Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2020 22:47 Veggspjöldum á borð við þetta þar sem kallað er eftir því að lögreglumennirnir verðir sóttir til saka hefur verið komið upp víða í Louisville. Getty/Jon Cherry Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara (1,6 milljarðar króna á gengi dagsins í dag) í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. Sáttin felur einnig í sér að umbætur verða gerðar á starfsemi lögreglunnar í borginni. Breonna, sem var svört, var 26 ára gömul þegar lögreglan í Lousville ruddist inn á heimili hennar og kærasta hennar í mars síðastliðnum og skaut hana að minnsta kosti fimm sinnum með þeim afleiðingum að hún lést. Lögreglan hafði fengið ábendingar um að fíkniefni væri að finna í íbúðinni en engin fíkniefni fundust á staðnum. Nafni Breonnu hefur verið haldið á lofti síðustu mánuði í fjölmennum mótmælum víðs vegar um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi í garð svartra hefur verið mótmælt. Lonita Baker, lögmaður fjölskyldu Breonnu, segir að greiðslan til fjölskyldunnar og þær umbætur sem fyrirhugaðar séu hjá lögreglunni í tengslum við sáttina séu aðeins fyrsta skrefið í því að ná fram réttlæti í málinu. Fjölskyldan vilji til að mynda að lögreglumennirnir sem bera ábyrgð á dauða Breonnu verði handteknir. Móðir Breonnu, Tamika Palmer, kallaði eftir því í stuttri yfirlýsingu í dag að lögreglumennirnir yrðu sóttir til saka. Þá hvatti hún almenning til þess að halda áfram að hrópa nafn Breonnu í baráttunni fyrir umbótum hjá lögreglunni í Bandaríkjunum. Black Lives Matter Bandaríkin Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara (1,6 milljarðar króna á gengi dagsins í dag) í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. Sáttin felur einnig í sér að umbætur verða gerðar á starfsemi lögreglunnar í borginni. Breonna, sem var svört, var 26 ára gömul þegar lögreglan í Lousville ruddist inn á heimili hennar og kærasta hennar í mars síðastliðnum og skaut hana að minnsta kosti fimm sinnum með þeim afleiðingum að hún lést. Lögreglan hafði fengið ábendingar um að fíkniefni væri að finna í íbúðinni en engin fíkniefni fundust á staðnum. Nafni Breonnu hefur verið haldið á lofti síðustu mánuði í fjölmennum mótmælum víðs vegar um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi í garð svartra hefur verið mótmælt. Lonita Baker, lögmaður fjölskyldu Breonnu, segir að greiðslan til fjölskyldunnar og þær umbætur sem fyrirhugaðar séu hjá lögreglunni í tengslum við sáttina séu aðeins fyrsta skrefið í því að ná fram réttlæti í málinu. Fjölskyldan vilji til að mynda að lögreglumennirnir sem bera ábyrgð á dauða Breonnu verði handteknir. Móðir Breonnu, Tamika Palmer, kallaði eftir því í stuttri yfirlýsingu í dag að lögreglumennirnir yrðu sóttir til saka. Þá hvatti hún almenning til þess að halda áfram að hrópa nafn Breonnu í baráttunni fyrir umbótum hjá lögreglunni í Bandaríkjunum.
Black Lives Matter Bandaríkin Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira