Tottenham hefur keypt varnarmanninn Sergio Reguilon frá Real Madrid og hefur hann skrifað undir fimm ára samning við félagið.
Sergio er 23 ára gamall vinstri bakvörður sem hefur verið á mála hjá Real Madrid frá því að hann var níu ára gamall.
Hann var lánaður til Sevilla á síðustu leiktíð og vakti verðskuldaða athygli í liðinu sem vann Evrópudeildina. Nú er hann kominn í enska boltann.
„Tottenham er með heimsklassa leikmenn og heimsklassa stjóra. Ég get ekki beðið eftir því að byrja að vinna með honum,“ sagði Sergio í samtali við heimasíðu Tottenham.
Man. United var einnig sagt hafa áhuga á bakverðinum en klásúla um að Real vilji geta keypt hann til baka á ákveðna fjárhæð er talið hafa fælt United frá bakverðinum.
"Tottenham has world class players and a world class manager. I can't wait to start working with him."
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) September 19, 2020
@sergio_regui s first Spurs interview.#HolaReguilón #COYS pic.twitter.com/myWwGMt6Zh