„Liverpool er að fá mögulega besta miðjumann heims fyrir fimm milljónir punda á ári“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 09:31 Thiago Alcantara tekur mynd af sér með Meistaradeildarbikarinn eftir sigurinn með Bayern München í ágúst. Getty/Michael Regan Það efast enginn um það að Englandsmeistarar Liverpool eru að fá frábæran leikmann í spænska miðjumanninum Thiago Alacantara og það má sjá á orðum eins knattspyrnusérfræðingsins á Sky Sports. Kaveh Solhekol, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports, er hreinlega gáttaður á því að Liverpool hafi tekist að landa Thiago Alacantara fyrir ekki meiri pening. Liverpool kaupir Thiago Alacantara á tuttugu milljónir punda og hann mun gera fjögurra ára samning við félagið til ársins 2024. „Þetta sýnir hvar Liverpool stendur í fótboltaheiminum á þessari stundu. Við erum að tala um leikmann sem var hjá Bayern München og hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hann er búinn að vinna sex titla í röð og var að landa Evrópumeistaratitlinum,“ sagði Kaveh Solhekol. Thiago was desperate to join Liverpool by weeks. During August negotiations, #LFC were ready to offer 20m. But Bayern Münich always asked for 30m and now Liverpool are gonna match the price tag. Man United just contacted his agent but never made a real bid. #LFC #MUFC— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2020 „Bayern setti nýjan fjögurra ára samning á borðið fyrir framan hann og hann ætlaði að skrifa undir hann. Á síðustu stundu skipti hann um skoðun og sagðist þurft nýja áskorun. Sú áskorun er að spila fyrir Liverpool og fyrir Jürgen Klopp. Það sýnir okkur hversu mikið aðdráttarafl Liverpool liðið hefur í dag,“ sagði Solhekol. „Þegar maður skoðar síðan samninginn. Það var sagt að Liverpool myndi aldrei borga uppgefið verð fyrir Thiago sem voru 30 milljónir evra. Þegar við skoðum samninginn núna þá sjáum við að þetta er í raun ótrúlegur samningur fyrir Liverpool,“ sagði Solhekol. „Liverpool er að borga tuttugu milljónir punda fyrir fjögur ár af Thiago sem gera fimm milljónir punda á ári. Liverpool er því að fá mögulega besta miðjumann heims fyrir fimm milljónir punda á ári,“ sagði Solhekol. „Að fá eins góðan leikmann og Thiago fyrir aðeins fimm milljónir punda á ári fær mann til að segja að þetta séu ótrúleg viðskipti hjá Liverpool. Þetta sýnir hversu hátt metið Liverpool er í heimsfótboltanum. Fyrir leikmann að snúa baki við Bayern München og fara til Liverpool eru frábærar fréttir fyrir félagið,“ sagði Solhekol. Það má sjá allt sem hann sagði hér fyrir neðan. "The deal is incredible for Liverpool, they are paying £5m a year for the best midfielder in the word, it is the best lease purchase I have seen!" @SkyKaveh on Thiago to Liverpool pic.twitter.com/vIKOY1EEDQ— Football Daily (@footballdaily) September 17, 2020 Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Það efast enginn um það að Englandsmeistarar Liverpool eru að fá frábæran leikmann í spænska miðjumanninum Thiago Alacantara og það má sjá á orðum eins knattspyrnusérfræðingsins á Sky Sports. Kaveh Solhekol, knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports, er hreinlega gáttaður á því að Liverpool hafi tekist að landa Thiago Alacantara fyrir ekki meiri pening. Liverpool kaupir Thiago Alacantara á tuttugu milljónir punda og hann mun gera fjögurra ára samning við félagið til ársins 2024. „Þetta sýnir hvar Liverpool stendur í fótboltaheiminum á þessari stundu. Við erum að tala um leikmann sem var hjá Bayern München og hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hann er búinn að vinna sex titla í röð og var að landa Evrópumeistaratitlinum,“ sagði Kaveh Solhekol. Thiago was desperate to join Liverpool by weeks. During August negotiations, #LFC were ready to offer 20m. But Bayern Münich always asked for 30m and now Liverpool are gonna match the price tag. Man United just contacted his agent but never made a real bid. #LFC #MUFC— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2020 „Bayern setti nýjan fjögurra ára samning á borðið fyrir framan hann og hann ætlaði að skrifa undir hann. Á síðustu stundu skipti hann um skoðun og sagðist þurft nýja áskorun. Sú áskorun er að spila fyrir Liverpool og fyrir Jürgen Klopp. Það sýnir okkur hversu mikið aðdráttarafl Liverpool liðið hefur í dag,“ sagði Solhekol. „Þegar maður skoðar síðan samninginn. Það var sagt að Liverpool myndi aldrei borga uppgefið verð fyrir Thiago sem voru 30 milljónir evra. Þegar við skoðum samninginn núna þá sjáum við að þetta er í raun ótrúlegur samningur fyrir Liverpool,“ sagði Solhekol. „Liverpool er að borga tuttugu milljónir punda fyrir fjögur ár af Thiago sem gera fimm milljónir punda á ári. Liverpool er því að fá mögulega besta miðjumann heims fyrir fimm milljónir punda á ári,“ sagði Solhekol. „Að fá eins góðan leikmann og Thiago fyrir aðeins fimm milljónir punda á ári fær mann til að segja að þetta séu ótrúleg viðskipti hjá Liverpool. Þetta sýnir hversu hátt metið Liverpool er í heimsfótboltanum. Fyrir leikmann að snúa baki við Bayern München og fara til Liverpool eru frábærar fréttir fyrir félagið,“ sagði Solhekol. Það má sjá allt sem hann sagði hér fyrir neðan. "The deal is incredible for Liverpool, they are paying £5m a year for the best midfielder in the word, it is the best lease purchase I have seen!" @SkyKaveh on Thiago to Liverpool pic.twitter.com/vIKOY1EEDQ— Football Daily (@footballdaily) September 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira