Mótmæla áformum um háhýsi á Oddeyrinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2020 15:36 Umræða umuppbyggingu á fjölbýlishúsum á Oddeyrinni er aftur farin af stað. Mynd/Zeppelin arkitektar Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1700 manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. Forsprakki síðunnar telur að Akureyrarbær þurfi að kalla eftir afstöðu bæjarbúa til málsins á formlegan hátt. Tilefnið mótmælanna er það að meirihluti skipulagsráðs bæjarins samþykkti í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting sem snýr að fyrirhugaðri uppbyggingu verði auglýst. Umrædd tillaga er umdeild á meðal bæjarbúa en hún felur í sér að heimilað verði að byggja sex til átta hæða hús með verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðinni á umræddum reit, sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Umrædd tillaga var kynnt bæjarbúum í maí. Samkvæmt henni hefur verið dregið úr hæð bygginganna samkvæmt fyrstu hugmyndum, sem gerðu ráð fyrir allt að ellefu hæða byggingu á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum, og því þarf að breyta skipulaginu svo hægt sé að ráðast í uppbygginguna. Í samtali við Vísi segir Hrefna Rut Níelsdóttir, íbúi á Akureyri og stofnandi hópsins Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni á Akureyri, að hún sé mótfallinn fyrirhuguðum hugmyndum um uppbyggingu á reitnum. Hún telji að húsin eins og þau hafi verið kynnt passi ekki að aðliggjandi byggð auk þess sem að bæjaryfirvöld þurfi að spyrja íbúa bæjarins formlega um álit þeirra á húsunum. Umræddur reitur sé á áberandi stað og um mikla stefnubreytingu væri að ræða yrði tillagan samþykkt. Segir hún að tilgangur þess að stofna hópinn hafi verið sá að skapa umræðugrundvöll fyrir íbúa bæjarins til þess að ræða hugmyndina. Sem fyrr segir hefur skipulagsráð lagt til að bæjarstjórnin samþykki að auglýsa tillöguna, en málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Verði tillagan samþykkt fer hún til Skipulagsstofnunar til athugunar. Í framhaldinu verður hún auglýst og kynnt í sex vikur. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/Akureyrarbær Á þeim fá bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar tækifæri til að koma sínum athugasemdum á framfæri áður en skipulagsráð og bæjarstórn taka málið fyrir að nýju. Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1700 manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. Forsprakki síðunnar telur að Akureyrarbær þurfi að kalla eftir afstöðu bæjarbúa til málsins á formlegan hátt. Tilefnið mótmælanna er það að meirihluti skipulagsráðs bæjarins samþykkti í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting sem snýr að fyrirhugaðri uppbyggingu verði auglýst. Umrædd tillaga er umdeild á meðal bæjarbúa en hún felur í sér að heimilað verði að byggja sex til átta hæða hús með verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðinni á umræddum reit, sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Umrædd tillaga var kynnt bæjarbúum í maí. Samkvæmt henni hefur verið dregið úr hæð bygginganna samkvæmt fyrstu hugmyndum, sem gerðu ráð fyrir allt að ellefu hæða byggingu á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum, og því þarf að breyta skipulaginu svo hægt sé að ráðast í uppbygginguna. Í samtali við Vísi segir Hrefna Rut Níelsdóttir, íbúi á Akureyri og stofnandi hópsins Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni á Akureyri, að hún sé mótfallinn fyrirhuguðum hugmyndum um uppbyggingu á reitnum. Hún telji að húsin eins og þau hafi verið kynnt passi ekki að aðliggjandi byggð auk þess sem að bæjaryfirvöld þurfi að spyrja íbúa bæjarins formlega um álit þeirra á húsunum. Umræddur reitur sé á áberandi stað og um mikla stefnubreytingu væri að ræða yrði tillagan samþykkt. Segir hún að tilgangur þess að stofna hópinn hafi verið sá að skapa umræðugrundvöll fyrir íbúa bæjarins til þess að ræða hugmyndina. Sem fyrr segir hefur skipulagsráð lagt til að bæjarstjórnin samþykki að auglýsa tillöguna, en málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Verði tillagan samþykkt fer hún til Skipulagsstofnunar til athugunar. Í framhaldinu verður hún auglýst og kynnt í sex vikur. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/Akureyrarbær Á þeim fá bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar tækifæri til að koma sínum athugasemdum á framfæri áður en skipulagsráð og bæjarstórn taka málið fyrir að nýju.
Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent