Glazer fjölskyldan hefur tekið fimmtán milljarða út úr Man. United á fimm árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 12:30 Bræðurnir Avram Glazer og Joel Glazer, eigendur Manchester United, taka mynd af sér með knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Getty/ Xavier Bonilla Það er óvissuástand í heiminum enda erum við stödd í miðjum heimsfaraldri. Það reynir á ensku úrvalsdeildarfélögin eins og önnur íþróttafélög þegar innkoman hrynur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni verður opinn fram í október en flest lið fyrir utan Chelsea hafa verið róleg á markaðnum til þessa. Liverpool er dæmi um félag sem vill ekki eyða miklum peningum í núverandi ástandi en Chelsea hefur aftur á móti keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda. Þarna er mikill munur á. Flest félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki efni á að setja mikinn pening í nýja leikmenn án þess að setja reksturinn í uppnám. Það eru aftur á móti nokkur félög sem njóta góðs af því að eiga ríka eigendur. Chelsea: £440 million Liverpool: £75 million Arsenal: £0 Man Utd: -£89 million Yes, Man Utd have PAID their owners £89 million in the last five years Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 14. september 2020 En hversu miklum pening eru þessir eigendur tilbúnir að dæla inn í félögin? Swiss Ramble tók það saman hversu stórum fjárhæðum eigendur ensku úrvalsdeildarfélaganna hafa verið tilbúnir að setja inn í sitt félag. Þar kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Roman Abramovich er í sérflokki meðal eigandanna þegar kemur að því að dæla pening inn í fótboltafélagið og það sést vel á þessari úttekt. Það er kannski ekkert skrítið að Chelsea sé tilbúið að eyða öllum þessum milljónum punda. Roman Abramovich hefur sett 440 milljónir punda inn í Chelsea á síðustu fimm árum sem er miklu meira en allir aðrir eigendur. Næstur kemur eigandi Everton með 229 milljónir punda og þá eigandi Aston Villa með 193 milljónir. Það athyglisverðasta við samantektina er þó félögin á hinum enda listans. Þar eru eigendurnir ekki að láta félagið hafa pening heldur að taka peninginn út. Newcastle hefur borgað Mike Ashley átján milljónir punda á síðustu fimm árum og Daniel Levy hefur fengið 40 milljónir punda frá Tottenham. Það er hins vegar eitt félag í sérflokki. Manchester United hefur nefnilega borgað Glazers fjölskyldunni 89 milljónir punda á síðustu fimm árum en áð eru meira en fimmtán og hálfur milljarður íslenskra króna. #MUFC have paid £209m in last 5 years to fund Glazers ownership structure: £120m interest plus £89m dividends. In fact, in last 10 years they spent an extraordinary £838m on financing: £488m interest, £251m debt repayments & £99m dividends. Took out £140m loan since year-end. pic.twitter.com/iUpefK70IX— Swiss Ramble (@SwissRamble) September 14, 2020 Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira
Það er óvissuástand í heiminum enda erum við stödd í miðjum heimsfaraldri. Það reynir á ensku úrvalsdeildarfélögin eins og önnur íþróttafélög þegar innkoman hrynur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni verður opinn fram í október en flest lið fyrir utan Chelsea hafa verið róleg á markaðnum til þessa. Liverpool er dæmi um félag sem vill ekki eyða miklum peningum í núverandi ástandi en Chelsea hefur aftur á móti keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda. Þarna er mikill munur á. Flest félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki efni á að setja mikinn pening í nýja leikmenn án þess að setja reksturinn í uppnám. Það eru aftur á móti nokkur félög sem njóta góðs af því að eiga ríka eigendur. Chelsea: £440 million Liverpool: £75 million Arsenal: £0 Man Utd: -£89 million Yes, Man Utd have PAID their owners £89 million in the last five years Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 14. september 2020 En hversu miklum pening eru þessir eigendur tilbúnir að dæla inn í félögin? Swiss Ramble tók það saman hversu stórum fjárhæðum eigendur ensku úrvalsdeildarfélaganna hafa verið tilbúnir að setja inn í sitt félag. Þar kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Roman Abramovich er í sérflokki meðal eigandanna þegar kemur að því að dæla pening inn í fótboltafélagið og það sést vel á þessari úttekt. Það er kannski ekkert skrítið að Chelsea sé tilbúið að eyða öllum þessum milljónum punda. Roman Abramovich hefur sett 440 milljónir punda inn í Chelsea á síðustu fimm árum sem er miklu meira en allir aðrir eigendur. Næstur kemur eigandi Everton með 229 milljónir punda og þá eigandi Aston Villa með 193 milljónir. Það athyglisverðasta við samantektina er þó félögin á hinum enda listans. Þar eru eigendurnir ekki að láta félagið hafa pening heldur að taka peninginn út. Newcastle hefur borgað Mike Ashley átján milljónir punda á síðustu fimm árum og Daniel Levy hefur fengið 40 milljónir punda frá Tottenham. Það er hins vegar eitt félag í sérflokki. Manchester United hefur nefnilega borgað Glazers fjölskyldunni 89 milljónir punda á síðustu fimm árum en áð eru meira en fimmtán og hálfur milljarður íslenskra króna. #MUFC have paid £209m in last 5 years to fund Glazers ownership structure: £120m interest plus £89m dividends. In fact, in last 10 years they spent an extraordinary £838m on financing: £488m interest, £251m debt repayments & £99m dividends. Took out £140m loan since year-end. pic.twitter.com/iUpefK70IX— Swiss Ramble (@SwissRamble) September 14, 2020
Enski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira