Frank Lampard fannst gagnrýni Jürgen Klopp vera svolítið hlægileg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 08:00 Frank Lampard svaraði Jürgen Klopp en þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir eru ósammála. Getty/Phil Noble Frank Lampard gaf ekki mikið fyrir gagnrýni knattspyrnustjóra Liverpool í síðustu viku en Lampard var spurður út í aðfinnslur Jürgen Klopp við kaupgleði Chelsea í sumar. Frank Lampard hefur verið duglegur við að styrkja leikmannahóp Chelsea í sumar og félagið hefur eytt langmest af öllum liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Á meðan Liverpool hefur bara keypt gríska bakvörðinn Kostas Tsimikas á 11,7 milljónir punda þá hefur Chelsea eytt meira en tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn. Frank Lampard makes light of Jürgen Klopp's criticism of Chelsea's spending | By @JacobSteinberg https://t.co/94FrGcrYIq— Guardian sport (@guardian_sport) September 13, 2020 Jürgen Klopp fannst Chelsea ekki vera að hegða sér rétt á markaðnum í sambandi við núverandi ástand í heiminum og alla þá óvissu sem tengist kórónuveirufaraldrinum. „Við getum ekki hegðað okkur eins og Chelsea,“ sagði Jürgen Klopp meðal annars og skaut einnig á eiganda Chelsea, Roman Abramovich. Frank Lampard segir Jürgen Klopp ekki hafa efni á því að gagnrýna kaup Chelsea því Liverpool hafi eytt miklum pening í sinna leikmannahóp á undanförnum árum. „Mér fannst þetta frekar hlægilegt ekki síst að vera að tala um eigendur félaga. Ég held að það skipti engu máli í hvernig viðskiptum þeir eru,“ sagði Frank Lampard. „Við erum að tala um mjög ríka eigendur í ensku úrvalsdeildinni. Í sambandi við sögu Liverpool þvi ég talaði oft um það á síðasta ári. Þeir gerðu mjög vel í að setja saman sitt lið. Sannleikurinn er sá, að fyrir utan kannski Leicester, þá hafa flest félög sem vinna ensku úrvalsdeildina eytt miklum fjármunum í sín lið,“ sagði Frank Lampard. Frank Lampard says Jurgen Klopp's comments about Chelsea's transfer window spending are "slightly amusing".In full: https://t.co/yY9Fg9FQk5#LFC #ChelseaFC #bbcfootball pic.twitter.com/Xyw9pjGfBc— BBC Sport (@BBCSport) September 13, 2020 „Við getum farið í gegnum Liverpool leikmennina og nefnt menn eins og [Virgil] van Dijk, Alisson, Fabinho, [Naby] Keïta, [Sadio] Mané og [Mohamed] Salah. Ótrúlegir leikmenn sem kostuðu líka sitt. Liverpool hefur eytt í menn yfir langan tíma. Við erum að eyða í menn eftir að hafa verið í banni og af því að við erum að reyna að bregðast við þörfinni. Það er engin ástæða til að hella sér í einhverja útreikninga,“ sagði Lampard. „Við vitum vel að Liverpool hefur eytt miklu í leikmenn. Við vitum að þeir eru með ótrúlegan stjóra. Við vitum að þeir hafa ótrúlega leikmenn. Klókindin hjá Liverpool er að þeir hafa trúað á stjórann sinn og leikkerfið hans í mörg ár. Þetta er falleg saga en þeir hafa engu að síður eytt peningum í þessari sögu. Við höfum eytt pening í sumar og nú bíður okkar mikil vinna,“ sagði Frank Lampard. Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira
Frank Lampard gaf ekki mikið fyrir gagnrýni knattspyrnustjóra Liverpool í síðustu viku en Lampard var spurður út í aðfinnslur Jürgen Klopp við kaupgleði Chelsea í sumar. Frank Lampard hefur verið duglegur við að styrkja leikmannahóp Chelsea í sumar og félagið hefur eytt langmest af öllum liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Á meðan Liverpool hefur bara keypt gríska bakvörðinn Kostas Tsimikas á 11,7 milljónir punda þá hefur Chelsea eytt meira en tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn. Frank Lampard makes light of Jürgen Klopp's criticism of Chelsea's spending | By @JacobSteinberg https://t.co/94FrGcrYIq— Guardian sport (@guardian_sport) September 13, 2020 Jürgen Klopp fannst Chelsea ekki vera að hegða sér rétt á markaðnum í sambandi við núverandi ástand í heiminum og alla þá óvissu sem tengist kórónuveirufaraldrinum. „Við getum ekki hegðað okkur eins og Chelsea,“ sagði Jürgen Klopp meðal annars og skaut einnig á eiganda Chelsea, Roman Abramovich. Frank Lampard segir Jürgen Klopp ekki hafa efni á því að gagnrýna kaup Chelsea því Liverpool hafi eytt miklum pening í sinna leikmannahóp á undanförnum árum. „Mér fannst þetta frekar hlægilegt ekki síst að vera að tala um eigendur félaga. Ég held að það skipti engu máli í hvernig viðskiptum þeir eru,“ sagði Frank Lampard. „Við erum að tala um mjög ríka eigendur í ensku úrvalsdeildinni. Í sambandi við sögu Liverpool þvi ég talaði oft um það á síðasta ári. Þeir gerðu mjög vel í að setja saman sitt lið. Sannleikurinn er sá, að fyrir utan kannski Leicester, þá hafa flest félög sem vinna ensku úrvalsdeildina eytt miklum fjármunum í sín lið,“ sagði Frank Lampard. Frank Lampard says Jurgen Klopp's comments about Chelsea's transfer window spending are "slightly amusing".In full: https://t.co/yY9Fg9FQk5#LFC #ChelseaFC #bbcfootball pic.twitter.com/Xyw9pjGfBc— BBC Sport (@BBCSport) September 13, 2020 „Við getum farið í gegnum Liverpool leikmennina og nefnt menn eins og [Virgil] van Dijk, Alisson, Fabinho, [Naby] Keïta, [Sadio] Mané og [Mohamed] Salah. Ótrúlegir leikmenn sem kostuðu líka sitt. Liverpool hefur eytt í menn yfir langan tíma. Við erum að eyða í menn eftir að hafa verið í banni og af því að við erum að reyna að bregðast við þörfinni. Það er engin ástæða til að hella sér í einhverja útreikninga,“ sagði Lampard. „Við vitum vel að Liverpool hefur eytt miklu í leikmenn. Við vitum að þeir eru með ótrúlegan stjóra. Við vitum að þeir hafa ótrúlega leikmenn. Klókindin hjá Liverpool er að þeir hafa trúað á stjórann sinn og leikkerfið hans í mörg ár. Þetta er falleg saga en þeir hafa engu að síður eytt peningum í þessari sögu. Við höfum eytt pening í sumar og nú bíður okkar mikil vinna,“ sagði Frank Lampard.
Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Fleiri fréttir Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Sjá meira