Rúnar úr leik og Ísland færist enn neðar Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2020 16:32 Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana léku í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð og mættu meðal annars Manchester United. vísir/getty Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir tap á heimavelli gegn Buducnost frá Svartfjallalandi, 1-0. Tapið gerir íslenskum félagsliðum erfitt fyrir. Eins og fram hefur komið mun Ísland missa eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum félagsliða karla, fari svo að KR tapi gegn Flora í Eistlandi í dag. Þá yrði nefnilega Wales komið upp fyrir Ísland á styrkleikalista UEFA, og Ísland komið niður í 51. sæti af 55 þjóðum Evrópu. Með sigri Buducnost er Svartfjallaland sömuleiðis komið upp fyrir Ísland sem þar með er í 52. sæti. Aðeins Eistland, Andorra og San Marínó eru neðar. Það er því allt undir hjá KR-ingum í Eistlandi en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport í opinni dagskrá. KR getur með sigri á Flora mögulega komið Íslandi upp fyrir bæði Wales og Svartfjallaland, en tapi liðið fær Ísland aðeins þrjú sæti í Evrópukeppni leiktíðina 2022-23. Það þýðir að aðeins Íslandsmeistarar, bikarmeistarar og liðið í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar á næstu leiktíð fengju Evrópusæti. Íslandsmeistararnir þyrftu auk þess að fara í sérstaka forkeppni fyrir Meistaradeildina, sem ein fjögurra neðstu þjóða Evrópu. Rúnar, sem missti af landsleikjum Íslands fyrr í þessum mánuði vegna meiðsla, lék allan leikinn í dag. Astana hefur komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða Meistaradeildarinnar á síðustu fimm leiktíðum, og einu sinni komist í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eða árið 2018. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Leikur KR og Flora Tallin sýndur beint Viðureign Flora Tallin og KR í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar verður sýnd beint á Stöð 2 eSport. 17. september 2020 13:49 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Astana eru úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir tap á heimavelli gegn Buducnost frá Svartfjallalandi, 1-0. Tapið gerir íslenskum félagsliðum erfitt fyrir. Eins og fram hefur komið mun Ísland missa eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum félagsliða karla, fari svo að KR tapi gegn Flora í Eistlandi í dag. Þá yrði nefnilega Wales komið upp fyrir Ísland á styrkleikalista UEFA, og Ísland komið niður í 51. sæti af 55 þjóðum Evrópu. Með sigri Buducnost er Svartfjallaland sömuleiðis komið upp fyrir Ísland sem þar með er í 52. sæti. Aðeins Eistland, Andorra og San Marínó eru neðar. Það er því allt undir hjá KR-ingum í Eistlandi en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport í opinni dagskrá. KR getur með sigri á Flora mögulega komið Íslandi upp fyrir bæði Wales og Svartfjallaland, en tapi liðið fær Ísland aðeins þrjú sæti í Evrópukeppni leiktíðina 2022-23. Það þýðir að aðeins Íslandsmeistarar, bikarmeistarar og liðið í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar á næstu leiktíð fengju Evrópusæti. Íslandsmeistararnir þyrftu auk þess að fara í sérstaka forkeppni fyrir Meistaradeildina, sem ein fjögurra neðstu þjóða Evrópu. Rúnar, sem missti af landsleikjum Íslands fyrr í þessum mánuði vegna meiðsla, lék allan leikinn í dag. Astana hefur komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða Meistaradeildarinnar á síðustu fimm leiktíðum, og einu sinni komist í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eða árið 2018.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Leikur KR og Flora Tallin sýndur beint Viðureign Flora Tallin og KR í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar verður sýnd beint á Stöð 2 eSport. 17. september 2020 13:49 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30
Leikur KR og Flora Tallin sýndur beint Viðureign Flora Tallin og KR í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar verður sýnd beint á Stöð 2 eSport. 17. september 2020 13:49