Júlían náði síðasta metinu af þjálfaranum | Sóley í metaham í Njarðvík Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2020 17:00 Júlían þurfti að æfa við ansi þröngar aðstæður á tímum samkomubanns á þessu ári. VÍSIR/VILHELM Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, nýtti langþráð tækifæri til að keppa um helgina þegar hann tók þátt í Íslandsmótinu í kraftlyftingum í Njarðvík. Júlían lyfti 415 kg í hnébeygju og bætti þar með Íslandsmet Auðuns Jónssonar um 2,5 kg. Júlían segir í samtali við RÚV að Auðunn hafi einmitt verið þjálfari hans á mótinu, og séð Júlían bæta síðasta metið sem Auðunn átti í +120 kg þyngdarflokknum. Júlían á nú öll Íslandsmetin í +120 kg flokki. Hann hefur mest lyft 330,5 kg í bekkpressu og 405,50 í réttstöðulyftu, sem er jafnframt heimsmet. Samanlagt hefur hann mest lyft 1.148 kg, en þá er horft til árangurs á einu og sama móti. Í Njarðvík lyfti Júlían 330,5 kg í bekkpressu og svo 390 kg í réttstöðulyftu. Samtals lyfti hann því 1.135 kg á Íslandsmótinu. Sóley lyfti samtals 665 kílóum Sóley Margrét Jónsdóttir, sem er frá Akureyri en flutti sig yfir í Breiðablik í vor, var í enn meiri metaham í Njarðvík. Þessi 19 ára heimsmeistari unglinga setti Íslands- og ungmennamet í bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðu. Sóley, sem keppir í +84 kg flokki, lyfti mest 180 kg í bekkpressu og 220 kg í réttstöðulyftu. Samtals lyfti hún 665 kg. Þau Júlían og Sóley hafa ekki getað keppt á alþjóðlegum kraftlyftingamótum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en úrslitin um helgina gefa góð fyrirheit fyrir það sem koma skal þegar alþjóðlegt mótahald hefst að nýju. Kraftlyftingar Tengdar fréttir Júlían J. K. æfir í Putalandi Það eru margir sem vita fátt betra en að rífa allhressilega í lóðin. Einn af þeim er kraftlyfingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson sem var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra. 27. apríl 2020 16:03 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sjá meira
Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, nýtti langþráð tækifæri til að keppa um helgina þegar hann tók þátt í Íslandsmótinu í kraftlyftingum í Njarðvík. Júlían lyfti 415 kg í hnébeygju og bætti þar með Íslandsmet Auðuns Jónssonar um 2,5 kg. Júlían segir í samtali við RÚV að Auðunn hafi einmitt verið þjálfari hans á mótinu, og séð Júlían bæta síðasta metið sem Auðunn átti í +120 kg þyngdarflokknum. Júlían á nú öll Íslandsmetin í +120 kg flokki. Hann hefur mest lyft 330,5 kg í bekkpressu og 405,50 í réttstöðulyftu, sem er jafnframt heimsmet. Samanlagt hefur hann mest lyft 1.148 kg, en þá er horft til árangurs á einu og sama móti. Í Njarðvík lyfti Júlían 330,5 kg í bekkpressu og svo 390 kg í réttstöðulyftu. Samtals lyfti hann því 1.135 kg á Íslandsmótinu. Sóley lyfti samtals 665 kílóum Sóley Margrét Jónsdóttir, sem er frá Akureyri en flutti sig yfir í Breiðablik í vor, var í enn meiri metaham í Njarðvík. Þessi 19 ára heimsmeistari unglinga setti Íslands- og ungmennamet í bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðu. Sóley, sem keppir í +84 kg flokki, lyfti mest 180 kg í bekkpressu og 220 kg í réttstöðulyftu. Samtals lyfti hún 665 kg. Þau Júlían og Sóley hafa ekki getað keppt á alþjóðlegum kraftlyftingamótum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en úrslitin um helgina gefa góð fyrirheit fyrir það sem koma skal þegar alþjóðlegt mótahald hefst að nýju.
Kraftlyftingar Tengdar fréttir Júlían J. K. æfir í Putalandi Það eru margir sem vita fátt betra en að rífa allhressilega í lóðin. Einn af þeim er kraftlyfingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson sem var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra. 27. apríl 2020 16:03 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sjá meira
Júlían J. K. æfir í Putalandi Það eru margir sem vita fátt betra en að rífa allhressilega í lóðin. Einn af þeim er kraftlyfingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson sem var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra. 27. apríl 2020 16:03