Segjast ekki beita sér í einstaka málum Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2020 14:19 Ásmundur Einar Daðason og Katrín Jakobsdóttir. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra neitaði að tjá sig við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. Umsókninni var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið. Lögmaður fjölskyldunnar hefur sent kærunefnd útlendingamála þrjár beiðnir. Tvær þeirra varðar endurupptöku málsins og ein um frestun réttaráhrifa. Sú fyrri sem varðar endurupptöku málsins snýr að sjónarmiðum um málsmeðferðartíma og hvernig hann skuli túlkaður. Málsmeðferðartími má ná sextán mánuðum og hefur dómsmálaráðherra sagt að málsmeðferðartími fjölskyldunnar sé innan þess tíma og því sé hægt að neita þeim um vernd. Seinni beiðnin um endurupptöku málsins lítur að nýfengnum upplýsingum um heilsufar fjölskylduföðurins, en hann er sagður með háan blóðþrýsting sem setur hann í áhættuhóp vegna Covid. Beiðnin sem varðar frestun réttaráhrifa lítur að stöðunni í Egyptalandi með tilliti til Covid-19 í dag. Aldrei fleiri fengið opinbera vernd Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra gaf færi á sér að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem hann sagði málið á forræði dómsmálaráðuneytisins. Hann hefði átt samtal við dómsmálaráðherra og spurt hvort lagt hefði verið mat á hagsmuni barnanna og það lægi til grundvallar ákvörðunarinnar. Viðtalið við Ásmund má sjá hér fyrir neðan. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði stöðuna í málaflokknum, sem varðar hælisleitendur, hafa verið rædda almennt á fundi ríkisstjórnar í morgun. Sagði Katrín að aldrei hefðu fleiri fengið alþjóðlega vernd á Íslandi og í fyrra og umsóknir orðnar mun fleiri. Hún sagði ýmislegt hafa verið gert til að bæta stöðu barna, til að mynda hefði málsmeðferðartíminn verið styttur. Spurð hvort hún sem forsætisráðherra muni beita sér fyrir því að egypsku börnin muni njóta verndar hér á landi, svaraði Katrín að hún beitti sér ekki í einstökum málum. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Segir ekki við kerfið að sakast í máli egypsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun. 15. september 2020 08:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra neitaði að tjá sig við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. Umsókninni var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið. Lögmaður fjölskyldunnar hefur sent kærunefnd útlendingamála þrjár beiðnir. Tvær þeirra varðar endurupptöku málsins og ein um frestun réttaráhrifa. Sú fyrri sem varðar endurupptöku málsins snýr að sjónarmiðum um málsmeðferðartíma og hvernig hann skuli túlkaður. Málsmeðferðartími má ná sextán mánuðum og hefur dómsmálaráðherra sagt að málsmeðferðartími fjölskyldunnar sé innan þess tíma og því sé hægt að neita þeim um vernd. Seinni beiðnin um endurupptöku málsins lítur að nýfengnum upplýsingum um heilsufar fjölskylduföðurins, en hann er sagður með háan blóðþrýsting sem setur hann í áhættuhóp vegna Covid. Beiðnin sem varðar frestun réttaráhrifa lítur að stöðunni í Egyptalandi með tilliti til Covid-19 í dag. Aldrei fleiri fengið opinbera vernd Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra gaf færi á sér að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem hann sagði málið á forræði dómsmálaráðuneytisins. Hann hefði átt samtal við dómsmálaráðherra og spurt hvort lagt hefði verið mat á hagsmuni barnanna og það lægi til grundvallar ákvörðunarinnar. Viðtalið við Ásmund má sjá hér fyrir neðan. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði stöðuna í málaflokknum, sem varðar hælisleitendur, hafa verið rædda almennt á fundi ríkisstjórnar í morgun. Sagði Katrín að aldrei hefðu fleiri fengið alþjóðlega vernd á Íslandi og í fyrra og umsóknir orðnar mun fleiri. Hún sagði ýmislegt hafa verið gert til að bæta stöðu barna, til að mynda hefði málsmeðferðartíminn verið styttur. Spurð hvort hún sem forsætisráðherra muni beita sér fyrir því að egypsku börnin muni njóta verndar hér á landi, svaraði Katrín að hún beitti sér ekki í einstökum málum. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Segir ekki við kerfið að sakast í máli egypsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun. 15. september 2020 08:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58
Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19
Segir ekki við kerfið að sakast í máli egypsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun. 15. september 2020 08:56