Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur staðfest það að samkomulag sé nánast í höfn um að markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson komi til félagsins.
Vistaskipti Rúnars Alex frá Dijon til Arsenal hafa legið í loftinu alla þessa viku en eru ekki enn frágengin, að minnsta kosti opinberlega. Því verður Rúnar Alex væntanlega ekki á varamannabekknum þegar Arsenal tekur á móti West Ham á morgun í ensku úrvalsdeildinni.
Daily Mail segir að Rúnar Alex hafi gengist undir læknisskoðun í Frakklandi í gær og að hann ferðist til Lundúna í dag.
Arteta staðfesti það við James Olley, blaðamann ESPN, að Rúnar Alex væri á leiðinni en bætti jafnframt við að Arsenal gæti bætt við öðrum markverði. Félagið er á höttunum eftir David Raya hjá Brentford sem sagður er kosta 10 milljónir punda. Kaupverðið fyrir Rúnar Alex hefur verið sagt nema 1,5 - 2 milljónum punda.
On Zoom call with Arteta. Confirms Runarrson deal is close. Adds they could add another goalkeeper.
— James Olley (@JamesOlley) September 18, 2020
Says he feared Auba would leave at one point - "To be fair at the start when I joined, I wasn t as positive as I was in the last few weeks."
Wouldn't be drawn on Partey, Aouar.
Bernd Leno er aðalmarkvörður Arsenal en Emiliano Martinez var seldur til Aston Villa í vikunni fyrir 20 milljónir punda. Matt Macey hefur verið þriðji markvörður Arsenal en gæti farið frá félaginu, samkvæmt ESPN, þó að ekkert tilboð liggi fyrir í augnablikinu.