Án átta leikmanna vegna kórónuveiru | Svíum auðveldað verkið fyrir Íslandsför Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2020 14:00 Markvörðurinn Réka Szocs er meðal þeirra sem duttu út úr ungverska landsliðshópnum. Hér er hún í baráttu við Dagnýju Brynjarsdóttur í 4-1 sigri Íslands gegn Ungverjalandi í fyrra. VÍSIR/BÁRA Ungverjaland, sem leikur með Íslandi í riðli í undankeppni EM, verður án átta leikmanna gegn Svíþjóð á morgun vegna tveggja kórónuveirusmita. Svíar mæta því ekki sterkasta liði Ungverja á morgun, þegar Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli, en Ísland tekur svo á móti Svíþjóð næsta þriðjudagskvöld. Í yfirlýsingu frá ungverska knattspyrnusambandinu segir að tveir leikmenn hafi greinst með kórónuveiruna og að sex leikmenn til viðbótar hafi þurft að fara í sóttkví. Þá drógu tveir leikmenn til viðbótar sig út úr ungverska hópnum svo alls vantar tíu leikmenn sem valdir höfðu verið í síðustu viku. Félagslið leikmanna hafa rétt á að hafna því að landsliðskonur spili leikina nú í september, vegna tímabundinnar reglubreytingar FIFA. Í hópi þeirra sem missa af leiknum við Svíþjóð, og svo leiknum við Lettlandi í næstu viku, eru þrír leikmenn sem komu við sögu í 4-1 tapi Ungverja gegn Íslendingum fyrir ári síðan. Það eru markvörðurinn Réka Szocs, miðjumaðurinn Petra Kocsán og sóknarmaðurinn Fanni Vágó. Edina Markó, landsliðsþjálfari Ungverjalands, var með varann á þegar hún tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir átta dögum, því hún valdi 23 leikmenn og átta varamenn. Ungverski hópurinn fór í tvær skimanir fyrir kórónuveirunni áður en hann hélt til Svíþjóðar í gær, og fer aftur í skimun eftir leikinn og við heimkomu til Ungverjalands. Ungverjaland og Ísland mætast ytra 1. desember þegar undankeppni EM lýkur. EM 2021 í Englandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira
Ungverjaland, sem leikur með Íslandi í riðli í undankeppni EM, verður án átta leikmanna gegn Svíþjóð á morgun vegna tveggja kórónuveirusmita. Svíar mæta því ekki sterkasta liði Ungverja á morgun, þegar Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli, en Ísland tekur svo á móti Svíþjóð næsta þriðjudagskvöld. Í yfirlýsingu frá ungverska knattspyrnusambandinu segir að tveir leikmenn hafi greinst með kórónuveiruna og að sex leikmenn til viðbótar hafi þurft að fara í sóttkví. Þá drógu tveir leikmenn til viðbótar sig út úr ungverska hópnum svo alls vantar tíu leikmenn sem valdir höfðu verið í síðustu viku. Félagslið leikmanna hafa rétt á að hafna því að landsliðskonur spili leikina nú í september, vegna tímabundinnar reglubreytingar FIFA. Í hópi þeirra sem missa af leiknum við Svíþjóð, og svo leiknum við Lettlandi í næstu viku, eru þrír leikmenn sem komu við sögu í 4-1 tapi Ungverja gegn Íslendingum fyrir ári síðan. Það eru markvörðurinn Réka Szocs, miðjumaðurinn Petra Kocsán og sóknarmaðurinn Fanni Vágó. Edina Markó, landsliðsþjálfari Ungverjalands, var með varann á þegar hún tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir átta dögum, því hún valdi 23 leikmenn og átta varamenn. Ungverski hópurinn fór í tvær skimanir fyrir kórónuveirunni áður en hann hélt til Svíþjóðar í gær, og fer aftur í skimun eftir leikinn og við heimkomu til Ungverjalands. Ungverjaland og Ísland mætast ytra 1. desember þegar undankeppni EM lýkur.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira