigríður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54 Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42 „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Líkir barnamálaráðherra við íþróttamann sem fallið hefur á lyfjaprófi Þingmaður Viðreisnar gagnrýndi félags- og barnamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki kynnt sér mál egypsku fjölskyldunnar sem vísa átti úr landi á miðvikudag en er nú í felum. Að hennar mati hafi hann staðið sig í þessu máli eins og íþróttamaður sem hefði fallið á lyfjaprófi. 20. september 2020 11:54
Hamskipti Vinstri grænna Hinn almenni flokksmaður í Vg er pollrólegur og sáttur við stjórnarsamstarfið. Í morgun hafði enginn sagt sig úr flokknum en einn nýr bæst í hópinn. 18. september 2020 14:42
„Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06