Eyjatríóið hittir lettneska hópinn í Reykjavík Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2020 14:00 Karlina Miksone skallar boltann í leik gegn Stjörnunni. Hún hefur skorað fjögur mörk í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. Lettneski hópurinn kom saman í Riga í gær, að mestu leyti. Í hópinn vantar þó Eyjakonurnar þrjár, sem heita Eliza Spruntule, Karlina Miksone og Olga Shevcova. Að sögn Andra Ólafssonar, þjálfara ÍBV, hitta þær liðsfélaga sína í landsliðinu einfaldlega í Reykjavík á miðvikudaginn í stað þess að ferðast heim til Lettlands og taka fullan þátt í undirbúningnum. Miksone mætir Íslandi eftir að hafa skorað bæði mörk ÍBV gegn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, einum þriggja markvarða íslenska landsliðsins, í 2-2 jafntefli við Fylki í gær. Miksone hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni og Sevcova þrjú. Olga Shevcova í baráttunni um boltann í leik með ÍBV í sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Í átján manna leikmannahópi Didzis Matiss, landsliðsþjálfara Lettlands, eru annars aðallega leikmenn sem spila heima í Lettlandi. Hin 21 árs gamla Sandra Voitane er þó á mála hjá nýliðum SV Meppen í efstu deild Þýskalands, Ligita Tumane spilar í ítölsku C-deildinni og Laura Sondore á Kýpur. Matiss verður á hliðarlínunni á fimmtudag öfugt við kollega sinn hjá Íslandi, Jón Þór Hauksson, sem tekur út leikbann. Hvert mark getur reynst dýrmætt Hvert stig og jafnvel hvert mark getur skipt sköpum fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast á EM. Ísland er í baráttu við Svíþjóð um efsta sæti F-riðils og að komast þar með beint á EM. Liðið sem lendir í 2. sæti gæti komist beint á EM því liðin með bestan árangur í 2. sæti, í þremur riðlum af níu, komast beint á EM. Hin sex fara í umspil. Eins og staðan er núna er Ísland til að mynda þremur mörkum frá því að vera með þriðja besta árangurinn, í stað Danmerkur. Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa en á eftir tvo leiki við Svíþjóð, leikinn við Lettland og útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu áður en undankeppninni lýkur 1. desember. EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira
ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM. Lettneski hópurinn kom saman í Riga í gær, að mestu leyti. Í hópinn vantar þó Eyjakonurnar þrjár, sem heita Eliza Spruntule, Karlina Miksone og Olga Shevcova. Að sögn Andra Ólafssonar, þjálfara ÍBV, hitta þær liðsfélaga sína í landsliðinu einfaldlega í Reykjavík á miðvikudaginn í stað þess að ferðast heim til Lettlands og taka fullan þátt í undirbúningnum. Miksone mætir Íslandi eftir að hafa skorað bæði mörk ÍBV gegn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, einum þriggja markvarða íslenska landsliðsins, í 2-2 jafntefli við Fylki í gær. Miksone hefur skorað fjögur mörk í Pepsi Max-deildinni og Sevcova þrjú. Olga Shevcova í baráttunni um boltann í leik með ÍBV í sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Í átján manna leikmannahópi Didzis Matiss, landsliðsþjálfara Lettlands, eru annars aðallega leikmenn sem spila heima í Lettlandi. Hin 21 árs gamla Sandra Voitane er þó á mála hjá nýliðum SV Meppen í efstu deild Þýskalands, Ligita Tumane spilar í ítölsku C-deildinni og Laura Sondore á Kýpur. Matiss verður á hliðarlínunni á fimmtudag öfugt við kollega sinn hjá Íslandi, Jón Þór Hauksson, sem tekur út leikbann. Hvert mark getur reynst dýrmætt Hvert stig og jafnvel hvert mark getur skipt sköpum fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast á EM. Ísland er í baráttu við Svíþjóð um efsta sæti F-riðils og að komast þar með beint á EM. Liðið sem lendir í 2. sæti gæti komist beint á EM því liðin með bestan árangur í 2. sæti, í þremur riðlum af níu, komast beint á EM. Hin sex fara í umspil. Eins og staðan er núna er Ísland til að mynda þremur mörkum frá því að vera með þriðja besta árangurinn, í stað Danmerkur. Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa en á eftir tvo leiki við Svíþjóð, leikinn við Lettland og útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu áður en undankeppninni lýkur 1. desember.
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira
Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17