Paolo Maldini: AC Milan hræðist leikinn við Shamrock Rovers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 22:15 Paolo Maldini hefur miklar áhyggjur af leiknum í Dublin. Getty/Marco Luzzani Það eru ekki margir sem spá Shamrock Rovers sigri í forkeppni Evrópudeildarinnar á móti AC Milan en ein af stærstu goðsögnum ítalska félagsins segir að innanbúðarmenn hjá AC Milan sé hræddir við þennan leik. Shamrock Rovers tekur á móti AC Milan í Dublin á fimmtudaginn og í boði er sæti í þriðju umferð forkeppninnar. Aðeins einn leikur er spilaður vegna kórónuveirufaraldursins. AC Milan gosögnin Paolo Maldini viðurkennir í samtali við Sky Italia að AC Milan hafi áhyggjur af þessum leik. Shamrock Rovers er á miðju tímabili og með átta stiga forskot þegar sjö leikir eru eftir. AC Milan er hins vegar á undirbúningstímabiiunu og leikurinn á móti Shamrock Rovers verður fyrsti keppnisleikur ítalska liðsins á nýju tímabili. AC Milan supremo Paolo Maldini admits the Italian giants are "concerned" about Thursday's Europa League clash with Shamrock Rovershttps://t.co/st8lPwJ8KL pic.twitter.com/IMC9AQPRX1— Independent Sport (@IndoSport) September 15, 2020 „Þetta er leikur sem við hræðumst mikið,“ sagði Paolo Maldini í viðtalinu á Sky Italia. „Þeir eru með lið sem hefur verið að gera vel. Þeir eru efstir í sinni deild og við erum að glíma við meiðsli,“ sagði Maldini. Paolo Maldini er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan og það væri vandræðalegt fyrir hann og félagið ef AC Milan kæmist ekki í gegnum aðra umferð forkeppninnar. Einn af þessum leikmönnum sem eru spurningarmerki er Svíinn Zlatan Ibrahimovic. Zlatan hefur verið meiddur en AC Milan vonast til þess að hann geti spilað leikinn. Shamrock Rovers féll út á móti Apollon Limassol frá Kýpur á annarri umferðinni í fyrra eftir að hafa slegið út Brann í fyrstu umferð. Að þessu sinni vann Shamrock Rovers finnska liðið Ilves í vítakeppni í fyrstu umferðinni. Shamrock Rovers mætti Stjörnunni í þessari sömu keppni árið 2015 og vann þá báða leikina 1-0. Írska liðið lenti síðast á móti ítölsku félagi árið 2010 en Juventus sló þá út Shamrock Rovers samanlagt 3-0. Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Það eru ekki margir sem spá Shamrock Rovers sigri í forkeppni Evrópudeildarinnar á móti AC Milan en ein af stærstu goðsögnum ítalska félagsins segir að innanbúðarmenn hjá AC Milan sé hræddir við þennan leik. Shamrock Rovers tekur á móti AC Milan í Dublin á fimmtudaginn og í boði er sæti í þriðju umferð forkeppninnar. Aðeins einn leikur er spilaður vegna kórónuveirufaraldursins. AC Milan gosögnin Paolo Maldini viðurkennir í samtali við Sky Italia að AC Milan hafi áhyggjur af þessum leik. Shamrock Rovers er á miðju tímabili og með átta stiga forskot þegar sjö leikir eru eftir. AC Milan er hins vegar á undirbúningstímabiiunu og leikurinn á móti Shamrock Rovers verður fyrsti keppnisleikur ítalska liðsins á nýju tímabili. AC Milan supremo Paolo Maldini admits the Italian giants are "concerned" about Thursday's Europa League clash with Shamrock Rovershttps://t.co/st8lPwJ8KL pic.twitter.com/IMC9AQPRX1— Independent Sport (@IndoSport) September 15, 2020 „Þetta er leikur sem við hræðumst mikið,“ sagði Paolo Maldini í viðtalinu á Sky Italia. „Þeir eru með lið sem hefur verið að gera vel. Þeir eru efstir í sinni deild og við erum að glíma við meiðsli,“ sagði Maldini. Paolo Maldini er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan og það væri vandræðalegt fyrir hann og félagið ef AC Milan kæmist ekki í gegnum aðra umferð forkeppninnar. Einn af þessum leikmönnum sem eru spurningarmerki er Svíinn Zlatan Ibrahimovic. Zlatan hefur verið meiddur en AC Milan vonast til þess að hann geti spilað leikinn. Shamrock Rovers féll út á móti Apollon Limassol frá Kýpur á annarri umferðinni í fyrra eftir að hafa slegið út Brann í fyrstu umferð. Að þessu sinni vann Shamrock Rovers finnska liðið Ilves í vítakeppni í fyrstu umferðinni. Shamrock Rovers mætti Stjörnunni í þessari sömu keppni árið 2015 og vann þá báða leikina 1-0. Írska liðið lenti síðast á móti ítölsku félagi árið 2010 en Juventus sló þá út Shamrock Rovers samanlagt 3-0.
Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira