Farseðillinn til Ítalíu tæklaður af Hólmberti? Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2020 17:45 Hólmbert Aron Friðjónsson fagnar eftir að hafa komið Íslandi yfir gegn Belgíu í síðustu viku. vísir/getty Hólmbert Aron Friðjónsson meiddist, var svikinn um vítaspyrnu og gæti hafa misst af tækifæri til að fara til ítalska knattspyrnufélagsins Brescia, alla vega um tíma. Hólmbert, sem skoraði mark Íslands gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á dögunum, fór meiddur af velli á 28. mínútu í leik með Aalesund gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í gær. Óttast var að meiðslin gætu verið alvarleg en norski miðillinn VG hefur eftir manni úr sjúkrateymi Aalesund að við myndatöku í dag hafi komið í ljós að ökkli Hólmberts væri óbrotinn, og að vonir stæðu til að hann gæti jafnvel spilað í næsta leik. Hólmbert hefði átt að fá vítaspyrnu vegna tæklingarinnar en ekkert var dæmt og raunir Aalesund jukust. Liðið er langneðst í deildinni með sjö stig eftir sautján leiki. Tæklinguna má sjá eftir 25 sekúndur af myndskeiðinu hér að neðan. Hólmbert hefur verið orðaður við ítalska B-deildarliðið Brescia, sem Birkir Bjarnason leikur með, og Sunnmörsposten segir í dag að Aalesund hafi hafnað tilboði frá Ítalíu í framherjann. Joacim Jonsson, sérfræðingur Eurosport í Noregi, sagði í gær að meiðsli Hólmberts gætu sett stórt strik í reikninginn varðandi vonir hans um að komast til Ítalíu. Nú er þó komið í ljós að meiðslin eru ekki alvarleg. „Strákurinn er á leiðinni út. Það var meira og minna frágengið. Ég hefði giskað á að þetta yrði hans síðasti leikur hérna, en nú gæti allt frestast varðandi samning. Fótbolti er ferskvara. Það gæti farið svo að þessi möguleiki bjóðist ekki aftur,“ sagði Jonsson. Norski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íslenska liðið fékk óvænta forgjöf á móti heimsklassaliði Belgíu í kvöld en þegar upp var staðið þá höfðu þeir fengið kennslustund frá frábæru fótboltaliði. 8. september 2020 20:59 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Hólmbert Aron Friðjónsson meiddist, var svikinn um vítaspyrnu og gæti hafa misst af tækifæri til að fara til ítalska knattspyrnufélagsins Brescia, alla vega um tíma. Hólmbert, sem skoraði mark Íslands gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á dögunum, fór meiddur af velli á 28. mínútu í leik með Aalesund gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í gær. Óttast var að meiðslin gætu verið alvarleg en norski miðillinn VG hefur eftir manni úr sjúkrateymi Aalesund að við myndatöku í dag hafi komið í ljós að ökkli Hólmberts væri óbrotinn, og að vonir stæðu til að hann gæti jafnvel spilað í næsta leik. Hólmbert hefði átt að fá vítaspyrnu vegna tæklingarinnar en ekkert var dæmt og raunir Aalesund jukust. Liðið er langneðst í deildinni með sjö stig eftir sautján leiki. Tæklinguna má sjá eftir 25 sekúndur af myndskeiðinu hér að neðan. Hólmbert hefur verið orðaður við ítalska B-deildarliðið Brescia, sem Birkir Bjarnason leikur með, og Sunnmörsposten segir í dag að Aalesund hafi hafnað tilboði frá Ítalíu í framherjann. Joacim Jonsson, sérfræðingur Eurosport í Noregi, sagði í gær að meiðsli Hólmberts gætu sett stórt strik í reikninginn varðandi vonir hans um að komast til Ítalíu. Nú er þó komið í ljós að meiðslin eru ekki alvarleg. „Strákurinn er á leiðinni út. Það var meira og minna frágengið. Ég hefði giskað á að þetta yrði hans síðasti leikur hérna, en nú gæti allt frestast varðandi samning. Fótbolti er ferskvara. Það gæti farið svo að þessi möguleiki bjóðist ekki aftur,“ sagði Jonsson.
Norski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íslenska liðið fékk óvænta forgjöf á móti heimsklassaliði Belgíu í kvöld en þegar upp var staðið þá höfðu þeir fengið kennslustund frá frábæru fótboltaliði. 8. september 2020 20:59 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íslenska liðið fékk óvænta forgjöf á móti heimsklassaliði Belgíu í kvöld en þegar upp var staðið þá höfðu þeir fengið kennslustund frá frábæru fótboltaliði. 8. september 2020 20:59
Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53