Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 17:00 Margrét Lára Viðarsdóttir endaði landsliðsferilinn með því að skora gegn Lettum fyrir ellefu mánuðum síðan. Getty/Gauti Sveinsson Íslenska kvennalandsliðið spilar fyrsta leik sinn í undankeppni EM á þessu ári þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn á fimmtudagskvöldið. Fyrsti keppnisleikur íslenska kvennalandsliðsins í 345 daga verður á móti sömu þjóð og liðið spilaði síðast við í undankeppni EM. Íslensku stelpurnar enduðu árið 2019 með því að vinna Lettland 6-0 á útivelli. Leikurinn í Lettlandi 8. október 2019 verður alltaf stór hluti af sögu liðsins því þarna endaði Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, landsliðsferil sinn með því að koma inn á sem varamaður og skorað síðasta markið í sínum síðasta landsleik. Margrét Lára endaði ferilinn með 79 mörk í 124 landsleikjum. Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum hingað til en íslenska kvennalandsliðið hefur unnið þrjá leiki sína gegn þeim með samtals markatölunni 23-0. Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað í öllum þessum þremur leikjum og samtals sex mörk. Margrét Lára skorar ekki fleiri mörk en í leiknum á fimmtudaginn eru þrír leikmenn sem skoruðu í 6-0 sigrinum í Lettlandi fyrir ellefu mánuðum síðan. Það eru Elín Metta Jensen, Dagný Brynjarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um leikinn fyrir tæpu ári síðan. Klippa: Frétt Stöð 2 um 6-0 sigur á Lettlandi árið 2019 Fanndís Friðriksdóttir, sem skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum í leiknum í Lettlandi, er komin í barnsburðarleyfi og er því ekki með liðinu í haust. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, skoraði ekki á móti Lettlandi í fyrra en hún skoraði aftur á móti í báðum sigurleikjunum á móti Eistlandi sem voru spilaði 2009 og 2010. Sara Björk skoraði eitt mark í 12-0 sigri í fyrri leiknum og tvö mörk í 5-0 sigri í þeim seinni. Rakel Hönnudóttir skoraði líka í öðrum leikjanna og spilaði þá báða en hún er líka með landsliðinu núna. Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. EM 2021 í Englandi Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar fyrsta leik sinn í undankeppni EM á þessu ári þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn á fimmtudagskvöldið. Fyrsti keppnisleikur íslenska kvennalandsliðsins í 345 daga verður á móti sömu þjóð og liðið spilaði síðast við í undankeppni EM. Íslensku stelpurnar enduðu árið 2019 með því að vinna Lettland 6-0 á útivelli. Leikurinn í Lettlandi 8. október 2019 verður alltaf stór hluti af sögu liðsins því þarna endaði Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, landsliðsferil sinn með því að koma inn á sem varamaður og skorað síðasta markið í sínum síðasta landsleik. Margrét Lára endaði ferilinn með 79 mörk í 124 landsleikjum. Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum hingað til en íslenska kvennalandsliðið hefur unnið þrjá leiki sína gegn þeim með samtals markatölunni 23-0. Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað í öllum þessum þremur leikjum og samtals sex mörk. Margrét Lára skorar ekki fleiri mörk en í leiknum á fimmtudaginn eru þrír leikmenn sem skoruðu í 6-0 sigrinum í Lettlandi fyrir ellefu mánuðum síðan. Það eru Elín Metta Jensen, Dagný Brynjarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um leikinn fyrir tæpu ári síðan. Klippa: Frétt Stöð 2 um 6-0 sigur á Lettlandi árið 2019 Fanndís Friðriksdóttir, sem skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum í leiknum í Lettlandi, er komin í barnsburðarleyfi og er því ekki með liðinu í haust. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, skoraði ekki á móti Lettlandi í fyrra en hún skoraði aftur á móti í báðum sigurleikjunum á móti Eistlandi sem voru spilaði 2009 og 2010. Sara Björk skoraði eitt mark í 12-0 sigri í fyrri leiknum og tvö mörk í 5-0 sigri í þeim seinni. Rakel Hönnudóttir skoraði líka í öðrum leikjanna og spilaði þá báða en hún er líka með landsliðinu núna. Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira