Foreldrar barna í skólum Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð hafa þurft að taka börnin sín úr skólunum vegna mygluveikinda. Eitt foreldrið íhugar málsókn. Einni byggingu skólans var lokað í sumar og vinnur verkfræðistofa nú að úttekt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Einnig verður rætt við formann Íslendingafélagsins í Norður-Kaliforníu sem segir skógareldana á svæðinu hafa haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Tuga er saknað í Oregon-ríki og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín.
Að auki kíkjum við í Tungnaréttir með Magnúsi Hlyni þar sem aðeins 200 manns máttu vera í réttunum. Allir léttir samt.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30