Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KA 1-1 | Fjölnismenn bíða enn eftir fyrsta sigrinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2020 16:54 Ásgeir Sigurgeirsson fagnar eftir að hafa jafnað í 1-1. vísir/vilhelm Fjölnir bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í Pepsi Max-deild karla á tímabilinu. Í dag gerði liðið 1-1 jafntefli við KA á heimavelli þrátt fyrir að vera manni fleiri í 55 mínútur. Jón Gísli Ström kom Fjölni yfir á 35. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var á Mikkel Qvist. Danski varnarmaðurinn fékk líka rauða spjaldið. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði á 76. mínútu og níunda jafntefli KA í sumar staðreynd. KA-menn eru í 8. sæti deildarinnar en Fjölnismenn eru enn á botninum, átta stigum frá öruggu sæti. Haustið er komið og hávaðarok og rigning setti mark sitt á leikinn. KA byrjaði hann ívið betur og fékk nokkur hálffæri. En á 34. mínútu breyttist allt. Qvist henti þá Sigurpáli Melberg Pálssyni niður innan vítateigs. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, rak Qvist af velli og dæmdi vítaspyrnu, að því er virtist eftir ábendingu frá aðstoðardómara. Jón Gísli tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Skömmu síðar slapp hann í gegnum vörn KA en skaut yfir. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Gunnar Sigurðsson, markvarðaþjálfari Fjölnis, rautt spjald fyrir kröftugt mótmæli. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, fékk líka gult spjald. Nánast ekkert markvert gerðist framan af seinni hálfleik. Bæði lið biðu átekta og vildu ekki taka áhættu. Úr varð pattstaða sem var loks brotin upp á 76. mínútu þegar KA jafnaði. Hrannar Björn Steingrímsson átti þá fyrirgjöf frá vinstri sem Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður Fjölnis, misreiknaði illilega. Ásgeir nýtti sér það og jafnaði. Þegar fjórar mínútur voru eftir komst Almarr Omarsson í dauðafæri en Sigurpáll bjargaði með frábærri tæklingu. Lokatölur 1-1 í frekar bragðdaufum leik. Jón Gísli kemur Fjölni yfir með marki úr vítaspyrnu.vísir/vilhelm Af hverju varð jafntefli? Veðrið setti mark sitt á leikinn og í ljósi aðstæðna var erfitt að bjóða upp á góðan fótbolta. Mikið var um lélegar sendingar og leikmenn áttu í vandræðum með að hemja boltann. Leikurinn var annars mjög jafn, lítil bar í milli og fá afgerandi færi litu dagsins ljós. KA-menn eru þó líklegra sáttari en úrslitin en Fjölnismenn sem þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Hverjir stóðu upp úr? Grétar Snær Gunnarsson átti góðan leik á miðjunni hjá Fjölni, vann vel og reyndi að koma boltanum í spil. Nicklas Halse lék líka ágætlega við hlið hans og Jón Gísli var nokkuð ógnandi og skoraði. Ásgeir og Hrannar gerðu vel í jöfnunarmarkinu og Ívar Örn Árnason átti góða innkomu í seinni hálfleik og var vel á verði í vörninni. Hvað gekk illa? Atli Gunnar hefur alls ekki átt gott sumar og hann gerði afdrikarík mistök í jöfnunarmarki KA sem höfðu ekki verið líklegir til að skora fram að því. Qvist gerði sömuleiðis dýr mistök í fyrri hálfleik þegar fékk á sig vítaspyrnu og rautt spjald fyrir að henda Sigurpáli um koll. Hvað gerist næst? Að öllu óbreyttu eiga bæði lið heimaleiki á fimmtudaginn. KA tekur á móti HK og Fjölnir fær ÍA í heimsókn. Ásmundur: Ætluðum að pressa á þá og nýta okkur vindinn Ásmundur Arnarsson á hliðarlínunni í dag.vísir/vilhelm Eins og oft áður í sumar var Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, svekktur í leikslok. „Þetta er á topp þremur yfir mest svekkjandi úrslit tímabilsins,“ sagði Ásmundur eftir leikinn gegn KA. Fjölnir var manni fleiri í 55 mínútur og leiddi, 1-0, þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka. „Frammistaðan var heilt yfir ágæt, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við komust yfir og Jón Gísli [Ström] slapp í gegn þar sem við hefðum átt að skora. Staðan var góð í hálfleik, við vorum marki yfir, manni fleiri og með vindi. Það er erfitt að halda í boltann í þessum aðstæðum og okkur gekk erfiðlega að skapa eitthvað,“ sagði Ásmundur. „Það var jafnræði með liðunum í seinni hálfleik og lítið í gangi nema þegar þeir sköpuðu sér stöðu sem markið kom úr.“ Í seinni hálfleik virtust Fjölnismenn uppteknari af því að halda fengnum hlut en að freista þess að skora fleiri mörk og ganga þannig frá leiknum. „Kannski, við ætluðum að pressa á þá og nýta okkur vindinn og sækja annað mark. En það gekk illa og þegar menn finna það hopa menn kannski aðeins og freista þess að halda í það sem komið er. Þetta gerðist en það voru ekki mörg augnablik þar sem liðin voru líkleg til að skora,“ sagði Ásmundur að lokum. Arnar: Fannst við spila seinni hálfleikinn gríðarlega vel Arnar Grétarsson var vel klæddur enda kalt í Grafarvoginum.vísir/vilhelm Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var mátulega sáttur eftir jafnteflið við Fjölni í dag. KA var manni færri í 55 mínútur en kom til baka, jafnaði og náði í stig. „Rauð spjöld og mörk breyta leikjum og að lenda undir og vera manni færri var ansi brött brekka. Við náðum stigi en í stöðunni 1-1 fengum við dauðafæri. Mér fannst við spila seinni hálfleikinn gríðarlega vel og á tíma leit út fyrir að við værum ellefu á móti tíu,“ sagði Arnar eftir leik. „Ég er mjög sáttur með frammistöðu míns liðs, sérstaklega í seinni hálfleik og í upphafi leiks. Við ætluðum að sækja þrjú stig en í hálfleik hefðum við sætt okkur við eitt stig. En eftir á hefðum við viljað meira.“ Mikkel Qvist fékk á sig vítaspyrnu á 34. mínútu og var rekinn af velli fyrir að fleygja Sigurpáli Melberg Pálssyni til jarðar. Jón Gísli Ström skoraði úr vítinu og kom Fjölni yfir. „Þetta er svekkjandi. Það var búið að skalla boltann í burtu. Menn eru að gefa tilefni til að flauta á sig og það er ekki gott. Þetta er mjög svekkjandi og hann setti liðsfélagana í erfiða stöðu,“ sagði Arnar. KA er nú í 8. sæti deildarinnar með fimmtán stig. Arnar vill að koma KA-mönnum ofar í töfluna. „Við viljum meira. Við ætluðum okkur að taka þrjú stig hérna í dag. Markmiðið er að klífa töfluna og sjá hvert við komumst. Það er bara næsti leikur, sem er erfiður leikur gegn HK á heimavelli, og markmiðið þar er þrjú stig. Ef við náum því erum við komnir í betri stöðu,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla Fjölnir KA
Fjölnir bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í Pepsi Max-deild karla á tímabilinu. Í dag gerði liðið 1-1 jafntefli við KA á heimavelli þrátt fyrir að vera manni fleiri í 55 mínútur. Jón Gísli Ström kom Fjölni yfir á 35. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var á Mikkel Qvist. Danski varnarmaðurinn fékk líka rauða spjaldið. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði á 76. mínútu og níunda jafntefli KA í sumar staðreynd. KA-menn eru í 8. sæti deildarinnar en Fjölnismenn eru enn á botninum, átta stigum frá öruggu sæti. Haustið er komið og hávaðarok og rigning setti mark sitt á leikinn. KA byrjaði hann ívið betur og fékk nokkur hálffæri. En á 34. mínútu breyttist allt. Qvist henti þá Sigurpáli Melberg Pálssyni niður innan vítateigs. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, rak Qvist af velli og dæmdi vítaspyrnu, að því er virtist eftir ábendingu frá aðstoðardómara. Jón Gísli tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Skömmu síðar slapp hann í gegnum vörn KA en skaut yfir. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Gunnar Sigurðsson, markvarðaþjálfari Fjölnis, rautt spjald fyrir kröftugt mótmæli. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, fékk líka gult spjald. Nánast ekkert markvert gerðist framan af seinni hálfleik. Bæði lið biðu átekta og vildu ekki taka áhættu. Úr varð pattstaða sem var loks brotin upp á 76. mínútu þegar KA jafnaði. Hrannar Björn Steingrímsson átti þá fyrirgjöf frá vinstri sem Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður Fjölnis, misreiknaði illilega. Ásgeir nýtti sér það og jafnaði. Þegar fjórar mínútur voru eftir komst Almarr Omarsson í dauðafæri en Sigurpáll bjargaði með frábærri tæklingu. Lokatölur 1-1 í frekar bragðdaufum leik. Jón Gísli kemur Fjölni yfir með marki úr vítaspyrnu.vísir/vilhelm Af hverju varð jafntefli? Veðrið setti mark sitt á leikinn og í ljósi aðstæðna var erfitt að bjóða upp á góðan fótbolta. Mikið var um lélegar sendingar og leikmenn áttu í vandræðum með að hemja boltann. Leikurinn var annars mjög jafn, lítil bar í milli og fá afgerandi færi litu dagsins ljós. KA-menn eru þó líklegra sáttari en úrslitin en Fjölnismenn sem þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Hverjir stóðu upp úr? Grétar Snær Gunnarsson átti góðan leik á miðjunni hjá Fjölni, vann vel og reyndi að koma boltanum í spil. Nicklas Halse lék líka ágætlega við hlið hans og Jón Gísli var nokkuð ógnandi og skoraði. Ásgeir og Hrannar gerðu vel í jöfnunarmarkinu og Ívar Örn Árnason átti góða innkomu í seinni hálfleik og var vel á verði í vörninni. Hvað gekk illa? Atli Gunnar hefur alls ekki átt gott sumar og hann gerði afdrikarík mistök í jöfnunarmarki KA sem höfðu ekki verið líklegir til að skora fram að því. Qvist gerði sömuleiðis dýr mistök í fyrri hálfleik þegar fékk á sig vítaspyrnu og rautt spjald fyrir að henda Sigurpáli um koll. Hvað gerist næst? Að öllu óbreyttu eiga bæði lið heimaleiki á fimmtudaginn. KA tekur á móti HK og Fjölnir fær ÍA í heimsókn. Ásmundur: Ætluðum að pressa á þá og nýta okkur vindinn Ásmundur Arnarsson á hliðarlínunni í dag.vísir/vilhelm Eins og oft áður í sumar var Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, svekktur í leikslok. „Þetta er á topp þremur yfir mest svekkjandi úrslit tímabilsins,“ sagði Ásmundur eftir leikinn gegn KA. Fjölnir var manni fleiri í 55 mínútur og leiddi, 1-0, þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka. „Frammistaðan var heilt yfir ágæt, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við komust yfir og Jón Gísli [Ström] slapp í gegn þar sem við hefðum átt að skora. Staðan var góð í hálfleik, við vorum marki yfir, manni fleiri og með vindi. Það er erfitt að halda í boltann í þessum aðstæðum og okkur gekk erfiðlega að skapa eitthvað,“ sagði Ásmundur. „Það var jafnræði með liðunum í seinni hálfleik og lítið í gangi nema þegar þeir sköpuðu sér stöðu sem markið kom úr.“ Í seinni hálfleik virtust Fjölnismenn uppteknari af því að halda fengnum hlut en að freista þess að skora fleiri mörk og ganga þannig frá leiknum. „Kannski, við ætluðum að pressa á þá og nýta okkur vindinn og sækja annað mark. En það gekk illa og þegar menn finna það hopa menn kannski aðeins og freista þess að halda í það sem komið er. Þetta gerðist en það voru ekki mörg augnablik þar sem liðin voru líkleg til að skora,“ sagði Ásmundur að lokum. Arnar: Fannst við spila seinni hálfleikinn gríðarlega vel Arnar Grétarsson var vel klæddur enda kalt í Grafarvoginum.vísir/vilhelm Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var mátulega sáttur eftir jafnteflið við Fjölni í dag. KA var manni færri í 55 mínútur en kom til baka, jafnaði og náði í stig. „Rauð spjöld og mörk breyta leikjum og að lenda undir og vera manni færri var ansi brött brekka. Við náðum stigi en í stöðunni 1-1 fengum við dauðafæri. Mér fannst við spila seinni hálfleikinn gríðarlega vel og á tíma leit út fyrir að við værum ellefu á móti tíu,“ sagði Arnar eftir leik. „Ég er mjög sáttur með frammistöðu míns liðs, sérstaklega í seinni hálfleik og í upphafi leiks. Við ætluðum að sækja þrjú stig en í hálfleik hefðum við sætt okkur við eitt stig. En eftir á hefðum við viljað meira.“ Mikkel Qvist fékk á sig vítaspyrnu á 34. mínútu og var rekinn af velli fyrir að fleygja Sigurpáli Melberg Pálssyni til jarðar. Jón Gísli Ström skoraði úr vítinu og kom Fjölni yfir. „Þetta er svekkjandi. Það var búið að skalla boltann í burtu. Menn eru að gefa tilefni til að flauta á sig og það er ekki gott. Þetta er mjög svekkjandi og hann setti liðsfélagana í erfiða stöðu,“ sagði Arnar. KA er nú í 8. sæti deildarinnar með fimmtán stig. Arnar vill að koma KA-mönnum ofar í töfluna. „Við viljum meira. Við ætluðum okkur að taka þrjú stig hérna í dag. Markmiðið er að klífa töfluna og sjá hvert við komumst. Það er bara næsti leikur, sem er erfiður leikur gegn HK á heimavelli, og markmiðið þar er þrjú stig. Ef við náum því erum við komnir í betri stöðu,“ sagði Arnar að endingu.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti